Innlent

Segja SFS nota tillögu sjómanna til að setja samningaviðræður í hnút

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Samningaviðræður eru í hnút.
Samningaviðræður eru í hnút. Vísir
Sjómannasamband Íslands telur að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafi greint frá bókun fulltrúa sjómanna eftir að fjölmiðlabann var sett á deiluaðila til þess að setja samningaviðræður í hnút.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjómannasambandi Íslands en sáttafundi var slitið á föstudaginn. Ríkissáttasemjara ákvað á fundinum að setja sjómanna og útgerðarmanna í fjölmiðlabann.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu hins vegar frá sér fréttabréf eftir fundinn þar sem greint var frá kröfu sjómanna um rannsókn á fiskverði erlendra uppsjávarskipa.

„Sáttaemjari hafði varla lokið máli sínu þegar SFS greinir frá bókun sem fulltrúar sjómanna settu fram. SFS gerir því skóna að bókunin sé í raun ný krafa frá sjómönnum. Og að sjómenn vilji ekki semja“, segir í tilkynningunni.

Sjá einnig: SFS segir sjómenn hafa komið með nýja kröfu inn í deiluna

Þar segir einnig að með umræddri bókun hafi sjómenn viljað leita eftir stuðningi til SFS að leita skýringa á mismun á verði á uppsjávarfiski í Noregi og á Íslandi sem hefur verið talsverður og óútskýrður. Þá segir einnig að þessi munur hafi skapað tortryggni á milli deiluaðila.

Í fréttabréfi SFS sagði að þessi krafa hafði ekki komið til umræðu áður og að framlagning hennar væri ekki til þess fallin til þess að færa deiluaðila nær samningum.

Þessu vísa sjómenn á bug og segja að síðasti samningur sem var felldur hafi falið í sér nálgun á þessi mál í bókun um upplýsingaskyldu útgerða um hvernig verð myndast til sjómanna.

Þá segja sjómenn að útspil SFS hafi verið til þess fallið til þess að varpa sökinni á viðræðuslitum yfir á þá.

„Ekki er annað að sjá en að SFS hafi gripið þessa tillögu fulltrúa sjómanna fegins hendi sem hálmstrá til að setja samningaviðræður í hnút og kenna fulltrúum sjómanna um að ósekju.“


Tengdar fréttir

Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna

Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×