Saga Þórdísar Elvu og Tom vekur heimsathygli: "Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. febrúar 2017 11:00 TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. Skjáskot TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. Í fyrirlestrinum reifa þau Þórdís og Tom sögu sína í sameiningu á opinskáan hátt. Þar lýsir Þórdís því að á jólaballi hafi hún ákveðið að drekka romm í fyrsta skipti og orðið ofurölvi. Tom hafi hjálpað henni heim og hún hafi verið honum þakklát þar til hann klæddi hana úr fötunum, lagðist ofan á hana og nauðgaði henni. Hún hafi verið með meðvitund en ekki haft kraft til að streitast á móti.Sjá einnig: Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman „Þetta var ekki nauðgun, er það? Þetta gerðist jú ekki í myrku húsasundi með ókunnugum manni. Það hélt hún,“ svo byrjar frétt danska Ekstrabladet um frásögn Þórdísar og Tom. Fyrirlestur þeirra hefur farið víða og hafa fjölmiðlar alls staðar um heim fjallað um fyrirlesturinn. Þar má til að mynda nefna Cosmopolitan, People, Telegraph, The Independent, Huffington Post, The Indian Express og Berlingske Tidende. Rúmlega 916 þúsund manns hafa horft á fyrirlestur Þórdísar og Tom þegar þessi frétt er skrifuð.Í viðtali á vef TED segist Tom vera meðvitaður um að hans sjónarhorn og viðvera hans á sviðinu geti haft stuðandi áhrif á þolendur sem sjá fyrirlesturinn. „Ég tel að það sé hvorki hugrakkt né hetjulegt á nokkurn hátt að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Það er nauðsynleg skylda og viðurkenning á saknæmi athæfisins.“ Hann segist hafa byrjað að segja aðstandendum sínum sögu sína árið 2011 og að viðbrögð þeirra hafi einkennst af ruglingi og mikilli íhugun. „Skiljanlega hefur þetta haft áhrif á samband mitt við marga sem standa mér nærri. Ég dæmi ekki vini eða fjölskyldu sem líta á mig í öðru ljósi núna, þegar þau vita að ég hef framið nauðgun.“ Þórdís Elva birti í gær færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún þakkaði fyrir góð viðbrögð við fyrirlestrinum. Hún segir það hafa verið súrrealískt að vakna og lesa um sig í Cosmopolitan og öðrum heimsmiðlum. „Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð. Ábyrgð á ofbeldi liggur hjá þeim sem fremur það, ekki þeim sem verður fyrir því, og gera þarf kröfu um að gerendur axli hana í meira mæli,” skrifar Þórdís. „Að lokum vil ég senda styrk og ljós til þeirra sem finnst þessi umræða sár og erfið. Hún er það, og verður aldrei auðveld, en vonandi getur hún verið uppbyggileg.” Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. Í fyrirlestrinum reifa þau Þórdís og Tom sögu sína í sameiningu á opinskáan hátt. Þar lýsir Þórdís því að á jólaballi hafi hún ákveðið að drekka romm í fyrsta skipti og orðið ofurölvi. Tom hafi hjálpað henni heim og hún hafi verið honum þakklát þar til hann klæddi hana úr fötunum, lagðist ofan á hana og nauðgaði henni. Hún hafi verið með meðvitund en ekki haft kraft til að streitast á móti.Sjá einnig: Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman „Þetta var ekki nauðgun, er það? Þetta gerðist jú ekki í myrku húsasundi með ókunnugum manni. Það hélt hún,“ svo byrjar frétt danska Ekstrabladet um frásögn Þórdísar og Tom. Fyrirlestur þeirra hefur farið víða og hafa fjölmiðlar alls staðar um heim fjallað um fyrirlesturinn. Þar má til að mynda nefna Cosmopolitan, People, Telegraph, The Independent, Huffington Post, The Indian Express og Berlingske Tidende. Rúmlega 916 þúsund manns hafa horft á fyrirlestur Þórdísar og Tom þegar þessi frétt er skrifuð.Í viðtali á vef TED segist Tom vera meðvitaður um að hans sjónarhorn og viðvera hans á sviðinu geti haft stuðandi áhrif á þolendur sem sjá fyrirlesturinn. „Ég tel að það sé hvorki hugrakkt né hetjulegt á nokkurn hátt að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Það er nauðsynleg skylda og viðurkenning á saknæmi athæfisins.“ Hann segist hafa byrjað að segja aðstandendum sínum sögu sína árið 2011 og að viðbrögð þeirra hafi einkennst af ruglingi og mikilli íhugun. „Skiljanlega hefur þetta haft áhrif á samband mitt við marga sem standa mér nærri. Ég dæmi ekki vini eða fjölskyldu sem líta á mig í öðru ljósi núna, þegar þau vita að ég hef framið nauðgun.“ Þórdís Elva birti í gær færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún þakkaði fyrir góð viðbrögð við fyrirlestrinum. Hún segir það hafa verið súrrealískt að vakna og lesa um sig í Cosmopolitan og öðrum heimsmiðlum. „Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð. Ábyrgð á ofbeldi liggur hjá þeim sem fremur það, ekki þeim sem verður fyrir því, og gera þarf kröfu um að gerendur axli hana í meira mæli,” skrifar Þórdís. „Að lokum vil ég senda styrk og ljós til þeirra sem finnst þessi umræða sár og erfið. Hún er það, og verður aldrei auðveld, en vonandi getur hún verið uppbyggileg.”
Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15
Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09