Hótelrekstur í uppnám ef bóndi lokar á vatnið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Hótel Reykjanes, sem tekur 120 gesti, er í Súðavíkurhreppi en stendur á landi í eigu Ísafjarðarbæjar. Jarðhiti er á staðnum en neysluvatn kemur úr landi Reykjarfjarðar. vísir/pjetur Jón Heiðar Guðjónsson, eigandi Hótels Reykjaness í Ísafjarðardjúpi, segist standa frammi fyrir því að geta fyrirvaralaust misst neysluvatn vegna afstöðu eiganda jarðarinnar Reykjarfjarðar. Þetta kemur fram í bréfi þar sem Jón Heiðar leitar ásjár Súðavíkurhrepps og Ísafjarðarbæjar. „Vegna þessa máls lítum við svo á að okkar rekstur sé uppnámi og geti fyrirvaralaust stöðvast. Stór hluti bókana fyrir sumarið 2017 hefur þegar átt sér stað og því óhugsandi að lenda í rekstrarstöðvun,“ segir í bréfi Jóns Heiðars til sveitarfélaganna tveggja. Jón Heiðar segist í samtali við Fréttablaðið ekki vilja tjá sig um málið og ekki hefur náðst tal af Salvari Hákonarsyni, eiganda Reykjarfjarðar. Hins vegar má lesa að nokkru leyti um málavexti í fyrrnefndu bréfi Jóns Heiðars og tveimur bréfum Salvars til Ferðaþjónustunnar Reykjanesi. Salvar segir í bréfi frá því í síðasta mánuði að bann sem hann hafi sett í maí 2015 við framkvæmdum á vatnsverndarsvæðinu hafi ekki verið virt. Hann hafi því ákveðið að öllum utanaðkomandi aðilum séu óheimil vatnsafnot í landi Reykjarfjarðar og taki sú ákvörðun strax gildi. „Því miður hefur Ferðaþjónustan Reykjanesi ehf. haft með höndum framkvæmdir og jarðrask á svæðinu sem hvorki hefur verið leyfi fyrir eða samþykki landeigenda,“ segir í bréfi Salvars sem kveður Ferðaþjónustuna þannig vera að nýta landgæði annarra og um leið að valda „óbætanlegu tjóni á viðkvæmu svæði“. Í erindi Jóns Heiðars til sveitarfélaganna tveggja segir hins vegar að engar framkvæmdir hafi verið við vatnsbólið á svæðinu frá árunum 2003 og 2004 fyrir utan þrif á vatnstanki. Jón Heiðar segir að þegar Reykjanesskóli hafi verið í byggingunni sem nú hýsir hótelið hafi ríkið kostað vatnslögnina, sennilega á áttunda áratug síðustu aldar. Þegar eignin hafi verið keypt af ríkinu árið 2002 hafi verið sagt frá samkomulagi við föður Salvars, þáverandi bónda í Reykjarfirði, um gjaldfrjáls afnot af neysluvatninu gegn því að heimilisfólkið í Reykjarfirði fengi endurgjaldslaus afnot af heitum böðum og sundlaug í Reykjanesi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Jón Heiðar Guðjónsson, eigandi Hótels Reykjaness í Ísafjarðardjúpi, segist standa frammi fyrir því að geta fyrirvaralaust misst neysluvatn vegna afstöðu eiganda jarðarinnar Reykjarfjarðar. Þetta kemur fram í bréfi þar sem Jón Heiðar leitar ásjár Súðavíkurhrepps og Ísafjarðarbæjar. „Vegna þessa máls lítum við svo á að okkar rekstur sé uppnámi og geti fyrirvaralaust stöðvast. Stór hluti bókana fyrir sumarið 2017 hefur þegar átt sér stað og því óhugsandi að lenda í rekstrarstöðvun,“ segir í bréfi Jóns Heiðars til sveitarfélaganna tveggja. Jón Heiðar segist í samtali við Fréttablaðið ekki vilja tjá sig um málið og ekki hefur náðst tal af Salvari Hákonarsyni, eiganda Reykjarfjarðar. Hins vegar má lesa að nokkru leyti um málavexti í fyrrnefndu bréfi Jóns Heiðars og tveimur bréfum Salvars til Ferðaþjónustunnar Reykjanesi. Salvar segir í bréfi frá því í síðasta mánuði að bann sem hann hafi sett í maí 2015 við framkvæmdum á vatnsverndarsvæðinu hafi ekki verið virt. Hann hafi því ákveðið að öllum utanaðkomandi aðilum séu óheimil vatnsafnot í landi Reykjarfjarðar og taki sú ákvörðun strax gildi. „Því miður hefur Ferðaþjónustan Reykjanesi ehf. haft með höndum framkvæmdir og jarðrask á svæðinu sem hvorki hefur verið leyfi fyrir eða samþykki landeigenda,“ segir í bréfi Salvars sem kveður Ferðaþjónustuna þannig vera að nýta landgæði annarra og um leið að valda „óbætanlegu tjóni á viðkvæmu svæði“. Í erindi Jóns Heiðars til sveitarfélaganna tveggja segir hins vegar að engar framkvæmdir hafi verið við vatnsbólið á svæðinu frá árunum 2003 og 2004 fyrir utan þrif á vatnstanki. Jón Heiðar segir að þegar Reykjanesskóli hafi verið í byggingunni sem nú hýsir hótelið hafi ríkið kostað vatnslögnina, sennilega á áttunda áratug síðustu aldar. Þegar eignin hafi verið keypt af ríkinu árið 2002 hafi verið sagt frá samkomulagi við föður Salvars, þáverandi bónda í Reykjarfirði, um gjaldfrjáls afnot af neysluvatninu gegn því að heimilisfólkið í Reykjarfirði fengi endurgjaldslaus afnot af heitum böðum og sundlaug í Reykjanesi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira