„Það er stoppað úti um allt hvar og hvenær sem er“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2017 12:40 Runólfur Ólafsson segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Ótækt sé að alvarleg og/eða banaslys þurfi til þess að eitthvað sé að gert. skjáskot „Þetta er í öllum aðstæðum á öllum tímum árs og er greinilega alveg stjórnlaust,“ segir Unnar Már Sigurbjörnsson um myndband sem hann tók af fjölda ferðamanna stöðva bíla sína nánast hvar sem er á vegum landsins. Myndbandið hefur vakið mikla athygli enda skapar þetta stórhættu í umferðinni. Unnar tók myndskeiðið á einum sólarhring, dagana 28. og 29. janúar. „Ég var að keyra rútu á laugardagskvöldið og sótti svo björgunarsveitir upp á hálendið á sunnudaginn og var bara með myndavélina af rælni. Það var ótrúlegt magn af efni sem safnaðist yfir á innan við sólarhring og maður verður bara hugsi við að skoða þetta,“ segir hann. Aðspurður segir Unnar fólk stöðva bíla sína hvar sem er, hvenær sem er. „Þetta er misjafnt eftir árstímum. Ef það er júní þá er það lúpínan sem heillar, ef það er sumar þá er það hraunið, og svo eru það allir fossarnir undir Eyjafjöllum. Þá gildir einu hvaða spræna það er. Sama er með Lómagnúp , þar vekja allar sprænur athygli, alveg sama hversu ómerkilegar þær eru. Aðalvandinn er að það er stoppað út um allt og hvenær sem er.“Nauðsynlegt að grípa til aðgerða Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða strax. Bæði þurfi að koma upp útskotum sem og bílastæðum víðar. „Það er algjörlega nauðsynlegt að koma upp útskotum en það er búið að tala um það í áraraðir. Vegagerðin hefur í rauninni verið að væla í fjárveitingavaldinu um að fá aukið fjármagn til þess að búa til útskot til þess að fólk geti stoppað sérstaklega nálægt þekktum stöðum,“ sagði hann í Bítinu í morgun. Runólfur vísar til slyss sem varð á Suðurlandsvegi við Sólheimasand í september síðastliðnum. Þar hafði hópur ferðamanna lagt tveimur bílum við vegarkantinn til þess að mynda norðurljósin og hugðist ganga að frægu flugvélarflaki á Sólheimasandi. Einn úr hópnum varð fyrir bíl og lést. Runólfur segir ótækt að slíkan atburð þurfi til þess að gripið sé til aðgerða. „Við sáum þennan hræðilega atburð núna síðast á Sólheimasandi þegar það þurfti banaslys til þess að klára að gera smá bílastæði. Þannig að það er því miður allt of mikil brotalöm. Við heyrum það frá atvinnubílstjórum að að þeir séu löngu hættir að fara á eðlilegum hraða yfir blindhæðir því þeir eiga alltaf von á einhverjum hinum megin við sem er að taka mynd eða hefur stöðvað á miðjum vegi.“Fólk gerir þetta ekki í heimalöndum sínum Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, tekur undir orð Runólfs, og bætir við að mögulega þurfi að taka upp sektargreiðslur fyrir slík athæfi. Þá þyrfti líka að koma upp skiltum á þjóðvegum landsins. „Við áttuðum okkur á þessu vandamáli fyrir tveimur árum síðan. Ég skil ekki alveg af hverju þetta er því ekki er fólk almennt að gera þetta í sínum heimalöndum. Þú stoppar ekki á hraðbraut í Þýskalandi til þess að taka mynd af einhverju fallegu fjalli. En einhverra hluta vegna virðast þeir gera þetta hérna,“ segir Steingrímur og bendir á að bílaleigan hafi útbúið tímarit þar sem ferðamenn þar sem bent er á að ekki sé leyfilegt að stöðva á veginum eða vegarkanti. Viðtalið við Runólf og Steingrím má heyra hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
„Þetta er í öllum aðstæðum á öllum tímum árs og er greinilega alveg stjórnlaust,“ segir Unnar Már Sigurbjörnsson um myndband sem hann tók af fjölda ferðamanna stöðva bíla sína nánast hvar sem er á vegum landsins. Myndbandið hefur vakið mikla athygli enda skapar þetta stórhættu í umferðinni. Unnar tók myndskeiðið á einum sólarhring, dagana 28. og 29. janúar. „Ég var að keyra rútu á laugardagskvöldið og sótti svo björgunarsveitir upp á hálendið á sunnudaginn og var bara með myndavélina af rælni. Það var ótrúlegt magn af efni sem safnaðist yfir á innan við sólarhring og maður verður bara hugsi við að skoða þetta,“ segir hann. Aðspurður segir Unnar fólk stöðva bíla sína hvar sem er, hvenær sem er. „Þetta er misjafnt eftir árstímum. Ef það er júní þá er það lúpínan sem heillar, ef það er sumar þá er það hraunið, og svo eru það allir fossarnir undir Eyjafjöllum. Þá gildir einu hvaða spræna það er. Sama er með Lómagnúp , þar vekja allar sprænur athygli, alveg sama hversu ómerkilegar þær eru. Aðalvandinn er að það er stoppað út um allt og hvenær sem er.“Nauðsynlegt að grípa til aðgerða Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða strax. Bæði þurfi að koma upp útskotum sem og bílastæðum víðar. „Það er algjörlega nauðsynlegt að koma upp útskotum en það er búið að tala um það í áraraðir. Vegagerðin hefur í rauninni verið að væla í fjárveitingavaldinu um að fá aukið fjármagn til þess að búa til útskot til þess að fólk geti stoppað sérstaklega nálægt þekktum stöðum,“ sagði hann í Bítinu í morgun. Runólfur vísar til slyss sem varð á Suðurlandsvegi við Sólheimasand í september síðastliðnum. Þar hafði hópur ferðamanna lagt tveimur bílum við vegarkantinn til þess að mynda norðurljósin og hugðist ganga að frægu flugvélarflaki á Sólheimasandi. Einn úr hópnum varð fyrir bíl og lést. Runólfur segir ótækt að slíkan atburð þurfi til þess að gripið sé til aðgerða. „Við sáum þennan hræðilega atburð núna síðast á Sólheimasandi þegar það þurfti banaslys til þess að klára að gera smá bílastæði. Þannig að það er því miður allt of mikil brotalöm. Við heyrum það frá atvinnubílstjórum að að þeir séu löngu hættir að fara á eðlilegum hraða yfir blindhæðir því þeir eiga alltaf von á einhverjum hinum megin við sem er að taka mynd eða hefur stöðvað á miðjum vegi.“Fólk gerir þetta ekki í heimalöndum sínum Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, tekur undir orð Runólfs, og bætir við að mögulega þurfi að taka upp sektargreiðslur fyrir slík athæfi. Þá þyrfti líka að koma upp skiltum á þjóðvegum landsins. „Við áttuðum okkur á þessu vandamáli fyrir tveimur árum síðan. Ég skil ekki alveg af hverju þetta er því ekki er fólk almennt að gera þetta í sínum heimalöndum. Þú stoppar ekki á hraðbraut í Þýskalandi til þess að taka mynd af einhverju fallegu fjalli. En einhverra hluta vegna virðast þeir gera þetta hérna,“ segir Steingrímur og bendir á að bílaleigan hafi útbúið tímarit þar sem ferðamenn þar sem bent er á að ekki sé leyfilegt að stöðva á veginum eða vegarkanti. Viðtalið við Runólf og Steingrím má heyra hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira