Landsréttur fer í fyrra húsnæði Siglingamálastofnunar Íslands Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. janúar 2017 07:00 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ætlar að leita samþykkis hjá Alþingi fyrir því að húsnæði við Vesturvör í Kópavogi hýsi Landsrétt tímabundið. vísir/stefán Dómsmálaráðuneytið hefur haft til skoðunar gamla húsnæði Siglingamálastofnunar, við Vesturvör á Kársnesi í Kópavogi, sem bráðabirgðahúsnæði fyrir nýja millidómstigið, sem verður kallað Landsréttur. Þetta staðfestir Sigríður Ásthildur Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er húsnæði sem ríkið á og er autt og er ákaflega vel til þess fallið að taka við svona bráðabirgðahlutverki,“ segir Sigríður. Í lögum um Landsrétt, sem samþykkt voru í júní á síðasta ári, kemur fram að þar muni fimmtán dómarar eiga sæti. Gert er ráð fyrir að forseti Íslands skipi dómarana samkvæmt tillögu ráðherra eftir að sérstök fimm manna valnefnd hefur fjallað um hæfi umsækjendanna. Í dómstólalögum er kveðið á um að dómþing skuli haldið í Reykjavík nema sérstök ástæða sé til annars. Málið kom til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar kynnti dómsmálaráðherra frumvarp um breytingar á dómstólalögum sem felur meðal annars í sér að valnefnd, sem fjallar um hæfi umsækjenda um störf dómara í héraðsdómi og Hæstarétti fjalli einnig um hæfi umsækjenda fyrir Landsrétt. Landsréttur á að taka til starfa 1. janúar á næsta ári. Gert er ráð fyrir að skipun dómara verði lokið fyrir 1. júlí næstkomandi og skipunin taki gildi frá næstu áramótum. Í bráðabirgðaákvæði dómstólalaga frá 26. maí síðastliðnum er gert ráð fyrir að þeir sem skipaðir eru hæstaréttardómarar skuli hafa forgang til skipunar í embætti dómara við Landsrétt kjósi þeir það. Sigríður Andersen sagði, daginn eftir að hún tók við ráðherraembætti, að vinnan við nýja millidómstigið væri eitt mikilvægasta verkefnið fram undan. „Það liggur auðvitað fyrir að eitt stærsta verkefni dómsmálaráðuneytisins á þessu ári er að ljúka við undirbúning og hrinda úr vör nýju millidómstigi; landsrétti. Það er komið í alveg ágætan farveg hjá henni Ólöfu [Nordal],“ sagði ráðherrann í samtali við mbl.is. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hefur haft til skoðunar gamla húsnæði Siglingamálastofnunar, við Vesturvör á Kársnesi í Kópavogi, sem bráðabirgðahúsnæði fyrir nýja millidómstigið, sem verður kallað Landsréttur. Þetta staðfestir Sigríður Ásthildur Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er húsnæði sem ríkið á og er autt og er ákaflega vel til þess fallið að taka við svona bráðabirgðahlutverki,“ segir Sigríður. Í lögum um Landsrétt, sem samþykkt voru í júní á síðasta ári, kemur fram að þar muni fimmtán dómarar eiga sæti. Gert er ráð fyrir að forseti Íslands skipi dómarana samkvæmt tillögu ráðherra eftir að sérstök fimm manna valnefnd hefur fjallað um hæfi umsækjendanna. Í dómstólalögum er kveðið á um að dómþing skuli haldið í Reykjavík nema sérstök ástæða sé til annars. Málið kom til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar kynnti dómsmálaráðherra frumvarp um breytingar á dómstólalögum sem felur meðal annars í sér að valnefnd, sem fjallar um hæfi umsækjenda um störf dómara í héraðsdómi og Hæstarétti fjalli einnig um hæfi umsækjenda fyrir Landsrétt. Landsréttur á að taka til starfa 1. janúar á næsta ári. Gert er ráð fyrir að skipun dómara verði lokið fyrir 1. júlí næstkomandi og skipunin taki gildi frá næstu áramótum. Í bráðabirgðaákvæði dómstólalaga frá 26. maí síðastliðnum er gert ráð fyrir að þeir sem skipaðir eru hæstaréttardómarar skuli hafa forgang til skipunar í embætti dómara við Landsrétt kjósi þeir það. Sigríður Andersen sagði, daginn eftir að hún tók við ráðherraembætti, að vinnan við nýja millidómstigið væri eitt mikilvægasta verkefnið fram undan. „Það liggur auðvitað fyrir að eitt stærsta verkefni dómsmálaráðuneytisins á þessu ári er að ljúka við undirbúning og hrinda úr vör nýju millidómstigi; landsrétti. Það er komið í alveg ágætan farveg hjá henni Ólöfu [Nordal],“ sagði ráðherrann í samtali við mbl.is. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira