Innlent

Fundi lokið í sjómannadeilunni án árangurs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, og Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, funduðu í dag hjá ríkissáttasemjara en án árangurs.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, og Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, funduðu í dag hjá ríkissáttasemjara en án árangurs. Vísir
Fundi í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna er lokið án árangurs en ríkissáttasemjari boðaði til samningafundar í klukkan 14 í dag. Ekki hafði verið fundað síðan síðastliðinn fimmtudag í deilunni en verkfall sjómanna hefur nú staðið í átta vikur.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið boðað til annars fundar í deilunni. Hún segir að lítið sem ekkert hafi þokast í samkomulagsátt á fundinum í dag og kveðst ekkert sérstaklega bjartsýn á að samningar séu handan við hornið þó að alltaf geti birt til, eins og hún orðar það.

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, tekur undir það að lítið sem ekkert hafi gerst á fundinum í dag. Staðan í viðræðunum sé í raun sú hin sama og hún var fyrir fundinn í dag. Hann segist þó alltaf vera bjartsýnn á að hægt sé að ná samningum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×