Meðhöndlun dróna hefur lagastoð í lög um loftferðir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. febrúar 2017 19:15 Samgöngustofa hefur ákveðið að ábendingar og tilmæli skuli gilda um allt flug allra fjarstýrðra loftfara. Forstjóri stofnunarinnar segir þetta gert til þess að tryggja öryggi. Ákvörðun Samgöngustofu tók gildi fyrir helgi og nær til allra fjarstýrðra loftfara eða dróna og mun gilda þar til reglugerð Innanríkisráðuneytisins um notkun slíkra tækja verður sett. Til að mynda má ekki fljúga dróna í meira en hundrað og þrjátíu metra hæð. Ætli menn að fljúga hærra þarf sérstakt leyfi frá Samgöngustofu og þá verður óheimilt að fljúga þeim innan tiltekinna fjarlægða frá svæðamörkunum flugvalla. Ákvörðunin sækir lagastoð í lög um loftferðir og segir forstjóri Samgöngustofu að tímabært hafi verið vekja notendur tækjanna til vitundar um notkun þeirra. „Fyrst og fremst er þetta öryggissjónarmið að vera ekki nærri flugvöllum en tvo kílómetra og fara ekki upp í flughæð flugvéla sem sagt vera undir hundrað og þrjátíu metrum,“ segir Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Þórólfur segir að nokkur tilvik hafi komið upp að undanförnu þar sem hætta hefur skapast vegna þessara tækja en alvarlegasta tilfellið átti sér stað í janúar síðast liðnum þegar dróna var flogið nærri þyrlu sem var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Rétt er þó að taka fram að ekki þarf sérstakt leyfi frá rekstraraðilum flugvalla sé drónanum flogið neðar en hæstu mannvirki í nágrenni drónans þó svo notandi sé innan svæðamarka sem eru tveir kílómetrar frá áætlunarflugvelli en við aðra flugvelli miðast fjarlægðin við 1,5 kílómetra. Í ákvörðun Samgöngustofu kemur fram að skrá þurfi dróna hjá Samgöngustofu séu þeir notaðir í atvinnuskyni eða fari yfir ákveðna þyngd. „Í reglugerðunum að þá er gerður mikill munur á því hvort þetta er áhugamál, þessir litlu drónar sem eru undir þrjú kíló. Það er þá frjálst að fljúga þeim nánast hvar sem er nema nema ekki yfir mannfjölda,“ segir Þórólfur. Gæta þurfi skynsemi með persónuvernd og að menn séu ábyrgir gjörða sinna þegar þeir fljúga tækjunum.Þá er gerð krafa um að dróninn alltaf innan sjónsviðs á meðan á flugi stendur. Reglugerð um notkun þessara tækja er í umsagnarferli hjá Innanríkisráðuneytinu og er öllum opið að gera athugasemdir. Samgöngustofa hefur þegar lagt til að reglugerðin verði nokkuð rúm. „Við höfum verið að horfa til finna. Þeir hafa haft þetta mjög frjálst og opið til þess að nýta þessa stórkostlegu möguleika sem eru. Til leitar og björgunar. Þjónustu og myndatöku og svo framvegis,“ segir Þórólfur. Tengdar fréttir Brýnt að setja reglur um drónaflug Samgöngustofa telur afar brýnt að settar verði sérstakar reglur um drónaflug á Íslandi. 8. janúar 2017 20:00 Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Samgöngustofa hefur ákveðið að ábendingar og tilmæli skuli gilda um allt flug allra fjarstýrðra loftfara. Forstjóri stofnunarinnar segir þetta gert til þess að tryggja öryggi. Ákvörðun Samgöngustofu tók gildi fyrir helgi og nær til allra fjarstýrðra loftfara eða dróna og mun gilda þar til reglugerð Innanríkisráðuneytisins um notkun slíkra tækja verður sett. Til að mynda má ekki fljúga dróna í meira en hundrað og þrjátíu metra hæð. Ætli menn að fljúga hærra þarf sérstakt leyfi frá Samgöngustofu og þá verður óheimilt að fljúga þeim innan tiltekinna fjarlægða frá svæðamörkunum flugvalla. Ákvörðunin sækir lagastoð í lög um loftferðir og segir forstjóri Samgöngustofu að tímabært hafi verið vekja notendur tækjanna til vitundar um notkun þeirra. „Fyrst og fremst er þetta öryggissjónarmið að vera ekki nærri flugvöllum en tvo kílómetra og fara ekki upp í flughæð flugvéla sem sagt vera undir hundrað og þrjátíu metrum,“ segir Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Þórólfur segir að nokkur tilvik hafi komið upp að undanförnu þar sem hætta hefur skapast vegna þessara tækja en alvarlegasta tilfellið átti sér stað í janúar síðast liðnum þegar dróna var flogið nærri þyrlu sem var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Rétt er þó að taka fram að ekki þarf sérstakt leyfi frá rekstraraðilum flugvalla sé drónanum flogið neðar en hæstu mannvirki í nágrenni drónans þó svo notandi sé innan svæðamarka sem eru tveir kílómetrar frá áætlunarflugvelli en við aðra flugvelli miðast fjarlægðin við 1,5 kílómetra. Í ákvörðun Samgöngustofu kemur fram að skrá þurfi dróna hjá Samgöngustofu séu þeir notaðir í atvinnuskyni eða fari yfir ákveðna þyngd. „Í reglugerðunum að þá er gerður mikill munur á því hvort þetta er áhugamál, þessir litlu drónar sem eru undir þrjú kíló. Það er þá frjálst að fljúga þeim nánast hvar sem er nema nema ekki yfir mannfjölda,“ segir Þórólfur. Gæta þurfi skynsemi með persónuvernd og að menn séu ábyrgir gjörða sinna þegar þeir fljúga tækjunum.Þá er gerð krafa um að dróninn alltaf innan sjónsviðs á meðan á flugi stendur. Reglugerð um notkun þessara tækja er í umsagnarferli hjá Innanríkisráðuneytinu og er öllum opið að gera athugasemdir. Samgöngustofa hefur þegar lagt til að reglugerðin verði nokkuð rúm. „Við höfum verið að horfa til finna. Þeir hafa haft þetta mjög frjálst og opið til þess að nýta þessa stórkostlegu möguleika sem eru. Til leitar og björgunar. Þjónustu og myndatöku og svo framvegis,“ segir Þórólfur.
Tengdar fréttir Brýnt að setja reglur um drónaflug Samgöngustofa telur afar brýnt að settar verði sérstakar reglur um drónaflug á Íslandi. 8. janúar 2017 20:00 Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Brýnt að setja reglur um drónaflug Samgöngustofa telur afar brýnt að settar verði sérstakar reglur um drónaflug á Íslandi. 8. janúar 2017 20:00
Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24