Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Wolfsburg þegar liðið vann öruggan 4-1 sigur á Sand í dag.
Með sigrinum minnkaði Wolfsburg forskot Potsdam á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar niður í eitt stig. Potsdam á þó leik til góða á Wolfsburg.
Sara var í byrjunarliði Wolfsburg í dag. Liðið var 2-0 yfir í hálfleik þökk sé mörkum Löru Dickenmann og Tessu Wullaert.
Sand skoraði sjálfsmark á 56. mínútu og sex mínútum síðar skoraði Sara fjórða mark Wolfsburg.
Þetta var hennar fyrsta mark fyrir liðið í þýsku deildinni en hún var áður búin að skora eitt mark í Meistaradeild Evrópu.
