Fótbolti

Skemmdarverk unnin á Messi-styttu í heimalandinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Styttan var afhjúpuð í sumar.
Styttan var afhjúpuð í sumar. Vísir/Getty
Skemmdarverk voru unnin á styttu af knattspyrnumanninum Lionel Messi í Buenos Aires í gær. Efri helmingur styttunnar var skorinn af.

Styttan var reist þegar Messi tilkynnti skyndilega eftir Copa America síðastliðið sumar að hann væri hættur að spila með argentínska landsliðinu.

Borgaryfirvöld tilkynntu um skemmdarverkið í gær og um leið að viðgerð væri hafin.

Þess ber að geta að Messi hætti svo við að hætta með landsliðinu í haust og er byrjaður að spila með landsliðinu á nýjan leik.

Myndir af styttunni má sjá hér fyrir neðan eftir að skemmdarverkin voru unnin á henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×