Nærri 80 fórnarlömb vilja sanngirnisbætur Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 1. júlí 2016 05:00 Niðurstaða sérstakrar rannsóknarnefndar var sú að starfsmenn kaþólsku kirkjunnar hefðu ekki brugðist við ásökunum nemenda Landakotsskóla um ofbeldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Alls sóttu 42 fyrrverandi nemendur Landakotsskóla og 36 fyrrverandi nemendur Heyrnleysingjaskólans um sanngirnisbætur á grundvelli innköllunar í vetur. Frestur til að lýsa kröfum rann út 10. júní síðastliðinn. „Bætur ber að ákveða samkvæmt lögum í samráði við innanríkisráðherra. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir snemma í ágúst,“ greinir Halldór Þormar, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, frá. Embættið kallaði eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda Landakotsskóla vegna lagabreytingar í lok síðasta árs. Samkvæmt lagabreytingunni er ráðherra nú heimilt að víkja frá því skilyrði að könnun vistheimilanefndar liggi fyrir svo greiða megi sanngirnisbætur. Hafa má til viðmiðunar aðrar skýrslur sem varpa kunni ljós á málið. Vistheimilanefnd var skipuð til að kanna meðferð á stofnunum, sérskólum og heimilum hins opinbera í kjölfar upplýsinga um ofbeldi gegn drengjum sem vistaðir voru á uppeldisheimili ríkisins í Breiðavík á árunum 1952 til 1979. Kallað var eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda Heyrnleysingjaskólans fyrir árið 1947 og eftir 1992 í kjölfar dóms Hæstaréttar 17. ?desember síðastliðinn. Vistheimilanefnd hafði afmarkað könnun á skólanum við tímabilið 1947-1992. Árið 1947 tóku gildi fyrstu lögin um vernd barna. Að sögn Halldórs taldi nefndin að með fyrstu barnaverndarlögin að leiðarljósi væri einfaldara en ella að skilgreina hvenær börnum væri misboðið auk þess sem erfiðara væri að afla upplýsinga eftir því sem fjær drægi samtímanum.„Bætur ber að ákveða samkvæmt lögum í samráði við innanríkisráðherra. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir snemma í ágúst.“ Halldór Þormar, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra.Síðari mörkin, árið 1992, hafi verið ákveðin þar sem nefndin hafi litið svo á að það væri ekki hlutverk hennar að upplýsa einstök atvik sem gætu verið refsiverð. Þegar könnun nefndarinnar hafi hafist 2008 hafi öll möguleg brot verið fyrnd á grundvelli hegningarlaga. Kona sem var nemandi í skólanum eftir 1992 og var synjað um greiðslu bóta höfðaði mál á hendur ríkinu. Samkvæmt dómi Hæstaréttar var afmörkun tímabilsins talin stangast á við lög þar sem nefndin hafi ekki haft umboð til þess auk þess sem í því fælist mismunun. Hátt í 900 einstaklingar hafa fengið sanngirnisbætur úr ríkissjóði á grundvelli könnunar vistheimilanefndar og nemur upphæðin samtals rétt rúmum tveimur milljörðum króna, að sögn Halldórs. Árið 2011 skipaði Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, sérstaka rannsóknarnefnd að beiðni kaþólska biskupsins á Íslandi, sem hafði það verkefni að rannsaka starfshætti og viðbrögð við ásökunum á hendur þjónum kaþólsku kirkjunnar um ofbeldi, þar með talið kynferðisofbeldi. Niðurstaða nefndarinnar var að starfsmenn kirkjunnar hefðu ekki brugðist við ásökununum og í einhverjum tilvikum beitt þöggun. Það er skýrsla þeirrar nefndar sem innköllun sú sem nú er lokið er byggð á. Fréttablaðið greindi frá því í júní 2014 að kirkjan hefði boðið bætur frá rúmum 80 þúsundum króna upp í 300 þúsund krónur. Einstaklingar sem sættu illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera fengu frá 400 þúsundum króna upp í ríflega sex milljónir í sanngirnisbætur frá ríkinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira
Alls sóttu 42 fyrrverandi nemendur Landakotsskóla og 36 fyrrverandi nemendur Heyrnleysingjaskólans um sanngirnisbætur á grundvelli innköllunar í vetur. Frestur til að lýsa kröfum rann út 10. júní síðastliðinn. „Bætur ber að ákveða samkvæmt lögum í samráði við innanríkisráðherra. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir snemma í ágúst,“ greinir Halldór Þormar, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, frá. Embættið kallaði eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda Landakotsskóla vegna lagabreytingar í lok síðasta árs. Samkvæmt lagabreytingunni er ráðherra nú heimilt að víkja frá því skilyrði að könnun vistheimilanefndar liggi fyrir svo greiða megi sanngirnisbætur. Hafa má til viðmiðunar aðrar skýrslur sem varpa kunni ljós á málið. Vistheimilanefnd var skipuð til að kanna meðferð á stofnunum, sérskólum og heimilum hins opinbera í kjölfar upplýsinga um ofbeldi gegn drengjum sem vistaðir voru á uppeldisheimili ríkisins í Breiðavík á árunum 1952 til 1979. Kallað var eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda Heyrnleysingjaskólans fyrir árið 1947 og eftir 1992 í kjölfar dóms Hæstaréttar 17. ?desember síðastliðinn. Vistheimilanefnd hafði afmarkað könnun á skólanum við tímabilið 1947-1992. Árið 1947 tóku gildi fyrstu lögin um vernd barna. Að sögn Halldórs taldi nefndin að með fyrstu barnaverndarlögin að leiðarljósi væri einfaldara en ella að skilgreina hvenær börnum væri misboðið auk þess sem erfiðara væri að afla upplýsinga eftir því sem fjær drægi samtímanum.„Bætur ber að ákveða samkvæmt lögum í samráði við innanríkisráðherra. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir snemma í ágúst.“ Halldór Þormar, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra.Síðari mörkin, árið 1992, hafi verið ákveðin þar sem nefndin hafi litið svo á að það væri ekki hlutverk hennar að upplýsa einstök atvik sem gætu verið refsiverð. Þegar könnun nefndarinnar hafi hafist 2008 hafi öll möguleg brot verið fyrnd á grundvelli hegningarlaga. Kona sem var nemandi í skólanum eftir 1992 og var synjað um greiðslu bóta höfðaði mál á hendur ríkinu. Samkvæmt dómi Hæstaréttar var afmörkun tímabilsins talin stangast á við lög þar sem nefndin hafi ekki haft umboð til þess auk þess sem í því fælist mismunun. Hátt í 900 einstaklingar hafa fengið sanngirnisbætur úr ríkissjóði á grundvelli könnunar vistheimilanefndar og nemur upphæðin samtals rétt rúmum tveimur milljörðum króna, að sögn Halldórs. Árið 2011 skipaði Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, sérstaka rannsóknarnefnd að beiðni kaþólska biskupsins á Íslandi, sem hafði það verkefni að rannsaka starfshætti og viðbrögð við ásökunum á hendur þjónum kaþólsku kirkjunnar um ofbeldi, þar með talið kynferðisofbeldi. Niðurstaða nefndarinnar var að starfsmenn kirkjunnar hefðu ekki brugðist við ásökununum og í einhverjum tilvikum beitt þöggun. Það er skýrsla þeirrar nefndar sem innköllun sú sem nú er lokið er byggð á. Fréttablaðið greindi frá því í júní 2014 að kirkjan hefði boðið bætur frá rúmum 80 þúsundum króna upp í 300 þúsund krónur. Einstaklingar sem sættu illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera fengu frá 400 þúsundum króna upp í ríflega sex milljónir í sanngirnisbætur frá ríkinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira