Nærri 80 fórnarlömb vilja sanngirnisbætur Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 1. júlí 2016 05:00 Niðurstaða sérstakrar rannsóknarnefndar var sú að starfsmenn kaþólsku kirkjunnar hefðu ekki brugðist við ásökunum nemenda Landakotsskóla um ofbeldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Alls sóttu 42 fyrrverandi nemendur Landakotsskóla og 36 fyrrverandi nemendur Heyrnleysingjaskólans um sanngirnisbætur á grundvelli innköllunar í vetur. Frestur til að lýsa kröfum rann út 10. júní síðastliðinn. „Bætur ber að ákveða samkvæmt lögum í samráði við innanríkisráðherra. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir snemma í ágúst,“ greinir Halldór Þormar, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, frá. Embættið kallaði eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda Landakotsskóla vegna lagabreytingar í lok síðasta árs. Samkvæmt lagabreytingunni er ráðherra nú heimilt að víkja frá því skilyrði að könnun vistheimilanefndar liggi fyrir svo greiða megi sanngirnisbætur. Hafa má til viðmiðunar aðrar skýrslur sem varpa kunni ljós á málið. Vistheimilanefnd var skipuð til að kanna meðferð á stofnunum, sérskólum og heimilum hins opinbera í kjölfar upplýsinga um ofbeldi gegn drengjum sem vistaðir voru á uppeldisheimili ríkisins í Breiðavík á árunum 1952 til 1979. Kallað var eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda Heyrnleysingjaskólans fyrir árið 1947 og eftir 1992 í kjölfar dóms Hæstaréttar 17. ?desember síðastliðinn. Vistheimilanefnd hafði afmarkað könnun á skólanum við tímabilið 1947-1992. Árið 1947 tóku gildi fyrstu lögin um vernd barna. Að sögn Halldórs taldi nefndin að með fyrstu barnaverndarlögin að leiðarljósi væri einfaldara en ella að skilgreina hvenær börnum væri misboðið auk þess sem erfiðara væri að afla upplýsinga eftir því sem fjær drægi samtímanum.„Bætur ber að ákveða samkvæmt lögum í samráði við innanríkisráðherra. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir snemma í ágúst.“ Halldór Þormar, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra.Síðari mörkin, árið 1992, hafi verið ákveðin þar sem nefndin hafi litið svo á að það væri ekki hlutverk hennar að upplýsa einstök atvik sem gætu verið refsiverð. Þegar könnun nefndarinnar hafi hafist 2008 hafi öll möguleg brot verið fyrnd á grundvelli hegningarlaga. Kona sem var nemandi í skólanum eftir 1992 og var synjað um greiðslu bóta höfðaði mál á hendur ríkinu. Samkvæmt dómi Hæstaréttar var afmörkun tímabilsins talin stangast á við lög þar sem nefndin hafi ekki haft umboð til þess auk þess sem í því fælist mismunun. Hátt í 900 einstaklingar hafa fengið sanngirnisbætur úr ríkissjóði á grundvelli könnunar vistheimilanefndar og nemur upphæðin samtals rétt rúmum tveimur milljörðum króna, að sögn Halldórs. Árið 2011 skipaði Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, sérstaka rannsóknarnefnd að beiðni kaþólska biskupsins á Íslandi, sem hafði það verkefni að rannsaka starfshætti og viðbrögð við ásökunum á hendur þjónum kaþólsku kirkjunnar um ofbeldi, þar með talið kynferðisofbeldi. Niðurstaða nefndarinnar var að starfsmenn kirkjunnar hefðu ekki brugðist við ásökununum og í einhverjum tilvikum beitt þöggun. Það er skýrsla þeirrar nefndar sem innköllun sú sem nú er lokið er byggð á. Fréttablaðið greindi frá því í júní 2014 að kirkjan hefði boðið bætur frá rúmum 80 þúsundum króna upp í 300 þúsund krónur. Einstaklingar sem sættu illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera fengu frá 400 þúsundum króna upp í ríflega sex milljónir í sanngirnisbætur frá ríkinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Alls sóttu 42 fyrrverandi nemendur Landakotsskóla og 36 fyrrverandi nemendur Heyrnleysingjaskólans um sanngirnisbætur á grundvelli innköllunar í vetur. Frestur til að lýsa kröfum rann út 10. júní síðastliðinn. „Bætur ber að ákveða samkvæmt lögum í samráði við innanríkisráðherra. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir snemma í ágúst,“ greinir Halldór Þormar, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, frá. Embættið kallaði eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda Landakotsskóla vegna lagabreytingar í lok síðasta árs. Samkvæmt lagabreytingunni er ráðherra nú heimilt að víkja frá því skilyrði að könnun vistheimilanefndar liggi fyrir svo greiða megi sanngirnisbætur. Hafa má til viðmiðunar aðrar skýrslur sem varpa kunni ljós á málið. Vistheimilanefnd var skipuð til að kanna meðferð á stofnunum, sérskólum og heimilum hins opinbera í kjölfar upplýsinga um ofbeldi gegn drengjum sem vistaðir voru á uppeldisheimili ríkisins í Breiðavík á árunum 1952 til 1979. Kallað var eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda Heyrnleysingjaskólans fyrir árið 1947 og eftir 1992 í kjölfar dóms Hæstaréttar 17. ?desember síðastliðinn. Vistheimilanefnd hafði afmarkað könnun á skólanum við tímabilið 1947-1992. Árið 1947 tóku gildi fyrstu lögin um vernd barna. Að sögn Halldórs taldi nefndin að með fyrstu barnaverndarlögin að leiðarljósi væri einfaldara en ella að skilgreina hvenær börnum væri misboðið auk þess sem erfiðara væri að afla upplýsinga eftir því sem fjær drægi samtímanum.„Bætur ber að ákveða samkvæmt lögum í samráði við innanríkisráðherra. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir snemma í ágúst.“ Halldór Þormar, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra.Síðari mörkin, árið 1992, hafi verið ákveðin þar sem nefndin hafi litið svo á að það væri ekki hlutverk hennar að upplýsa einstök atvik sem gætu verið refsiverð. Þegar könnun nefndarinnar hafi hafist 2008 hafi öll möguleg brot verið fyrnd á grundvelli hegningarlaga. Kona sem var nemandi í skólanum eftir 1992 og var synjað um greiðslu bóta höfðaði mál á hendur ríkinu. Samkvæmt dómi Hæstaréttar var afmörkun tímabilsins talin stangast á við lög þar sem nefndin hafi ekki haft umboð til þess auk þess sem í því fælist mismunun. Hátt í 900 einstaklingar hafa fengið sanngirnisbætur úr ríkissjóði á grundvelli könnunar vistheimilanefndar og nemur upphæðin samtals rétt rúmum tveimur milljörðum króna, að sögn Halldórs. Árið 2011 skipaði Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, sérstaka rannsóknarnefnd að beiðni kaþólska biskupsins á Íslandi, sem hafði það verkefni að rannsaka starfshætti og viðbrögð við ásökunum á hendur þjónum kaþólsku kirkjunnar um ofbeldi, þar með talið kynferðisofbeldi. Niðurstaða nefndarinnar var að starfsmenn kirkjunnar hefðu ekki brugðist við ásökununum og í einhverjum tilvikum beitt þöggun. Það er skýrsla þeirrar nefndar sem innköllun sú sem nú er lokið er byggð á. Fréttablaðið greindi frá því í júní 2014 að kirkjan hefði boðið bætur frá rúmum 80 þúsundum króna upp í 300 þúsund krónur. Einstaklingar sem sættu illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera fengu frá 400 þúsundum króna upp í ríflega sex milljónir í sanngirnisbætur frá ríkinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira