Undirbýr bætur fyrir þá sem eru á lífi Snærós Sindradóttir skrifar 9. febrúar 2017 07:00 Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vegna vistheimila. vísir/gva Undirbúningur er að hefjast til að greiða þeim vistmönnum á Kópavogshæli, sem eru enn á lífi, bætur fyrir þá vanrækslu sem þeir þurftu að sæta. Vistheimilanefnd telur að hundrað börn, sem vistuð voru á Kópavogshæli, séu enn á lífi. Samkvæmt lögum um sanngirnisbætur verða ákveðin skilyrði að vera fyrir hendi til að einstaklingur eigi rétt á bótum. Einstaklingur verður að hafa orðið fyrir illri meðferð eða ofbeldi meðan á vistuninni stóð sem olli viðkomandi varanlegum skaða. Með því er átt við refsiverða líkamlega valdbeitingu eða valdbeitingu þar sem óþarfa sársauka var valdið. Ógnandi eða niðurlægjandi athöfn gagnvart barni eða athafnir sem eru til þess fallnar að misbjóða barni eða vanrækja uppeldi þess þannig að líkamleg og andleg heilsa þess sé hætt búin. Upphæð sanngirnisbóta miðast við alvarleika ofbeldisins. Hámark þeirra er 6 milljónir króna. Guðrún Ögmundsdóttir hefur það hlutverk að fara yfir skýrsluna og aðstoða þá vistmenn sem mögulega eiga rétt á bótum við að útbúa bótakröfu og skila inn viðhlýtandi gögnum þess efnis. Starfsmenn sýslumanns koma svo til með að fara yfir skýrsluna og gera þessum hundrað einstaklingum, eða hluta þeirra, tilboð um bætur. „Ég vissi alveg að niðurstaðan gæti orðið mjög alvarleg. Nú þarf ég bara að leggjast yfir skýrsluna og breyta vinnulaginu því þetta er öðruvísi hópur. Ef þú ert með fólk sem getur lítið tjáð sig þarf að finna aðrar leiðir.“ Nú þegar liggur fyrir að 80 milljónir eru til reiðu í sanngirnisbætur. Ekki er útilokað að aukafjárveiting verði sótt í ríkissjóð svo hækka megi bæturnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Uppfært 10:20: Í upphaflegri frétt stóð að Guðrún Ögmundsdóttir tæki ákvörðun um bætur til vistmanna á Kópavogshæli. Hið rétta er að hún er tengiliður stjórnvalda við þessa einstaklinga og kemur til með að gera tillögu um áframhald málsins og aðstoða við bótakröfu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kalla eftir bótakröfum fórnarlamba í skólum Fyrrverandi nemendur Heyrnleysingjaskólans fyrir árið 1947 og eftir 1992 geta nú sótt um sanngirnisbætur úr ríkissjóði vegna illrar meðferðar í skólanum. Einnig er kallað eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda í Landakotsskóla. 23. febrúar 2016 07:00 Nærri 80 fórnarlömb vilja sanngirnisbætur Stefnt er að því að niðurstaða um bótagreiðslur til fyrrverandi nemenda Landakotsskóla og nemenda Heyrnleysingjaskólans fyrir 1947 og eftir 1992 vegna illrar meðferðar liggi fyrir í ágúst. 1. júlí 2016 05:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Undirbúningur er að hefjast til að greiða þeim vistmönnum á Kópavogshæli, sem eru enn á lífi, bætur fyrir þá vanrækslu sem þeir þurftu að sæta. Vistheimilanefnd telur að hundrað börn, sem vistuð voru á Kópavogshæli, séu enn á lífi. Samkvæmt lögum um sanngirnisbætur verða ákveðin skilyrði að vera fyrir hendi til að einstaklingur eigi rétt á bótum. Einstaklingur verður að hafa orðið fyrir illri meðferð eða ofbeldi meðan á vistuninni stóð sem olli viðkomandi varanlegum skaða. Með því er átt við refsiverða líkamlega valdbeitingu eða valdbeitingu þar sem óþarfa sársauka var valdið. Ógnandi eða niðurlægjandi athöfn gagnvart barni eða athafnir sem eru til þess fallnar að misbjóða barni eða vanrækja uppeldi þess þannig að líkamleg og andleg heilsa þess sé hætt búin. Upphæð sanngirnisbóta miðast við alvarleika ofbeldisins. Hámark þeirra er 6 milljónir króna. Guðrún Ögmundsdóttir hefur það hlutverk að fara yfir skýrsluna og aðstoða þá vistmenn sem mögulega eiga rétt á bótum við að útbúa bótakröfu og skila inn viðhlýtandi gögnum þess efnis. Starfsmenn sýslumanns koma svo til með að fara yfir skýrsluna og gera þessum hundrað einstaklingum, eða hluta þeirra, tilboð um bætur. „Ég vissi alveg að niðurstaðan gæti orðið mjög alvarleg. Nú þarf ég bara að leggjast yfir skýrsluna og breyta vinnulaginu því þetta er öðruvísi hópur. Ef þú ert með fólk sem getur lítið tjáð sig þarf að finna aðrar leiðir.“ Nú þegar liggur fyrir að 80 milljónir eru til reiðu í sanngirnisbætur. Ekki er útilokað að aukafjárveiting verði sótt í ríkissjóð svo hækka megi bæturnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Uppfært 10:20: Í upphaflegri frétt stóð að Guðrún Ögmundsdóttir tæki ákvörðun um bætur til vistmanna á Kópavogshæli. Hið rétta er að hún er tengiliður stjórnvalda við þessa einstaklinga og kemur til með að gera tillögu um áframhald málsins og aðstoða við bótakröfu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kalla eftir bótakröfum fórnarlamba í skólum Fyrrverandi nemendur Heyrnleysingjaskólans fyrir árið 1947 og eftir 1992 geta nú sótt um sanngirnisbætur úr ríkissjóði vegna illrar meðferðar í skólanum. Einnig er kallað eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda í Landakotsskóla. 23. febrúar 2016 07:00 Nærri 80 fórnarlömb vilja sanngirnisbætur Stefnt er að því að niðurstaða um bótagreiðslur til fyrrverandi nemenda Landakotsskóla og nemenda Heyrnleysingjaskólans fyrir 1947 og eftir 1992 vegna illrar meðferðar liggi fyrir í ágúst. 1. júlí 2016 05:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Kalla eftir bótakröfum fórnarlamba í skólum Fyrrverandi nemendur Heyrnleysingjaskólans fyrir árið 1947 og eftir 1992 geta nú sótt um sanngirnisbætur úr ríkissjóði vegna illrar meðferðar í skólanum. Einnig er kallað eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda í Landakotsskóla. 23. febrúar 2016 07:00
Nærri 80 fórnarlömb vilja sanngirnisbætur Stefnt er að því að niðurstaða um bótagreiðslur til fyrrverandi nemenda Landakotsskóla og nemenda Heyrnleysingjaskólans fyrir 1947 og eftir 1992 vegna illrar meðferðar liggi fyrir í ágúst. 1. júlí 2016 05:00