SFS segir sjómenn hafa komið með nýja kröfu inn í deiluna Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2017 13:37 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir Samninganefnd sjómanna kom með kröfu um rannsókn á fiskverði erlendra uppsjávarskipa á fundi með samninganefnd útgerðarmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Fundurinn var árangurslaus og voru deiluaðilar settir í fjölmiðlabann af ríkissáttasemjara eftir fundinn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu fréttabréf á félagsmenn sína eftir fundinn í gær þar sem kemur fram að sjómannasamtökin hefðu komið með nýja kröfu inn í deiluna sem kveður á um rannsókn á fiskverði erlendra uppsjávarskipa.Ekki komið til umræðu áður „Staða viðræðna hefur verið mjög þung og ábyrgð aðila er mikil. Hin nýja krafa hefur ekki komið til umræðu áður. Framlagning hennar er því með öllu ábyrgðarlaus og síst til þess fallin að færa aðila nær kjarasamningi. Þessi ákvörðun sjómannasamtakanna sýnir í verki algert viljaleysi til að ná farsælli lendingu í kjaraviðræðum sem eru á viðkvæmu stigi og hafa valdið ómældu tjóni,“ segir í fréttabréfi SFS til félagsmanna sinna. Þar er spurt hvers háttar ágreiningur valdi því að samningar takist ekki. SFS segir samninganefnd sjómanna hafa komið fram með fimm kröfur til viðbótar eftir að sjómenn felldu samninga öðru sinni 14. desember síðastliðinn. SFS segir kröfurnar fimm vera eftirfarandi:Sjómannaafsláttur sem felldur var niður af stjórnvöldum yrði bættur af sjávarútvegsfyrirtækjumOlíuverðsviðmiði yrði breyttFrítt fæðiFrír vinnufatnaðurFrí fjarskipti8 prósenta launahækkun SFS segir kröfur sjómanna í raun fela í sér kröfu um átta prósenta hækkun launa en samtökin segja í fréttabréfinu launahlutfall útgerða í dag um 30 – 50 prósent. „Á frystitogurum, línubátum og dragnótabátum er launahlutfallið nær 50% Af 10 fiskum sem þessi skip draga að landi fá sjómenn 5 fiska. Hlutfall sem þegar er of hátt verður því enn hærra, með þeim afleiðingum að rekstur verður ekki lífvænlegur til framtíðar. Fækkun í þessum útgerðarflokkum er þegar áhyggjuefni, en henni verður hraðað enn frekar ef fallist er á kröfur sjómanna. Kröfur sjómanna munu því draga úr fjölbreytileika sjávarútvegs til framtíðar. Af þeim sökum er ekki á þær fallist,“ segir í fréttabréfinu. Eftir að slitnaði upp úr fundinum í gær var ekki ákveðinn annar fundur af hálfu ríkissáttasemjara sem þarf þó lögum samkvæmt að boða til nýs fundar innan tveggja vikna. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli Formaður Sjómannasambands Íslands segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. Þeir muni ekki kvika frá sínum kröfum. 4. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira
Samninganefnd sjómanna kom með kröfu um rannsókn á fiskverði erlendra uppsjávarskipa á fundi með samninganefnd útgerðarmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Fundurinn var árangurslaus og voru deiluaðilar settir í fjölmiðlabann af ríkissáttasemjara eftir fundinn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu fréttabréf á félagsmenn sína eftir fundinn í gær þar sem kemur fram að sjómannasamtökin hefðu komið með nýja kröfu inn í deiluna sem kveður á um rannsókn á fiskverði erlendra uppsjávarskipa.Ekki komið til umræðu áður „Staða viðræðna hefur verið mjög þung og ábyrgð aðila er mikil. Hin nýja krafa hefur ekki komið til umræðu áður. Framlagning hennar er því með öllu ábyrgðarlaus og síst til þess fallin að færa aðila nær kjarasamningi. Þessi ákvörðun sjómannasamtakanna sýnir í verki algert viljaleysi til að ná farsælli lendingu í kjaraviðræðum sem eru á viðkvæmu stigi og hafa valdið ómældu tjóni,“ segir í fréttabréfi SFS til félagsmanna sinna. Þar er spurt hvers háttar ágreiningur valdi því að samningar takist ekki. SFS segir samninganefnd sjómanna hafa komið fram með fimm kröfur til viðbótar eftir að sjómenn felldu samninga öðru sinni 14. desember síðastliðinn. SFS segir kröfurnar fimm vera eftirfarandi:Sjómannaafsláttur sem felldur var niður af stjórnvöldum yrði bættur af sjávarútvegsfyrirtækjumOlíuverðsviðmiði yrði breyttFrítt fæðiFrír vinnufatnaðurFrí fjarskipti8 prósenta launahækkun SFS segir kröfur sjómanna í raun fela í sér kröfu um átta prósenta hækkun launa en samtökin segja í fréttabréfinu launahlutfall útgerða í dag um 30 – 50 prósent. „Á frystitogurum, línubátum og dragnótabátum er launahlutfallið nær 50% Af 10 fiskum sem þessi skip draga að landi fá sjómenn 5 fiska. Hlutfall sem þegar er of hátt verður því enn hærra, með þeim afleiðingum að rekstur verður ekki lífvænlegur til framtíðar. Fækkun í þessum útgerðarflokkum er þegar áhyggjuefni, en henni verður hraðað enn frekar ef fallist er á kröfur sjómanna. Kröfur sjómanna munu því draga úr fjölbreytileika sjávarútvegs til framtíðar. Af þeim sökum er ekki á þær fallist,“ segir í fréttabréfinu. Eftir að slitnaði upp úr fundinum í gær var ekki ákveðinn annar fundur af hálfu ríkissáttasemjara sem þarf þó lögum samkvæmt að boða til nýs fundar innan tveggja vikna.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli Formaður Sjómannasambands Íslands segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. Þeir muni ekki kvika frá sínum kröfum. 4. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira
„Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34
Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15
Sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli Formaður Sjómannasambands Íslands segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. Þeir muni ekki kvika frá sínum kröfum. 4. febrúar 2017 12:00