Ekki áhersla ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. janúar 2017 19:31 Heilbrigðisráðherra segir það ekki sérstaka áherslu ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Til greina komi að hafna umsókn um rekstur sérhæfðrar sjúkraþjónustu í Ármúla, komi í ljós að hún hafi slæm áhrif á heilbrigðiskerfið. Klíníkin Ármúla hefur fengið leyfi frá Embætti landlæknis til þess að reka sérhæfða sjúkraþjónustu með legudeild. Klíníkin mun geta framkvæmt allar stærri aðgerðir sem ekki krefjast innlagnar á gjörgæslu, meðal annars bæklunaraðgerðir. Birgir Jakobsson landlæknir staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að þetta er í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt til einkaaðila hér á landi. Þrátt fyrir þetta leyfi landlæknis er ljóst að málið mun núna koma inn á borð heilbrigðisráðherra.Ekki búinn að taka afstöðu „Stóra spurningin sem að mun koma inn á mitt borð er það hvort að það verði gerður þjónustusamningur, eða ég fel Sjúkratryggingum að gera þjónustusamning, um flóknari aðgerðir þarna. Og við erum ekki komin svo langt. Ég er ekki búinn að taka afstöðu til þess,” segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Hann segir að skoða þurfi hvaða áhrif þessi starfsemi hafi á heilbrigðiskerfið í heild. Ef slík skoðun leiði í ljós að starfsemin hafi slæm áhrif, muni hann hafna umsókninni. „Það er ekki sérstakt áhersluatriði hjá mér eða ríkisstjórninni að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu,” segir Óttarr.Mjög alvarlegar afleiðingar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að verði þessi áform að veruleika muni það grafa undan sérhæfðri heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum. Afleiðingarnar yrðu út frá öllum mælikvörðum mjög alvarlegar fyrir heilbrigðiskerfið í heild.Deilir þú þessum áhyggjum með Páli?„Ég vil, já allavega deila þeim og taka tillit til þeirra. Eins og ég segi, það er á mína ábyrgð að horfa á heilbrigðiskerfið allt en ekki bara afmarkaða þætti þess. Og hluti af því er að tryggja þjónustu og getu til þjónustu alls staðar, og auðvitað er Landspítalinn lykilaðili í því,” segir Óttarr. Tengdar fréttir Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir það ekki sérstaka áherslu ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Til greina komi að hafna umsókn um rekstur sérhæfðrar sjúkraþjónustu í Ármúla, komi í ljós að hún hafi slæm áhrif á heilbrigðiskerfið. Klíníkin Ármúla hefur fengið leyfi frá Embætti landlæknis til þess að reka sérhæfða sjúkraþjónustu með legudeild. Klíníkin mun geta framkvæmt allar stærri aðgerðir sem ekki krefjast innlagnar á gjörgæslu, meðal annars bæklunaraðgerðir. Birgir Jakobsson landlæknir staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að þetta er í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt til einkaaðila hér á landi. Þrátt fyrir þetta leyfi landlæknis er ljóst að málið mun núna koma inn á borð heilbrigðisráðherra.Ekki búinn að taka afstöðu „Stóra spurningin sem að mun koma inn á mitt borð er það hvort að það verði gerður þjónustusamningur, eða ég fel Sjúkratryggingum að gera þjónustusamning, um flóknari aðgerðir þarna. Og við erum ekki komin svo langt. Ég er ekki búinn að taka afstöðu til þess,” segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Hann segir að skoða þurfi hvaða áhrif þessi starfsemi hafi á heilbrigðiskerfið í heild. Ef slík skoðun leiði í ljós að starfsemin hafi slæm áhrif, muni hann hafna umsókninni. „Það er ekki sérstakt áhersluatriði hjá mér eða ríkisstjórninni að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu,” segir Óttarr.Mjög alvarlegar afleiðingar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að verði þessi áform að veruleika muni það grafa undan sérhæfðri heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum. Afleiðingarnar yrðu út frá öllum mælikvörðum mjög alvarlegar fyrir heilbrigðiskerfið í heild.Deilir þú þessum áhyggjum með Páli?„Ég vil, já allavega deila þeim og taka tillit til þeirra. Eins og ég segi, það er á mína ábyrgð að horfa á heilbrigðiskerfið allt en ekki bara afmarkaða þætti þess. Og hluti af því er að tryggja þjónustu og getu til þjónustu alls staðar, og auðvitað er Landspítalinn lykilaðili í því,” segir Óttarr.
Tengdar fréttir Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15