Saga Þórdísar Elvu og Tom vekur heimsathygli: "Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. febrúar 2017 11:00 TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. Skjáskot TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. Í fyrirlestrinum reifa þau Þórdís og Tom sögu sína í sameiningu á opinskáan hátt. Þar lýsir Þórdís því að á jólaballi hafi hún ákveðið að drekka romm í fyrsta skipti og orðið ofurölvi. Tom hafi hjálpað henni heim og hún hafi verið honum þakklát þar til hann klæddi hana úr fötunum, lagðist ofan á hana og nauðgaði henni. Hún hafi verið með meðvitund en ekki haft kraft til að streitast á móti.Sjá einnig: Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman „Þetta var ekki nauðgun, er það? Þetta gerðist jú ekki í myrku húsasundi með ókunnugum manni. Það hélt hún,“ svo byrjar frétt danska Ekstrabladet um frásögn Þórdísar og Tom. Fyrirlestur þeirra hefur farið víða og hafa fjölmiðlar alls staðar um heim fjallað um fyrirlesturinn. Þar má til að mynda nefna Cosmopolitan, People, Telegraph, The Independent, Huffington Post, The Indian Express og Berlingske Tidende. Rúmlega 916 þúsund manns hafa horft á fyrirlestur Þórdísar og Tom þegar þessi frétt er skrifuð.Í viðtali á vef TED segist Tom vera meðvitaður um að hans sjónarhorn og viðvera hans á sviðinu geti haft stuðandi áhrif á þolendur sem sjá fyrirlesturinn. „Ég tel að það sé hvorki hugrakkt né hetjulegt á nokkurn hátt að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Það er nauðsynleg skylda og viðurkenning á saknæmi athæfisins.“ Hann segist hafa byrjað að segja aðstandendum sínum sögu sína árið 2011 og að viðbrögð þeirra hafi einkennst af ruglingi og mikilli íhugun. „Skiljanlega hefur þetta haft áhrif á samband mitt við marga sem standa mér nærri. Ég dæmi ekki vini eða fjölskyldu sem líta á mig í öðru ljósi núna, þegar þau vita að ég hef framið nauðgun.“ Þórdís Elva birti í gær færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún þakkaði fyrir góð viðbrögð við fyrirlestrinum. Hún segir það hafa verið súrrealískt að vakna og lesa um sig í Cosmopolitan og öðrum heimsmiðlum. „Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð. Ábyrgð á ofbeldi liggur hjá þeim sem fremur það, ekki þeim sem verður fyrir því, og gera þarf kröfu um að gerendur axli hana í meira mæli,” skrifar Þórdís. „Að lokum vil ég senda styrk og ljós til þeirra sem finnst þessi umræða sár og erfið. Hún er það, og verður aldrei auðveld, en vonandi getur hún verið uppbyggileg.” Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. Í fyrirlestrinum reifa þau Þórdís og Tom sögu sína í sameiningu á opinskáan hátt. Þar lýsir Þórdís því að á jólaballi hafi hún ákveðið að drekka romm í fyrsta skipti og orðið ofurölvi. Tom hafi hjálpað henni heim og hún hafi verið honum þakklát þar til hann klæddi hana úr fötunum, lagðist ofan á hana og nauðgaði henni. Hún hafi verið með meðvitund en ekki haft kraft til að streitast á móti.Sjá einnig: Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman „Þetta var ekki nauðgun, er það? Þetta gerðist jú ekki í myrku húsasundi með ókunnugum manni. Það hélt hún,“ svo byrjar frétt danska Ekstrabladet um frásögn Þórdísar og Tom. Fyrirlestur þeirra hefur farið víða og hafa fjölmiðlar alls staðar um heim fjallað um fyrirlesturinn. Þar má til að mynda nefna Cosmopolitan, People, Telegraph, The Independent, Huffington Post, The Indian Express og Berlingske Tidende. Rúmlega 916 þúsund manns hafa horft á fyrirlestur Þórdísar og Tom þegar þessi frétt er skrifuð.Í viðtali á vef TED segist Tom vera meðvitaður um að hans sjónarhorn og viðvera hans á sviðinu geti haft stuðandi áhrif á þolendur sem sjá fyrirlesturinn. „Ég tel að það sé hvorki hugrakkt né hetjulegt á nokkurn hátt að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Það er nauðsynleg skylda og viðurkenning á saknæmi athæfisins.“ Hann segist hafa byrjað að segja aðstandendum sínum sögu sína árið 2011 og að viðbrögð þeirra hafi einkennst af ruglingi og mikilli íhugun. „Skiljanlega hefur þetta haft áhrif á samband mitt við marga sem standa mér nærri. Ég dæmi ekki vini eða fjölskyldu sem líta á mig í öðru ljósi núna, þegar þau vita að ég hef framið nauðgun.“ Þórdís Elva birti í gær færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún þakkaði fyrir góð viðbrögð við fyrirlestrinum. Hún segir það hafa verið súrrealískt að vakna og lesa um sig í Cosmopolitan og öðrum heimsmiðlum. „Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð. Ábyrgð á ofbeldi liggur hjá þeim sem fremur það, ekki þeim sem verður fyrir því, og gera þarf kröfu um að gerendur axli hana í meira mæli,” skrifar Þórdís. „Að lokum vil ég senda styrk og ljós til þeirra sem finnst þessi umræða sár og erfið. Hún er það, og verður aldrei auðveld, en vonandi getur hún verið uppbyggileg.”
Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15
Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09