Bjarni segir fráleitt að skýrslan hafi verið mikilvæg í aðdraganda kosninga Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 12:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. vísir/ernir Forsætisráðherra segir algjörlega fráleitt að upplýsingar í nýrri skýrslu um Leiðréttinguna hafi verið mikilvægar í umræðu í aðdraganda kosninga. Hann hafnar ásökunum stjórnarandstöðunnar um svindl og blekkingar en viðurkennir að það hafi tekið of langan tíma að koma upplýsingunum á framfæri. Skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána eða Leiðréttinguna var tilbúin um miðjan október í fyrra en ekki birt fyrr en 18. janúar.Svindl og blekkingar Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu forsætisráðherra og þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra harðlega á Alþingi fyrr í vikunni. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði Bjarna hafa haldið bæði skýrslunni um Leiðréttinguna og skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum vísvitandi leyndum í aðdraganda kosninga. Hann hefði í raun beitt þjóð og þing blekkingum. Þá var forsætisráðherra sakaður um svindl. „Ég lít á þennan atburð sem svindl. Ég lít á það þannig að hæstvirtur forsætisráðherra hafi snúið á þingið og þjóðina með því að fela þessar skýrslur,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Tók of langan tíma Skýrslan um Leiðréttinguna, sem er átta blaðsíður, var unnin á grundvelli skýrslubeiðnar þingmanna en hún tók um 19 mánuði í vinnslu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir vinnslu á þessu svari hafa tekið tekið of langan tíma í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. „Það verður að hafa það í huga hér að fyrirspurnir, þær renna út sem sagt þegar að þingstörfum lýkur. Þess vegna var það rétt hjá fjármálaráðuneytinu, þar sem að upplýsingarnar voru komnar fram í ráðuneytið eða voru tilbúnar, að koma þessu á framfæri í skýrsluformi. En að öðru leyti kann ég nú ekki vel skýringu á því hvers vegna þetta tók þetta langan tíma,“ segir Bjarni.Ríkisstjórnin stolt af Leiðréttingunni Hann segir ekkert varðandi þessa upplýsingagjöf vera svindl eða blekkingar. „En ég ætla hins vegar ekki að gera lítið úr því að það hefur því miður tekið of langan í þessu tiltekna máli að taka saman upplýsingarnar. Svo getum við tekið aðra sérstaka umræðu um það hvaða þýðingu þau svör hefðu haft í einhverju stóra samhengi hlutanna. Mér finnst algjörlega fráleitt að menn séu að tengja þetta við umræðu sem að hafi verið mikilvæg fyrir kosningar. Vegna þess að ríkisstjórnin sem að þá var, hún vildi allt gera til að koma umræðu um Leiðréttinguna á dagskrá, enda stolt af þeirri aðgerð,“ segir Bjarni. Tengdar fréttir Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar að undanskilinni einni efnisgrein Skýrsla um skiptingu skuldaleiðréttingarinnar, sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks stóð fyrir, var tilbúin um miðjan október en hún var ekki birt fyrr en 18. janúar í síðustu viku inn á vef Fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Þá höfðu liðið þrír mánuðir frá því að skýrslan var tilbúin. 28. janúar 2017 12:33 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Forsætisráðherra segir algjörlega fráleitt að upplýsingar í nýrri skýrslu um Leiðréttinguna hafi verið mikilvægar í umræðu í aðdraganda kosninga. Hann hafnar ásökunum stjórnarandstöðunnar um svindl og blekkingar en viðurkennir að það hafi tekið of langan tíma að koma upplýsingunum á framfæri. Skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána eða Leiðréttinguna var tilbúin um miðjan október í fyrra en ekki birt fyrr en 18. janúar.Svindl og blekkingar Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu forsætisráðherra og þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra harðlega á Alþingi fyrr í vikunni. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði Bjarna hafa haldið bæði skýrslunni um Leiðréttinguna og skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum vísvitandi leyndum í aðdraganda kosninga. Hann hefði í raun beitt þjóð og þing blekkingum. Þá var forsætisráðherra sakaður um svindl. „Ég lít á þennan atburð sem svindl. Ég lít á það þannig að hæstvirtur forsætisráðherra hafi snúið á þingið og þjóðina með því að fela þessar skýrslur,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Tók of langan tíma Skýrslan um Leiðréttinguna, sem er átta blaðsíður, var unnin á grundvelli skýrslubeiðnar þingmanna en hún tók um 19 mánuði í vinnslu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir vinnslu á þessu svari hafa tekið tekið of langan tíma í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. „Það verður að hafa það í huga hér að fyrirspurnir, þær renna út sem sagt þegar að þingstörfum lýkur. Þess vegna var það rétt hjá fjármálaráðuneytinu, þar sem að upplýsingarnar voru komnar fram í ráðuneytið eða voru tilbúnar, að koma þessu á framfæri í skýrsluformi. En að öðru leyti kann ég nú ekki vel skýringu á því hvers vegna þetta tók þetta langan tíma,“ segir Bjarni.Ríkisstjórnin stolt af Leiðréttingunni Hann segir ekkert varðandi þessa upplýsingagjöf vera svindl eða blekkingar. „En ég ætla hins vegar ekki að gera lítið úr því að það hefur því miður tekið of langan í þessu tiltekna máli að taka saman upplýsingarnar. Svo getum við tekið aðra sérstaka umræðu um það hvaða þýðingu þau svör hefðu haft í einhverju stóra samhengi hlutanna. Mér finnst algjörlega fráleitt að menn séu að tengja þetta við umræðu sem að hafi verið mikilvæg fyrir kosningar. Vegna þess að ríkisstjórnin sem að þá var, hún vildi allt gera til að koma umræðu um Leiðréttinguna á dagskrá, enda stolt af þeirri aðgerð,“ segir Bjarni.
Tengdar fréttir Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar að undanskilinni einni efnisgrein Skýrsla um skiptingu skuldaleiðréttingarinnar, sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks stóð fyrir, var tilbúin um miðjan október en hún var ekki birt fyrr en 18. janúar í síðustu viku inn á vef Fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Þá höfðu liðið þrír mánuðir frá því að skýrslan var tilbúin. 28. janúar 2017 12:33 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar að undanskilinni einni efnisgrein Skýrsla um skiptingu skuldaleiðréttingarinnar, sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks stóð fyrir, var tilbúin um miðjan október en hún var ekki birt fyrr en 18. janúar í síðustu viku inn á vef Fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Þá höfðu liðið þrír mánuðir frá því að skýrslan var tilbúin. 28. janúar 2017 12:33