Skora á stjórnvöld að koma að lausn sjómannadeilunnar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 12:42 Bæjarstjórarnir lýsa yfir þungum áhyggjum. Vísir/Vilhelm Skaðinn af verkfalli sjómanna er orðinn meiri en ásættanlegt er og því verða deiluaðilar að ná saman og semja fljótt, segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Sturlu Böðvarssyni, bæjarstjóra Stykkishólms og Þorsteini Steinssyni, bæjarstjóra Grundarfjarðar, um verkfall sjómanna. Þeir skora á stjórnvöld að koma að lausn deilunnar. Þeir lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála og segja að stjórnvöld verði að koma með lausn mála með öllum tiltækum ráðum svo samningar náist fljótt. Ástand af þessu tagi geti ekki gengið mikið lengur. „Afkoma margra fyrirtækja í sjávarútvegi og þjónustugreinum við hann hefur orðið fyrir verulegum samdrætti og jafnvel erfiðleikum í rekstri sem beint tengist verkfallinu. Ekki síður reynir ástand þetta á almennan launþega sem hefur atvinnu af fiskvinnslu og veiðum. Kostnaður heimilanna stöðvast ekki þó verkfall sé í gangi,“ segir í yfirlýsingunni. Rekstur sjávarþorpa vítt og breytt um landið finni einnig verulega fyrir samdrætti í tekjum vegna minni útsvarstekna en áætlað hafði verið miðað við eðlilegt atvinnuástand. Þá sé líklegt að markaðir sem íslenskur fiskur hefur verið seldur á skaðist verði verkfallið ekki leyst. „Tjón landsins alls er því mikið vegna áframhaldandi verkfalls.“ Að lokum skora bæjarstjórarnir á stjórnvöld að bregðast við. „Ráðherra sjávarútvegsmála og ríkisstjórnin verður að koma að lausn deilunnar takist samningsaðilum ekki að ná lendingu í samningum sín á milli næstu daga. Skorað er á deiluaðila og stjórnvöld að vinna hratt að samkomulagi í yfirstandandi kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna.“ Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Skaðinn af verkfalli sjómanna er orðinn meiri en ásættanlegt er og því verða deiluaðilar að ná saman og semja fljótt, segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Sturlu Böðvarssyni, bæjarstjóra Stykkishólms og Þorsteini Steinssyni, bæjarstjóra Grundarfjarðar, um verkfall sjómanna. Þeir skora á stjórnvöld að koma að lausn deilunnar. Þeir lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála og segja að stjórnvöld verði að koma með lausn mála með öllum tiltækum ráðum svo samningar náist fljótt. Ástand af þessu tagi geti ekki gengið mikið lengur. „Afkoma margra fyrirtækja í sjávarútvegi og þjónustugreinum við hann hefur orðið fyrir verulegum samdrætti og jafnvel erfiðleikum í rekstri sem beint tengist verkfallinu. Ekki síður reynir ástand þetta á almennan launþega sem hefur atvinnu af fiskvinnslu og veiðum. Kostnaður heimilanna stöðvast ekki þó verkfall sé í gangi,“ segir í yfirlýsingunni. Rekstur sjávarþorpa vítt og breytt um landið finni einnig verulega fyrir samdrætti í tekjum vegna minni útsvarstekna en áætlað hafði verið miðað við eðlilegt atvinnuástand. Þá sé líklegt að markaðir sem íslenskur fiskur hefur verið seldur á skaðist verði verkfallið ekki leyst. „Tjón landsins alls er því mikið vegna áframhaldandi verkfalls.“ Að lokum skora bæjarstjórarnir á stjórnvöld að bregðast við. „Ráðherra sjávarútvegsmála og ríkisstjórnin verður að koma að lausn deilunnar takist samningsaðilum ekki að ná lendingu í samningum sín á milli næstu daga. Skorað er á deiluaðila og stjórnvöld að vinna hratt að samkomulagi í yfirstandandi kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna.“
Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira