Bjarni fundaði með fulltrúum Þroskahjálpar vegna Kópavogshælis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 15:53 Bryndís Snæbjörnsdóttir, Haraldur Ólafsson og Bjarni Benediktsson funduðu í dag. mynd/þroskahjálp Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fundaði með fulltrúum Þroskahjálpar í dag en hann bauð þeim á sinn fund til að ræða skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli og ýmislegt annað er varðar stöðu og réttindi fatlaðs fólks hér á landi. Það voru þau Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, og Haraldur Ólafsson, fyrrverandi vistmaður á Kópavogshæli, sem hittu Bjarna í dag en í liðinni viku kom út svört skýrsla um starfsemi hælisins sem var starfrækt á árunum 1952 til 1993. Í skýrslunni er að finna sláandi lýsingar á aðbúnaði og daglegu lífi á hælinu en þar voru börn og fullorðnir vistaðir saman og máttu þola illa meðferð, andlegt og líkamlegt ofbeldi. Á fundinum með ráðherra í dag lögðu þau Bryndís og Haraldur áherslu á það að íslensk stjórnvöld geri eins fljótt og auðið er breytingar á lögum, stjórnsýslu og framkvæmd þjónustu svo það megi tryggja að fatlað fólk fái notið mannréttinda og tækifæra til að lifa sjálfstæðu og eðlilegu lífi til jafns við annað fólk. Þá segir jafnframt um fundinn á vef Þroskahjálpar: „Fulltrúar Þroskahjálpar afhentu forsætisráðherra minnisblað á fundinum með eftirfarandi áhersluatriðum og fóru yfir þau með ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins. Fundurinn var mjög gagnlegur og vill Þroskahjálp þakka forsætisráðherra fyrir fundinn og hvetja hann til að fylgja vel eftir því sem þarf að gera á sviði lagasetningar og stjórnsýslu til að fatlað fólk fái notið þeirra mannréttinda, lífsgæða og tækifæra til sjálfstæðs og eðlilegs lífs sem því ber samkvæmt lögum og mannréttindasamningum og áréttað er sérstaklega í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið fullgilti sl. haust og skuldbatt sig þar með til að virða og framfylgja framfylgja.“ Tengdar fréttir Vistmenn af Kópavogshæli búa enn í sama húsi Kópavogsbær þjónustar ekki alla fatlaða einstaklinga sem búa í Kópavogi. Ennþá búa átta manns, sem áður voru á Kópavoghæli sem börn, á þjónustuheimili við Kópavogsbraut, sem Áss styrktarfélag rekur samkvæmt samningi við Landsspítalann. Þau urðu eftir við yfirfærslu málaflokksins til Kópavogsbæjar. 12. febrúar 2017 21:30 Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15 Bjarni biður þá sem vistaðir voru á Kópavogshæli og fjölskyldur þeirra afsökunar „Það er erfitt, en nauðsynlegt, að horfast í augu við það hversu slæmar aðstæður fatlaðra einstaklinga, barna og fullorðinna, voru á Kópavogshælinu.“ 10. febrúar 2017 16:03 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fundaði með fulltrúum Þroskahjálpar í dag en hann bauð þeim á sinn fund til að ræða skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli og ýmislegt annað er varðar stöðu og réttindi fatlaðs fólks hér á landi. Það voru þau Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, og Haraldur Ólafsson, fyrrverandi vistmaður á Kópavogshæli, sem hittu Bjarna í dag en í liðinni viku kom út svört skýrsla um starfsemi hælisins sem var starfrækt á árunum 1952 til 1993. Í skýrslunni er að finna sláandi lýsingar á aðbúnaði og daglegu lífi á hælinu en þar voru börn og fullorðnir vistaðir saman og máttu þola illa meðferð, andlegt og líkamlegt ofbeldi. Á fundinum með ráðherra í dag lögðu þau Bryndís og Haraldur áherslu á það að íslensk stjórnvöld geri eins fljótt og auðið er breytingar á lögum, stjórnsýslu og framkvæmd þjónustu svo það megi tryggja að fatlað fólk fái notið mannréttinda og tækifæra til að lifa sjálfstæðu og eðlilegu lífi til jafns við annað fólk. Þá segir jafnframt um fundinn á vef Þroskahjálpar: „Fulltrúar Þroskahjálpar afhentu forsætisráðherra minnisblað á fundinum með eftirfarandi áhersluatriðum og fóru yfir þau með ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins. Fundurinn var mjög gagnlegur og vill Þroskahjálp þakka forsætisráðherra fyrir fundinn og hvetja hann til að fylgja vel eftir því sem þarf að gera á sviði lagasetningar og stjórnsýslu til að fatlað fólk fái notið þeirra mannréttinda, lífsgæða og tækifæra til sjálfstæðs og eðlilegs lífs sem því ber samkvæmt lögum og mannréttindasamningum og áréttað er sérstaklega í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið fullgilti sl. haust og skuldbatt sig þar með til að virða og framfylgja framfylgja.“
Tengdar fréttir Vistmenn af Kópavogshæli búa enn í sama húsi Kópavogsbær þjónustar ekki alla fatlaða einstaklinga sem búa í Kópavogi. Ennþá búa átta manns, sem áður voru á Kópavoghæli sem börn, á þjónustuheimili við Kópavogsbraut, sem Áss styrktarfélag rekur samkvæmt samningi við Landsspítalann. Þau urðu eftir við yfirfærslu málaflokksins til Kópavogsbæjar. 12. febrúar 2017 21:30 Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15 Bjarni biður þá sem vistaðir voru á Kópavogshæli og fjölskyldur þeirra afsökunar „Það er erfitt, en nauðsynlegt, að horfast í augu við það hversu slæmar aðstæður fatlaðra einstaklinga, barna og fullorðinna, voru á Kópavogshælinu.“ 10. febrúar 2017 16:03 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Vistmenn af Kópavogshæli búa enn í sama húsi Kópavogsbær þjónustar ekki alla fatlaða einstaklinga sem búa í Kópavogi. Ennþá búa átta manns, sem áður voru á Kópavoghæli sem börn, á þjónustuheimili við Kópavogsbraut, sem Áss styrktarfélag rekur samkvæmt samningi við Landsspítalann. Þau urðu eftir við yfirfærslu málaflokksins til Kópavogsbæjar. 12. febrúar 2017 21:30
Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15
Bjarni biður þá sem vistaðir voru á Kópavogshæli og fjölskyldur þeirra afsökunar „Það er erfitt, en nauðsynlegt, að horfast í augu við það hversu slæmar aðstæður fatlaðra einstaklinga, barna og fullorðinna, voru á Kópavogshælinu.“ 10. febrúar 2017 16:03