Ekki áhersla ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. janúar 2017 19:31 Heilbrigðisráðherra segir það ekki sérstaka áherslu ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Til greina komi að hafna umsókn um rekstur sérhæfðrar sjúkraþjónustu í Ármúla, komi í ljós að hún hafi slæm áhrif á heilbrigðiskerfið. Klíníkin Ármúla hefur fengið leyfi frá Embætti landlæknis til þess að reka sérhæfða sjúkraþjónustu með legudeild. Klíníkin mun geta framkvæmt allar stærri aðgerðir sem ekki krefjast innlagnar á gjörgæslu, meðal annars bæklunaraðgerðir. Birgir Jakobsson landlæknir staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að þetta er í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt til einkaaðila hér á landi. Þrátt fyrir þetta leyfi landlæknis er ljóst að málið mun núna koma inn á borð heilbrigðisráðherra.Ekki búinn að taka afstöðu „Stóra spurningin sem að mun koma inn á mitt borð er það hvort að það verði gerður þjónustusamningur, eða ég fel Sjúkratryggingum að gera þjónustusamning, um flóknari aðgerðir þarna. Og við erum ekki komin svo langt. Ég er ekki búinn að taka afstöðu til þess,” segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Hann segir að skoða þurfi hvaða áhrif þessi starfsemi hafi á heilbrigðiskerfið í heild. Ef slík skoðun leiði í ljós að starfsemin hafi slæm áhrif, muni hann hafna umsókninni. „Það er ekki sérstakt áhersluatriði hjá mér eða ríkisstjórninni að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu,” segir Óttarr.Mjög alvarlegar afleiðingar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að verði þessi áform að veruleika muni það grafa undan sérhæfðri heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum. Afleiðingarnar yrðu út frá öllum mælikvörðum mjög alvarlegar fyrir heilbrigðiskerfið í heild.Deilir þú þessum áhyggjum með Páli?„Ég vil, já allavega deila þeim og taka tillit til þeirra. Eins og ég segi, það er á mína ábyrgð að horfa á heilbrigðiskerfið allt en ekki bara afmarkaða þætti þess. Og hluti af því er að tryggja þjónustu og getu til þjónustu alls staðar, og auðvitað er Landspítalinn lykilaðili í því,” segir Óttarr. Tengdar fréttir Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir það ekki sérstaka áherslu ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Til greina komi að hafna umsókn um rekstur sérhæfðrar sjúkraþjónustu í Ármúla, komi í ljós að hún hafi slæm áhrif á heilbrigðiskerfið. Klíníkin Ármúla hefur fengið leyfi frá Embætti landlæknis til þess að reka sérhæfða sjúkraþjónustu með legudeild. Klíníkin mun geta framkvæmt allar stærri aðgerðir sem ekki krefjast innlagnar á gjörgæslu, meðal annars bæklunaraðgerðir. Birgir Jakobsson landlæknir staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að þetta er í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt til einkaaðila hér á landi. Þrátt fyrir þetta leyfi landlæknis er ljóst að málið mun núna koma inn á borð heilbrigðisráðherra.Ekki búinn að taka afstöðu „Stóra spurningin sem að mun koma inn á mitt borð er það hvort að það verði gerður þjónustusamningur, eða ég fel Sjúkratryggingum að gera þjónustusamning, um flóknari aðgerðir þarna. Og við erum ekki komin svo langt. Ég er ekki búinn að taka afstöðu til þess,” segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Hann segir að skoða þurfi hvaða áhrif þessi starfsemi hafi á heilbrigðiskerfið í heild. Ef slík skoðun leiði í ljós að starfsemin hafi slæm áhrif, muni hann hafna umsókninni. „Það er ekki sérstakt áhersluatriði hjá mér eða ríkisstjórninni að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu,” segir Óttarr.Mjög alvarlegar afleiðingar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að verði þessi áform að veruleika muni það grafa undan sérhæfðri heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum. Afleiðingarnar yrðu út frá öllum mælikvörðum mjög alvarlegar fyrir heilbrigðiskerfið í heild.Deilir þú þessum áhyggjum með Páli?„Ég vil, já allavega deila þeim og taka tillit til þeirra. Eins og ég segi, það er á mína ábyrgð að horfa á heilbrigðiskerfið allt en ekki bara afmarkaða þætti þess. Og hluti af því er að tryggja þjónustu og getu til þjónustu alls staðar, og auðvitað er Landspítalinn lykilaðili í því,” segir Óttarr.
Tengdar fréttir Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15