Bændaforingi telur of margt fé í landinu Sveinn Arnarsson skrifar 27. febrúar 2017 05:00 Miklir erfiðleikar setðja að útflutningi á lambakjöti um þessar mundir. vísir/pjetur „Eins og staðan er núna á erlendum mörkuðum erum við að tapa um 150 til 200 krónum á hverju einasta kílói sem við sendum til útflutnings,“ segir Björn Víkingur Björnsson, forstjóri Fjallalambs á Kópaskeri.Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna.vísir/pjeturSigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir ytri aðstæður ekki hafa verið hagfelldar fyrir útflutning á lambakjöti síðustu misseri. Gengi krónunnar sé of hátt. Að auki hafi lokanir Rússlandsmarkaða haft mikil áhrif. „Ljóst er að núverandi ástand getur ekki varað í mörg ár í viðbót án þess að það hafi veruleg neikvæð áhrif,“ segir Sigurður. Of margt fé sé í landinu miðað við núverandi ástand. „Ef ytri aðstæður lagast ekki fyrir útflutt lambakjöt á næstu árum þarf að fækka fé.“ Síðustu þrjá mánuðina 2016 voru rúm 1.300 tonn af lambakjöti flutt úr landi í sláturtíð haustsins. Meðalverð þessara afurða er 605 krónur kílóið. Þetta segir Björn Víkingur vera allt of lágt verð til að standa undir sér lengi. „Við erum að kaupa skrokkinn inn af bændum á 550 krónur kílóið. Þegar sláturkostnaður við dilkinn er reiknaður saman við er augljóst að við erum að tapa á hverju einasta kílói.“ Þótt meðalverð sé aðeins rúmar 600 krónur á kíló fáist gott verð fyrir ferska hryggvöðva og aðra ferska vöðva í útflutningi. Það sé of lítið hlutfall í stóra samhenginu. „Við viljum framleiða á erlenda markaði og höfum verið að fá gott verð í gegnum tíðina. Hins vegar er staðan núna önnur og við verðum að skoða hana gaumgæfilega,“ bætir Björn Víkingur við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Björn Víkingur Björnsson, forstjóri Fjallalambsvísir/pjetur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Eins og staðan er núna á erlendum mörkuðum erum við að tapa um 150 til 200 krónum á hverju einasta kílói sem við sendum til útflutnings,“ segir Björn Víkingur Björnsson, forstjóri Fjallalambs á Kópaskeri.Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna.vísir/pjeturSigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir ytri aðstæður ekki hafa verið hagfelldar fyrir útflutning á lambakjöti síðustu misseri. Gengi krónunnar sé of hátt. Að auki hafi lokanir Rússlandsmarkaða haft mikil áhrif. „Ljóst er að núverandi ástand getur ekki varað í mörg ár í viðbót án þess að það hafi veruleg neikvæð áhrif,“ segir Sigurður. Of margt fé sé í landinu miðað við núverandi ástand. „Ef ytri aðstæður lagast ekki fyrir útflutt lambakjöt á næstu árum þarf að fækka fé.“ Síðustu þrjá mánuðina 2016 voru rúm 1.300 tonn af lambakjöti flutt úr landi í sláturtíð haustsins. Meðalverð þessara afurða er 605 krónur kílóið. Þetta segir Björn Víkingur vera allt of lágt verð til að standa undir sér lengi. „Við erum að kaupa skrokkinn inn af bændum á 550 krónur kílóið. Þegar sláturkostnaður við dilkinn er reiknaður saman við er augljóst að við erum að tapa á hverju einasta kílói.“ Þótt meðalverð sé aðeins rúmar 600 krónur á kíló fáist gott verð fyrir ferska hryggvöðva og aðra ferska vöðva í útflutningi. Það sé of lítið hlutfall í stóra samhenginu. „Við viljum framleiða á erlenda markaði og höfum verið að fá gott verð í gegnum tíðina. Hins vegar er staðan núna önnur og við verðum að skoða hana gaumgæfilega,“ bætir Björn Víkingur við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Björn Víkingur Björnsson, forstjóri Fjallalambsvísir/pjetur
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira