Meðhöndlun dróna hefur lagastoð í lög um loftferðir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. febrúar 2017 19:15 Samgöngustofa hefur ákveðið að ábendingar og tilmæli skuli gilda um allt flug allra fjarstýrðra loftfara. Forstjóri stofnunarinnar segir þetta gert til þess að tryggja öryggi. Ákvörðun Samgöngustofu tók gildi fyrir helgi og nær til allra fjarstýrðra loftfara eða dróna og mun gilda þar til reglugerð Innanríkisráðuneytisins um notkun slíkra tækja verður sett. Til að mynda má ekki fljúga dróna í meira en hundrað og þrjátíu metra hæð. Ætli menn að fljúga hærra þarf sérstakt leyfi frá Samgöngustofu og þá verður óheimilt að fljúga þeim innan tiltekinna fjarlægða frá svæðamörkunum flugvalla. Ákvörðunin sækir lagastoð í lög um loftferðir og segir forstjóri Samgöngustofu að tímabært hafi verið vekja notendur tækjanna til vitundar um notkun þeirra. „Fyrst og fremst er þetta öryggissjónarmið að vera ekki nærri flugvöllum en tvo kílómetra og fara ekki upp í flughæð flugvéla sem sagt vera undir hundrað og þrjátíu metrum,“ segir Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Þórólfur segir að nokkur tilvik hafi komið upp að undanförnu þar sem hætta hefur skapast vegna þessara tækja en alvarlegasta tilfellið átti sér stað í janúar síðast liðnum þegar dróna var flogið nærri þyrlu sem var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Rétt er þó að taka fram að ekki þarf sérstakt leyfi frá rekstraraðilum flugvalla sé drónanum flogið neðar en hæstu mannvirki í nágrenni drónans þó svo notandi sé innan svæðamarka sem eru tveir kílómetrar frá áætlunarflugvelli en við aðra flugvelli miðast fjarlægðin við 1,5 kílómetra. Í ákvörðun Samgöngustofu kemur fram að skrá þurfi dróna hjá Samgöngustofu séu þeir notaðir í atvinnuskyni eða fari yfir ákveðna þyngd. „Í reglugerðunum að þá er gerður mikill munur á því hvort þetta er áhugamál, þessir litlu drónar sem eru undir þrjú kíló. Það er þá frjálst að fljúga þeim nánast hvar sem er nema nema ekki yfir mannfjölda,“ segir Þórólfur. Gæta þurfi skynsemi með persónuvernd og að menn séu ábyrgir gjörða sinna þegar þeir fljúga tækjunum.Þá er gerð krafa um að dróninn alltaf innan sjónsviðs á meðan á flugi stendur. Reglugerð um notkun þessara tækja er í umsagnarferli hjá Innanríkisráðuneytinu og er öllum opið að gera athugasemdir. Samgöngustofa hefur þegar lagt til að reglugerðin verði nokkuð rúm. „Við höfum verið að horfa til finna. Þeir hafa haft þetta mjög frjálst og opið til þess að nýta þessa stórkostlegu möguleika sem eru. Til leitar og björgunar. Þjónustu og myndatöku og svo framvegis,“ segir Þórólfur. Tengdar fréttir Brýnt að setja reglur um drónaflug Samgöngustofa telur afar brýnt að settar verði sérstakar reglur um drónaflug á Íslandi. 8. janúar 2017 20:00 Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira
Samgöngustofa hefur ákveðið að ábendingar og tilmæli skuli gilda um allt flug allra fjarstýrðra loftfara. Forstjóri stofnunarinnar segir þetta gert til þess að tryggja öryggi. Ákvörðun Samgöngustofu tók gildi fyrir helgi og nær til allra fjarstýrðra loftfara eða dróna og mun gilda þar til reglugerð Innanríkisráðuneytisins um notkun slíkra tækja verður sett. Til að mynda má ekki fljúga dróna í meira en hundrað og þrjátíu metra hæð. Ætli menn að fljúga hærra þarf sérstakt leyfi frá Samgöngustofu og þá verður óheimilt að fljúga þeim innan tiltekinna fjarlægða frá svæðamörkunum flugvalla. Ákvörðunin sækir lagastoð í lög um loftferðir og segir forstjóri Samgöngustofu að tímabært hafi verið vekja notendur tækjanna til vitundar um notkun þeirra. „Fyrst og fremst er þetta öryggissjónarmið að vera ekki nærri flugvöllum en tvo kílómetra og fara ekki upp í flughæð flugvéla sem sagt vera undir hundrað og þrjátíu metrum,“ segir Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Þórólfur segir að nokkur tilvik hafi komið upp að undanförnu þar sem hætta hefur skapast vegna þessara tækja en alvarlegasta tilfellið átti sér stað í janúar síðast liðnum þegar dróna var flogið nærri þyrlu sem var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Rétt er þó að taka fram að ekki þarf sérstakt leyfi frá rekstraraðilum flugvalla sé drónanum flogið neðar en hæstu mannvirki í nágrenni drónans þó svo notandi sé innan svæðamarka sem eru tveir kílómetrar frá áætlunarflugvelli en við aðra flugvelli miðast fjarlægðin við 1,5 kílómetra. Í ákvörðun Samgöngustofu kemur fram að skrá þurfi dróna hjá Samgöngustofu séu þeir notaðir í atvinnuskyni eða fari yfir ákveðna þyngd. „Í reglugerðunum að þá er gerður mikill munur á því hvort þetta er áhugamál, þessir litlu drónar sem eru undir þrjú kíló. Það er þá frjálst að fljúga þeim nánast hvar sem er nema nema ekki yfir mannfjölda,“ segir Þórólfur. Gæta þurfi skynsemi með persónuvernd og að menn séu ábyrgir gjörða sinna þegar þeir fljúga tækjunum.Þá er gerð krafa um að dróninn alltaf innan sjónsviðs á meðan á flugi stendur. Reglugerð um notkun þessara tækja er í umsagnarferli hjá Innanríkisráðuneytinu og er öllum opið að gera athugasemdir. Samgöngustofa hefur þegar lagt til að reglugerðin verði nokkuð rúm. „Við höfum verið að horfa til finna. Þeir hafa haft þetta mjög frjálst og opið til þess að nýta þessa stórkostlegu möguleika sem eru. Til leitar og björgunar. Þjónustu og myndatöku og svo framvegis,“ segir Þórólfur.
Tengdar fréttir Brýnt að setja reglur um drónaflug Samgöngustofa telur afar brýnt að settar verði sérstakar reglur um drónaflug á Íslandi. 8. janúar 2017 20:00 Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira
Brýnt að setja reglur um drónaflug Samgöngustofa telur afar brýnt að settar verði sérstakar reglur um drónaflug á Íslandi. 8. janúar 2017 20:00
Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24