Løkke sæmdur íslensku fálkaorðunni atli ísleifsson skrifar 25. janúar 2017 10:14 Guðni T. Jóhannesson forseti er í sinni fyrstu opinberu heimsókn í útlöndum frá því að hann tók við embætti í sumar. facebook/epa Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, var í gær sæmdur íslensku fálkaorðunni. Frá þessu greinir forsætisráðherrann á Facebook-síðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú eru í opinberri heimsókn í Kaupmannahöfn þessa dagana og funduðu með Rasmussen í Kristjánsborgarhöll í gær.„Var í dag sæmdur íslensku fálkaorðunni. Og já, ég hef heyrt þann [brandarann] um að maður festir orður á hálfvita :) Sjálfur lít ég hins vegar á hana sem tákn um náin tengsl Íslands og Danmerkur, og ég hlakka til að vera með hana í kvöld,“ sagði Rasmussen sem sótti hátíðarkvöldverð í Amalíuborgarhöll í tilefni af heimsókn íslenska forsetans í gærkvöldi. Að hátíðarkvöldverðinum loknum birti Rasmussen mynd af sjálfum sér í fullum skrúða þar sem hann sagði kvöldið hafa verið afar ánægjulegt. Sagðist hann þó fagna því að fara aftur í gallabuxurnar. Á heimasíðu forseta Íslands kemur fram að forseti „sæmir árlega nokkra erlenda ríkisborgara fálkaorðu. Sérstakar reglur um orðuveitingar eru í gildi milli Íslands og nokkurra ríkja í Evrópu um gagnkvæmar orðuveitingar í tengslum við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja.“ Súkkulaðigosbrunnur Løkke vekur óneitanlega athygli á myndinni sem hann birtir, en í athugasemdum segir forsætisráðherrann að gosbrunnurinn hafi síðast verið notaður á gamlárskvöld og bíði þess að vera fluttur niður í geymslu. Fálkaorðan Tengdar fréttir Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51 Ánægja með Guðna í hæstu hæðum Í nýlegri könnun MMR sögðust 81,4 prósent þátttakenda vera ánægð með störf forsetans og hefur ánægjan aldrei mælst meiri. 24. janúar 2017 13:13 Enginn bæklingur með þýðingu á ræðu forsetans í Amalíuborg Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður. 25. janúar 2017 07:50 Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, var í gær sæmdur íslensku fálkaorðunni. Frá þessu greinir forsætisráðherrann á Facebook-síðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú eru í opinberri heimsókn í Kaupmannahöfn þessa dagana og funduðu með Rasmussen í Kristjánsborgarhöll í gær.„Var í dag sæmdur íslensku fálkaorðunni. Og já, ég hef heyrt þann [brandarann] um að maður festir orður á hálfvita :) Sjálfur lít ég hins vegar á hana sem tákn um náin tengsl Íslands og Danmerkur, og ég hlakka til að vera með hana í kvöld,“ sagði Rasmussen sem sótti hátíðarkvöldverð í Amalíuborgarhöll í tilefni af heimsókn íslenska forsetans í gærkvöldi. Að hátíðarkvöldverðinum loknum birti Rasmussen mynd af sjálfum sér í fullum skrúða þar sem hann sagði kvöldið hafa verið afar ánægjulegt. Sagðist hann þó fagna því að fara aftur í gallabuxurnar. Á heimasíðu forseta Íslands kemur fram að forseti „sæmir árlega nokkra erlenda ríkisborgara fálkaorðu. Sérstakar reglur um orðuveitingar eru í gildi milli Íslands og nokkurra ríkja í Evrópu um gagnkvæmar orðuveitingar í tengslum við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja.“ Súkkulaðigosbrunnur Løkke vekur óneitanlega athygli á myndinni sem hann birtir, en í athugasemdum segir forsætisráðherrann að gosbrunnurinn hafi síðast verið notaður á gamlárskvöld og bíði þess að vera fluttur niður í geymslu.
Fálkaorðan Tengdar fréttir Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51 Ánægja með Guðna í hæstu hæðum Í nýlegri könnun MMR sögðust 81,4 prósent þátttakenda vera ánægð með störf forsetans og hefur ánægjan aldrei mælst meiri. 24. janúar 2017 13:13 Enginn bæklingur með þýðingu á ræðu forsetans í Amalíuborg Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður. 25. janúar 2017 07:50 Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51
Ánægja með Guðna í hæstu hæðum Í nýlegri könnun MMR sögðust 81,4 prósent þátttakenda vera ánægð með störf forsetans og hefur ánægjan aldrei mælst meiri. 24. janúar 2017 13:13
Enginn bæklingur með þýðingu á ræðu forsetans í Amalíuborg Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður. 25. janúar 2017 07:50
Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09