Innlent

Bændaforingi telur of margt fé í landinu

Sveinn Arnarsson skrifar
Miklir erfiðleikar setðja að útflutningi á lambakjöti um þessar mundir.
Miklir erfiðleikar setðja að útflutningi á lambakjöti um þessar mundir. vísir/pjetur
„Eins og staðan er núna á erlendum mörkuðum erum við að tapa um 150 til 200 krónum á hverju einasta kílói sem við sendum til útflutnings,“ segir Björn Víkingur Björnsson, forstjóri Fjallalambs á Kópaskeri.

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna.vísir/pjetur
Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir ytri aðstæður ekki hafa verið hagfelldar fyrir útflutning á lambakjöti síðustu misseri. Gengi krónunnar sé of hátt. Að auki hafi lokanir Rússlandsmarkaða haft mikil áhrif.

„Ljóst er að núverandi ástand getur ekki varað í mörg ár í viðbót án þess að það hafi veruleg neikvæð áhrif,“ segir Sigurður. Of margt fé sé í landinu miðað við núverandi ástand. „Ef ytri aðstæður lagast ekki fyrir útflutt lambakjöt á næstu árum þarf að fækka fé.“

Síðustu þrjá mánuðina 2016 voru rúm 1.300 tonn af lambakjöti flutt úr landi í sláturtíð haustsins. Meðalverð þessara afurða er 605 krónur kílóið. Þetta segir Björn Víkingur vera allt of lágt verð til að standa undir sér lengi.

„Við erum að kaupa skrokkinn inn af bændum á 550 krónur kílóið. Þegar sláturkostnaður við dilkinn er reiknaður saman við er augljóst að við erum að tapa á hverju einasta kílói.“

Þótt meðalverð sé aðeins rúmar 600 krónur á kíló fáist gott verð fyrir ferska hryggvöðva og aðra ferska vöðva í útflutningi. Það sé of lítið hlutfall í stóra samhenginu.

„Við viljum framleiða á erlenda markaði og höfum verið að fá gott verð í gegnum tíðina. Hins vegar er staðan núna önnur og við verðum að skoða hana gaumgæfilega,“ bætir Björn Víkingur við.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.

Björn Víkingur Björnsson, forstjóri Fjallalambsvísir/pjeturFleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.