Undirbýr bætur fyrir þá sem eru á lífi Snærós Sindradóttir skrifar 9. febrúar 2017 07:00 Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vegna vistheimila. vísir/gva Undirbúningur er að hefjast til að greiða þeim vistmönnum á Kópavogshæli, sem eru enn á lífi, bætur fyrir þá vanrækslu sem þeir þurftu að sæta. Vistheimilanefnd telur að hundrað börn, sem vistuð voru á Kópavogshæli, séu enn á lífi. Samkvæmt lögum um sanngirnisbætur verða ákveðin skilyrði að vera fyrir hendi til að einstaklingur eigi rétt á bótum. Einstaklingur verður að hafa orðið fyrir illri meðferð eða ofbeldi meðan á vistuninni stóð sem olli viðkomandi varanlegum skaða. Með því er átt við refsiverða líkamlega valdbeitingu eða valdbeitingu þar sem óþarfa sársauka var valdið. Ógnandi eða niðurlægjandi athöfn gagnvart barni eða athafnir sem eru til þess fallnar að misbjóða barni eða vanrækja uppeldi þess þannig að líkamleg og andleg heilsa þess sé hætt búin. Upphæð sanngirnisbóta miðast við alvarleika ofbeldisins. Hámark þeirra er 6 milljónir króna. Guðrún Ögmundsdóttir hefur það hlutverk að fara yfir skýrsluna og aðstoða þá vistmenn sem mögulega eiga rétt á bótum við að útbúa bótakröfu og skila inn viðhlýtandi gögnum þess efnis. Starfsmenn sýslumanns koma svo til með að fara yfir skýrsluna og gera þessum hundrað einstaklingum, eða hluta þeirra, tilboð um bætur. „Ég vissi alveg að niðurstaðan gæti orðið mjög alvarleg. Nú þarf ég bara að leggjast yfir skýrsluna og breyta vinnulaginu því þetta er öðruvísi hópur. Ef þú ert með fólk sem getur lítið tjáð sig þarf að finna aðrar leiðir.“ Nú þegar liggur fyrir að 80 milljónir eru til reiðu í sanngirnisbætur. Ekki er útilokað að aukafjárveiting verði sótt í ríkissjóð svo hækka megi bæturnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Uppfært 10:20: Í upphaflegri frétt stóð að Guðrún Ögmundsdóttir tæki ákvörðun um bætur til vistmanna á Kópavogshæli. Hið rétta er að hún er tengiliður stjórnvalda við þessa einstaklinga og kemur til með að gera tillögu um áframhald málsins og aðstoða við bótakröfu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kalla eftir bótakröfum fórnarlamba í skólum Fyrrverandi nemendur Heyrnleysingjaskólans fyrir árið 1947 og eftir 1992 geta nú sótt um sanngirnisbætur úr ríkissjóði vegna illrar meðferðar í skólanum. Einnig er kallað eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda í Landakotsskóla. 23. febrúar 2016 07:00 Nærri 80 fórnarlömb vilja sanngirnisbætur Stefnt er að því að niðurstaða um bótagreiðslur til fyrrverandi nemenda Landakotsskóla og nemenda Heyrnleysingjaskólans fyrir 1947 og eftir 1992 vegna illrar meðferðar liggi fyrir í ágúst. 1. júlí 2016 05:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Undirbúningur er að hefjast til að greiða þeim vistmönnum á Kópavogshæli, sem eru enn á lífi, bætur fyrir þá vanrækslu sem þeir þurftu að sæta. Vistheimilanefnd telur að hundrað börn, sem vistuð voru á Kópavogshæli, séu enn á lífi. Samkvæmt lögum um sanngirnisbætur verða ákveðin skilyrði að vera fyrir hendi til að einstaklingur eigi rétt á bótum. Einstaklingur verður að hafa orðið fyrir illri meðferð eða ofbeldi meðan á vistuninni stóð sem olli viðkomandi varanlegum skaða. Með því er átt við refsiverða líkamlega valdbeitingu eða valdbeitingu þar sem óþarfa sársauka var valdið. Ógnandi eða niðurlægjandi athöfn gagnvart barni eða athafnir sem eru til þess fallnar að misbjóða barni eða vanrækja uppeldi þess þannig að líkamleg og andleg heilsa þess sé hætt búin. Upphæð sanngirnisbóta miðast við alvarleika ofbeldisins. Hámark þeirra er 6 milljónir króna. Guðrún Ögmundsdóttir hefur það hlutverk að fara yfir skýrsluna og aðstoða þá vistmenn sem mögulega eiga rétt á bótum við að útbúa bótakröfu og skila inn viðhlýtandi gögnum þess efnis. Starfsmenn sýslumanns koma svo til með að fara yfir skýrsluna og gera þessum hundrað einstaklingum, eða hluta þeirra, tilboð um bætur. „Ég vissi alveg að niðurstaðan gæti orðið mjög alvarleg. Nú þarf ég bara að leggjast yfir skýrsluna og breyta vinnulaginu því þetta er öðruvísi hópur. Ef þú ert með fólk sem getur lítið tjáð sig þarf að finna aðrar leiðir.“ Nú þegar liggur fyrir að 80 milljónir eru til reiðu í sanngirnisbætur. Ekki er útilokað að aukafjárveiting verði sótt í ríkissjóð svo hækka megi bæturnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Uppfært 10:20: Í upphaflegri frétt stóð að Guðrún Ögmundsdóttir tæki ákvörðun um bætur til vistmanna á Kópavogshæli. Hið rétta er að hún er tengiliður stjórnvalda við þessa einstaklinga og kemur til með að gera tillögu um áframhald málsins og aðstoða við bótakröfu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kalla eftir bótakröfum fórnarlamba í skólum Fyrrverandi nemendur Heyrnleysingjaskólans fyrir árið 1947 og eftir 1992 geta nú sótt um sanngirnisbætur úr ríkissjóði vegna illrar meðferðar í skólanum. Einnig er kallað eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda í Landakotsskóla. 23. febrúar 2016 07:00 Nærri 80 fórnarlömb vilja sanngirnisbætur Stefnt er að því að niðurstaða um bótagreiðslur til fyrrverandi nemenda Landakotsskóla og nemenda Heyrnleysingjaskólans fyrir 1947 og eftir 1992 vegna illrar meðferðar liggi fyrir í ágúst. 1. júlí 2016 05:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Kalla eftir bótakröfum fórnarlamba í skólum Fyrrverandi nemendur Heyrnleysingjaskólans fyrir árið 1947 og eftir 1992 geta nú sótt um sanngirnisbætur úr ríkissjóði vegna illrar meðferðar í skólanum. Einnig er kallað eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda í Landakotsskóla. 23. febrúar 2016 07:00
Nærri 80 fórnarlömb vilja sanngirnisbætur Stefnt er að því að niðurstaða um bótagreiðslur til fyrrverandi nemenda Landakotsskóla og nemenda Heyrnleysingjaskólans fyrir 1947 og eftir 1992 vegna illrar meðferðar liggi fyrir í ágúst. 1. júlí 2016 05:00