Forsetinn tók á móti 22 flóttamönnum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. janúar 2017 07:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, heilsar einum Sýrlendinganna. vísir/Eyþór Tekið var á móti fimm sýrlenskum fjölskyldum á Bessastöðum í gær. Fjölskyldurnar eru úr hópi flóttafólks sem íslensk stjórnvöld hafa boðið að setjast að á Íslandi. Í hópnum eru níu fullorðnir og þrettán börn og munu fjölskyldurnar setjast að í Reykjavík og á Akureyri. Fjölskyldurnar höfðu áður verið í Beirút, höfuðborg Líbanons. Við komuna til Íslands sameinuðust fjölskyldur fjölskyldumeðlimum sem áður höfðu komið til Íslands og voru því miklir fagnaðarfundir. Hópurinn lenti á Keflavíkurflugvelli og fór þaðan með rútu til Bessastaða. Þegar á Bessastaði var komið tóku forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid og sonur þeirra, á móti hópnum með handabandi. Þegar inn á Bessastaði var komið ávörpuðu forseti, Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hópinn. Buðu þeir hópinn hjartanlega velkominn. „Kæru gestir, ég býð ykkur hjartanlega velkomna til Íslands. Þið þurftuð að flýja stríð og hörmungar heima fyrir. Ég vona að ykkur muni líða vel hér,“ sagði Guðni. Þá sagði forsetinn Íslendinga eina ekki geta bjargað heiminum. Öflugri ríki þurfi að stuðla að friði. „Við getum samt lagt okkar af mörkum. Boðið öruggt skjól. Bætt okkar samfélag með því að sýna í verki víðsýni, umburðarlyndi og mannúð,“ bætti forsetinn við. Þorsteinn sagði Íslendinga taka á móti fjölskyldunum með gleði og opnum faðmi. „Og sýnum með því í verki andúð okkar á þeim sem leggja stein í götu þeirra sem síst skyldi og loka fyrir því fólki landamærum,“ sagði hann enn fremur og vísaði þar til tilskipunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hefur valdið miklu fjaðrafoki. Eftir ávörp forseta, ráðherra og borgarstjóra var boðið upp á kremkex frá Fróni og voru fjölskyldurnar síðan leystar út með gjöfum áður en þær héldu aftur út í rútu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Tekið var á móti fimm sýrlenskum fjölskyldum á Bessastöðum í gær. Fjölskyldurnar eru úr hópi flóttafólks sem íslensk stjórnvöld hafa boðið að setjast að á Íslandi. Í hópnum eru níu fullorðnir og þrettán börn og munu fjölskyldurnar setjast að í Reykjavík og á Akureyri. Fjölskyldurnar höfðu áður verið í Beirút, höfuðborg Líbanons. Við komuna til Íslands sameinuðust fjölskyldur fjölskyldumeðlimum sem áður höfðu komið til Íslands og voru því miklir fagnaðarfundir. Hópurinn lenti á Keflavíkurflugvelli og fór þaðan með rútu til Bessastaða. Þegar á Bessastaði var komið tóku forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid og sonur þeirra, á móti hópnum með handabandi. Þegar inn á Bessastaði var komið ávörpuðu forseti, Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hópinn. Buðu þeir hópinn hjartanlega velkominn. „Kæru gestir, ég býð ykkur hjartanlega velkomna til Íslands. Þið þurftuð að flýja stríð og hörmungar heima fyrir. Ég vona að ykkur muni líða vel hér,“ sagði Guðni. Þá sagði forsetinn Íslendinga eina ekki geta bjargað heiminum. Öflugri ríki þurfi að stuðla að friði. „Við getum samt lagt okkar af mörkum. Boðið öruggt skjól. Bætt okkar samfélag með því að sýna í verki víðsýni, umburðarlyndi og mannúð,“ bætti forsetinn við. Þorsteinn sagði Íslendinga taka á móti fjölskyldunum með gleði og opnum faðmi. „Og sýnum með því í verki andúð okkar á þeim sem leggja stein í götu þeirra sem síst skyldi og loka fyrir því fólki landamærum,“ sagði hann enn fremur og vísaði þar til tilskipunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hefur valdið miklu fjaðrafoki. Eftir ávörp forseta, ráðherra og borgarstjóra var boðið upp á kremkex frá Fróni og voru fjölskyldurnar síðan leystar út með gjöfum áður en þær héldu aftur út í rútu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira