Árangurslaust fjárnám hjá útgáfufélagi Fréttatímans Nadine Guðrún Yaghi og Þorbjörn Þórðarson skrifa 11. febrúar 2017 19:00 Árangurslaust fjárnám var gert hjá Morgundegi ehf. útgáfufélagi Fréttatímans hinn 31. janúar síðastliðinn. Daginn áður hófu forsvarsmenn blaðsins að safna fjárframlögum frá almenningi til að halda útgáfu blaðsins áfram. Morgundagur ehf. er félag sem sér um útgáfu Fréttatímans. Í stjórn félagsins sitja Gunnar Smári Egilsson útgefandi blaðsins og athafnamaðurinn Sigurður Gísli Pálmason sem hefur lagt fé til rekstrar þess. Gert var árangurslaust fjárnám hjá Morgundegi ehf. útgefanda Fréttatímans hinn 31. janúar síðastliðinn hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en hjá sýslumanni var það flokkað undir alvarleikastiginu ógjaldfærni. Samkvæmt færslu um hið áranguslausa fjárnám sem fréttastofa hefur undir höndum var það lagt fram hinn 30. janúar en sama dag kom Gunnar Smári Egilsson útgefandi Fréttatímans og stjórnarmaður í Morgundegi ehf. í viðtal í útvarpsþættinum Harmageddon á Xinu 977 sem haldið er úti af 365, útgefanda Stöðvar 2. Í viðtalinu greindi hann frá því að hann hefði nú hafið fjársöfnun og óskaði eftir fjárframlögum frá almenningi undir merkjum Frjálsrar fjölmiðlunar á heimasíðunni frjalsfjolmidlun.is. Árangurslaust fjárnám hefur þau réttaráhrif samkvæmt lögum að í þrjá mánuði á eftir geta kröfuhafar Morgundags ehf. farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti. Gunnar Smári vildi ekki koma í viðtal þegar óskað var eftir því. Hann gaf skýringar á hinu árangurslausa fjárnámi sem hann dró síðar til baka og sakaði fréttamenn Stöðvar 2 um að láta annarleg sjónarmið stýra fréttaflutningi. Á fimmtudagskvöld höfðu tæplega 500 manns skráð sig í félagið Frjálsa fjölmiðlum og lagt til þess misháar upphæðir samkvæmt frétt á heimasíðu Fréttatímans. Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Árangurslaust fjárnám var gert hjá Morgundegi ehf. útgáfufélagi Fréttatímans hinn 31. janúar síðastliðinn. Daginn áður hófu forsvarsmenn blaðsins að safna fjárframlögum frá almenningi til að halda útgáfu blaðsins áfram. Morgundagur ehf. er félag sem sér um útgáfu Fréttatímans. Í stjórn félagsins sitja Gunnar Smári Egilsson útgefandi blaðsins og athafnamaðurinn Sigurður Gísli Pálmason sem hefur lagt fé til rekstrar þess. Gert var árangurslaust fjárnám hjá Morgundegi ehf. útgefanda Fréttatímans hinn 31. janúar síðastliðinn hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en hjá sýslumanni var það flokkað undir alvarleikastiginu ógjaldfærni. Samkvæmt færslu um hið áranguslausa fjárnám sem fréttastofa hefur undir höndum var það lagt fram hinn 30. janúar en sama dag kom Gunnar Smári Egilsson útgefandi Fréttatímans og stjórnarmaður í Morgundegi ehf. í viðtal í útvarpsþættinum Harmageddon á Xinu 977 sem haldið er úti af 365, útgefanda Stöðvar 2. Í viðtalinu greindi hann frá því að hann hefði nú hafið fjársöfnun og óskaði eftir fjárframlögum frá almenningi undir merkjum Frjálsrar fjölmiðlunar á heimasíðunni frjalsfjolmidlun.is. Árangurslaust fjárnám hefur þau réttaráhrif samkvæmt lögum að í þrjá mánuði á eftir geta kröfuhafar Morgundags ehf. farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti. Gunnar Smári vildi ekki koma í viðtal þegar óskað var eftir því. Hann gaf skýringar á hinu árangurslausa fjárnámi sem hann dró síðar til baka og sakaði fréttamenn Stöðvar 2 um að láta annarleg sjónarmið stýra fréttaflutningi. Á fimmtudagskvöld höfðu tæplega 500 manns skráð sig í félagið Frjálsa fjölmiðlum og lagt til þess misháar upphæðir samkvæmt frétt á heimasíðu Fréttatímans.
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira