ISAVIA segir þjónustu ekki skerta á Vestmannaeyjaflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2017 12:46 Vestmannaeyjaflugvöllur. Vísir/Óskar Friðriksson Framkvæmdastjóri flugvallasviðs hjá ISAVIA segir þjónustu á Vestmannaeyjaflugvelli ekki verða skerta þótt félagið hafi ákveðið að segja upp tveimur af fimm starfsmönnum flugvallarins í Eyjum. Bæjarstjórinn krefst þess að þingmenn kjördæmisins blandi sér í málið. ISAVIA hefur haft fimm starfsmenn á Vestmannaeyjaflugvelli sem allir eru þjálfaðir til að sjá um flugleiðsögu, hreinsun flugbrauta og önnur verk sem tilheyra rekstri flugvallarins. Nú hefur tveimur af þessum fimm starfsmönnum verið sagt upp störfum og segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja í Fréttablaðinu í dag að augljóslega sé verið að skerða þjónustu við íbúa bæjarins. Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri flugvallasviðs ISAVIA segir svo ekki vera. Verið sé að bregðast við fækkun farþega sem fari um flugvöllinn en þeim hafi fækkað mikið. „Mjög skarpt þegar Landeyjahöfn var byggð. Þannig að við erum raunverulega að flytja þjónustustigið á Vestmannaeyjaflugvelli yfir á svipað þjónustustig og er á öðrum flugvöllum. Eins og á Hornafirði og Húsavík þar sem sambærilegur farþegafjöldi er að fara um völlinn,“ segir Jón Karl.Vestmannaeyjaflugvöllur.Vísir/Óskar FriðrikssonFarþegum hafi fækkað frá árinu 2010 úr um 55 þúsund í nítján þúsund í fyrra. Jón Karl segir alltaf leiðinlegt að grípa til uppsagna en þeir þrír starfsmenn sem eftir verði hafi þjálfun til að sinna öllum nauðsynlegum störfum á flugvellinum.Bæjarstjóri Vestmannaeyja gefur í skyn að með þessu sé verið að minnka þjónustuna á Vestmannaeyjaflugvelli. Getur þú tekið undir það?„Nei, sem betur fer er það nú ekki. Því opnunartíminn verður nákvæmlega sá sami og það á að vera alveg sama þjónusta á flugvellinum. Við erum að breyta aðeins vaktafyrirkomulagi og fækka mönnum á vakt hverju sinni. En völlurinn er opinn. Eins og ég sagði áðan þá er þetta sambærileg þjónusta og er á sambærilegum flugvöllum,“ segir Jón Karl. Elliði bæjarstjóri segir í Fréttablaðinu í dag að hann ætlist til að þingmenn kjördæmisins „vindi ofan af þeirri ógn sem fólgin sé ím ákvörðun ISAVIA eigi síðar en strax.“ Jón Karl segir ISAVIA hafa verið í viðræðum við Vestmannaeyjabæ því félagið vilji sjá Vestmannaeyjaflugvöll vaxa og dafna á ný. „Við viljum gjarnan auka samstarfið við bæði bæjaryfirvöld og ferðaþjónustuaðila á svæðinu um að reyna að ná til baka farþegum. Þannig að við getum aftur farið að sjá aukningu á flugi inn til Vestmannaeyja.“Þannig að þau flugfélög sem eru nú þegar að fljúga til Vestmannaeyja verða ekki fyrir þjónustuskerðingu?„Það á ekki að verða, nei. Þeir vita af þessum breytingum. Þetta er gert í samstarfi við þá. En þessi aðgerð er alltaf jafn erfið og leiðinleg þegar þarf að grípa til svona aðgerða hvar sem er,“ segir Jón Karl Ólafsson. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vestmannaeyingar harma fækkun á flugvellinum Eyjamenn mótmæla ákvörðun ISAVIA harðlega að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri flugvallasviðs hjá ISAVIA segir þjónustu á Vestmannaeyjaflugvelli ekki verða skerta þótt félagið hafi ákveðið að segja upp tveimur af fimm starfsmönnum flugvallarins í Eyjum. Bæjarstjórinn krefst þess að þingmenn kjördæmisins blandi sér í málið. ISAVIA hefur haft fimm starfsmenn á Vestmannaeyjaflugvelli sem allir eru þjálfaðir til að sjá um flugleiðsögu, hreinsun flugbrauta og önnur verk sem tilheyra rekstri flugvallarins. Nú hefur tveimur af þessum fimm starfsmönnum verið sagt upp störfum og segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja í Fréttablaðinu í dag að augljóslega sé verið að skerða þjónustu við íbúa bæjarins. Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri flugvallasviðs ISAVIA segir svo ekki vera. Verið sé að bregðast við fækkun farþega sem fari um flugvöllinn en þeim hafi fækkað mikið. „Mjög skarpt þegar Landeyjahöfn var byggð. Þannig að við erum raunverulega að flytja þjónustustigið á Vestmannaeyjaflugvelli yfir á svipað þjónustustig og er á öðrum flugvöllum. Eins og á Hornafirði og Húsavík þar sem sambærilegur farþegafjöldi er að fara um völlinn,“ segir Jón Karl.Vestmannaeyjaflugvöllur.Vísir/Óskar FriðrikssonFarþegum hafi fækkað frá árinu 2010 úr um 55 þúsund í nítján þúsund í fyrra. Jón Karl segir alltaf leiðinlegt að grípa til uppsagna en þeir þrír starfsmenn sem eftir verði hafi þjálfun til að sinna öllum nauðsynlegum störfum á flugvellinum.Bæjarstjóri Vestmannaeyja gefur í skyn að með þessu sé verið að minnka þjónustuna á Vestmannaeyjaflugvelli. Getur þú tekið undir það?„Nei, sem betur fer er það nú ekki. Því opnunartíminn verður nákvæmlega sá sami og það á að vera alveg sama þjónusta á flugvellinum. Við erum að breyta aðeins vaktafyrirkomulagi og fækka mönnum á vakt hverju sinni. En völlurinn er opinn. Eins og ég sagði áðan þá er þetta sambærileg þjónusta og er á sambærilegum flugvöllum,“ segir Jón Karl. Elliði bæjarstjóri segir í Fréttablaðinu í dag að hann ætlist til að þingmenn kjördæmisins „vindi ofan af þeirri ógn sem fólgin sé ím ákvörðun ISAVIA eigi síðar en strax.“ Jón Karl segir ISAVIA hafa verið í viðræðum við Vestmannaeyjabæ því félagið vilji sjá Vestmannaeyjaflugvöll vaxa og dafna á ný. „Við viljum gjarnan auka samstarfið við bæði bæjaryfirvöld og ferðaþjónustuaðila á svæðinu um að reyna að ná til baka farþegum. Þannig að við getum aftur farið að sjá aukningu á flugi inn til Vestmannaeyja.“Þannig að þau flugfélög sem eru nú þegar að fljúga til Vestmannaeyja verða ekki fyrir þjónustuskerðingu?„Það á ekki að verða, nei. Þeir vita af þessum breytingum. Þetta er gert í samstarfi við þá. En þessi aðgerð er alltaf jafn erfið og leiðinleg þegar þarf að grípa til svona aðgerða hvar sem er,“ segir Jón Karl Ólafsson.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vestmannaeyingar harma fækkun á flugvellinum Eyjamenn mótmæla ákvörðun ISAVIA harðlega að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Sjá meira
Vestmannaeyingar harma fækkun á flugvellinum Eyjamenn mótmæla ákvörðun ISAVIA harðlega að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 15. febrúar 2017 07:00