Stóra Kínamálið afgreitt á fyrsta liðsfundi: Stelpurnar sýndu sitt rétta andlit með svörum sínum Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. febrúar 2017 19:00 Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á hinu árlega Algarve-móti á morgun þegar þær mæta Noregi. Mótið er einn stærsti liðurinn í undirbúningi liðsins fyrir EM í Hollandi í sumar. Eins og alltaf fær kvennalandsliðið flotta leiki á Algarve en að þessu sinni mætir liðið Noregi, Japan og Spáni í riðlakeppninni. Áherslurnar á leikskipulaginu eru oftast mismunandi frá ári til árs en þetta gífurlega sterka mót er notað til að móta liðið. Hvað er það sem landsliðsþjálfarinn, Freyr Alexandersson, vill sjá frá sínum leikmönnum á Algarve að þessu sinni? „Það er ýmislegt sem við viljum fá fram núna. Það er þröngt spilað á fáum dögum og margir topp leikir. Við munum, eins og áður, rúlla á liðinu og ég mun setja leikmenn í mismunandi hlutverk. Ekki endalega mismunandi leikstöður heldur fá leikmenn mismunandi ábyrgð,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild. Freyr var kominn með ansi fastmótað byrjunarlið í undankeppni EM 2017 og virtist ekki greið leið inn í liðið fyrir stelpurnar sem sitja þar fyrir utan. Vegna meiðsla lykilmanna á borð við Dagnýju Brynjarsdóttur, Margrétar Láru og Hólmfríðar Magnúsdóttur eru nú nokkrar dyr opnar. „Þarna eru þrjár stöður strax sem hægt er að berjast um. Auðvitað er Margrét á löppum og vonandi nær hún fullum styrk. Harpa átti barn fyrir sólahring síðan þannig hún gæti orðið klár. Hinar stelpurnar geta gripið gæsina. Þær fá tækifæri til þess. Það eru mörg teikn á lofti um að leikmenn ætli sér að grípa gæsina. Ég sé það alveg á æfingum og á leikjunum sem þær hafa verið að spila heima,“ segir landsliðsþjálfarinn. Freyr fékk væna pillu frá fyrrverandi landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni rétt áður en hann hélt til Portúgal. Sigurður Ragnar, sem nú þjálfar í Kína, sagði í viðtali við Fréttatímann að Freyr hefði sama og bannað tveimur leikmönnum að ganga til liðs við sig í Kína og hann væri með fordóma gagnvart kínverskum fótbolta. „Þetta fór ekkert lengra. Þessu var lokað á föstudaginn með þessari yfirlýsingu frá honum og svo mér. Þetta mál er úr sögunni. Ég ræddi þetta lauslega á fyrsta fundi við leikmenn og vildi vita hvort þær hefðu einhverjar frekari spurningar um málið. Það voru engar spurningar og við vorum öll sammála um að eyða ekki frekari orku í þessa umræðu,“ segir Freyr.Dagný Brynjarsdóttir og Hallbera Gísladóttir voru leikmennirnir sem Siggi Raggi vildi fá en báðar svöruðu þær honum fullum hálsi á Twitter. „Mér fannst þær sýna sitt rétta andlit. Þetta kom mér ekki á óvart. Þetta eru miklir karkaterar og þær voru óánægðar með þau orð sem voru látin falla. Þær ákváðu að stíga fram og tjá sig og þær gerðu það líka snyrtilega fannst mér,“ segir Freyr Alexandersson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Dagný: Skil ekki hvaða bíó er í gangi Báðar landsliðskonurnar sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Jiangsu Suning, vildi fá til Kína hafa nú tjáð sig um ummæli hans í Fréttatímanum í dag. 24. febrúar 2017 09:55 Siggi Raggi biður Frey afsökunar Sigurður Ragnar Eyjólfsson sendi frá sér yfirlýsingu nú í morgun en ummæli hans í Fréttatímanum í dag hafa heldur betur vakið athygli. 24. febrúar 2017 10:05 Freyr: Vel besta liðið sama í hvaða landi leikmenn spila Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, sendi frá sér yfirlýsingu nú undir hádegi þar sem hann svarar ummælum Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, í Fréttatímanum að einhverju leyti. 24. febrúar 2017 12:02 Hallbera: Landsliðsþjálfarinn segir mér ekki hvar ég á að spila Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur brugðist við orðum fyrrum landsliðsþjálfarans, Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, sem var í áhugaverðu viðtali í Fréttatímanum. 24. febrúar 2017 08:42 Siggi Raggi: Freyr er með fordóma gagnvart kínverskri knattspyrnu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, skýtur fast á eftirmann sinn, Freyr Alexandersson, í viðtali við Fréttatímann. 24. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á hinu árlega Algarve-móti á morgun þegar þær mæta Noregi. Mótið er einn stærsti liðurinn í undirbúningi liðsins fyrir EM í Hollandi í sumar. Eins og alltaf fær kvennalandsliðið flotta leiki á Algarve en að þessu sinni mætir liðið Noregi, Japan og Spáni í riðlakeppninni. Áherslurnar á leikskipulaginu eru oftast mismunandi frá ári til árs en þetta gífurlega sterka mót er notað til að móta liðið. Hvað er það sem landsliðsþjálfarinn, Freyr Alexandersson, vill sjá frá sínum leikmönnum á Algarve að þessu sinni? „Það er ýmislegt sem við viljum fá fram núna. Það er þröngt spilað á fáum dögum og margir topp leikir. Við munum, eins og áður, rúlla á liðinu og ég mun setja leikmenn í mismunandi hlutverk. Ekki endalega mismunandi leikstöður heldur fá leikmenn mismunandi ábyrgð,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild. Freyr var kominn með ansi fastmótað byrjunarlið í undankeppni EM 2017 og virtist ekki greið leið inn í liðið fyrir stelpurnar sem sitja þar fyrir utan. Vegna meiðsla lykilmanna á borð við Dagnýju Brynjarsdóttur, Margrétar Láru og Hólmfríðar Magnúsdóttur eru nú nokkrar dyr opnar. „Þarna eru þrjár stöður strax sem hægt er að berjast um. Auðvitað er Margrét á löppum og vonandi nær hún fullum styrk. Harpa átti barn fyrir sólahring síðan þannig hún gæti orðið klár. Hinar stelpurnar geta gripið gæsina. Þær fá tækifæri til þess. Það eru mörg teikn á lofti um að leikmenn ætli sér að grípa gæsina. Ég sé það alveg á æfingum og á leikjunum sem þær hafa verið að spila heima,“ segir landsliðsþjálfarinn. Freyr fékk væna pillu frá fyrrverandi landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni rétt áður en hann hélt til Portúgal. Sigurður Ragnar, sem nú þjálfar í Kína, sagði í viðtali við Fréttatímann að Freyr hefði sama og bannað tveimur leikmönnum að ganga til liðs við sig í Kína og hann væri með fordóma gagnvart kínverskum fótbolta. „Þetta fór ekkert lengra. Þessu var lokað á föstudaginn með þessari yfirlýsingu frá honum og svo mér. Þetta mál er úr sögunni. Ég ræddi þetta lauslega á fyrsta fundi við leikmenn og vildi vita hvort þær hefðu einhverjar frekari spurningar um málið. Það voru engar spurningar og við vorum öll sammála um að eyða ekki frekari orku í þessa umræðu,“ segir Freyr.Dagný Brynjarsdóttir og Hallbera Gísladóttir voru leikmennirnir sem Siggi Raggi vildi fá en báðar svöruðu þær honum fullum hálsi á Twitter. „Mér fannst þær sýna sitt rétta andlit. Þetta kom mér ekki á óvart. Þetta eru miklir karkaterar og þær voru óánægðar með þau orð sem voru látin falla. Þær ákváðu að stíga fram og tjá sig og þær gerðu það líka snyrtilega fannst mér,“ segir Freyr Alexandersson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Dagný: Skil ekki hvaða bíó er í gangi Báðar landsliðskonurnar sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Jiangsu Suning, vildi fá til Kína hafa nú tjáð sig um ummæli hans í Fréttatímanum í dag. 24. febrúar 2017 09:55 Siggi Raggi biður Frey afsökunar Sigurður Ragnar Eyjólfsson sendi frá sér yfirlýsingu nú í morgun en ummæli hans í Fréttatímanum í dag hafa heldur betur vakið athygli. 24. febrúar 2017 10:05 Freyr: Vel besta liðið sama í hvaða landi leikmenn spila Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, sendi frá sér yfirlýsingu nú undir hádegi þar sem hann svarar ummælum Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, í Fréttatímanum að einhverju leyti. 24. febrúar 2017 12:02 Hallbera: Landsliðsþjálfarinn segir mér ekki hvar ég á að spila Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur brugðist við orðum fyrrum landsliðsþjálfarans, Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, sem var í áhugaverðu viðtali í Fréttatímanum. 24. febrúar 2017 08:42 Siggi Raggi: Freyr er með fordóma gagnvart kínverskri knattspyrnu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, skýtur fast á eftirmann sinn, Freyr Alexandersson, í viðtali við Fréttatímann. 24. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Dagný: Skil ekki hvaða bíó er í gangi Báðar landsliðskonurnar sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Jiangsu Suning, vildi fá til Kína hafa nú tjáð sig um ummæli hans í Fréttatímanum í dag. 24. febrúar 2017 09:55
Siggi Raggi biður Frey afsökunar Sigurður Ragnar Eyjólfsson sendi frá sér yfirlýsingu nú í morgun en ummæli hans í Fréttatímanum í dag hafa heldur betur vakið athygli. 24. febrúar 2017 10:05
Freyr: Vel besta liðið sama í hvaða landi leikmenn spila Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, sendi frá sér yfirlýsingu nú undir hádegi þar sem hann svarar ummælum Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, í Fréttatímanum að einhverju leyti. 24. febrúar 2017 12:02
Hallbera: Landsliðsþjálfarinn segir mér ekki hvar ég á að spila Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur brugðist við orðum fyrrum landsliðsþjálfarans, Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, sem var í áhugaverðu viðtali í Fréttatímanum. 24. febrúar 2017 08:42
Siggi Raggi: Freyr er með fordóma gagnvart kínverskri knattspyrnu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, skýtur fast á eftirmann sinn, Freyr Alexandersson, í viðtali við Fréttatímann. 24. febrúar 2017 08:00