Nýr utanríkisráðherra sér tækifæri í útgöngu Breta úr ESB Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2017 11:29 Guðlaugur Þór Þórðarson gæti átt stefnumót við sal Öryggisráðs SÞ í framtíðinin Vísir/Ernir/Getty Guðlaugur Þór Þórðarson mun taka við embætti utanríkisráðherra í dag þegar ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tekur við völdum. Nýr utanríkisráðherra leggur áherslu á fríverslun og sér tækifæri í væntanlegri útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Ég er spenntur að takast á við þetta verkefni. Ég er þakklátur fyrir það verkefni sem formaðurinn og þingflokkurinn hefur sýnt mér,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. Hann segir að eitt af stóru málunum verði að gæta hagsmuna Íslands í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en ekki liggur fyrir með hvaða hætti það verður gert. Guðlaugur Þór segir þó að þar geti leynst ákveðin tækifæri fyrir Ísland. „Bretland er eitt stærsta viðskiptaland okkkar innan ESB og þar af leiðandi eitt af okkar allra stærstu viðskiptalöndum. Forsætisráðherra Bretlands hefur gefið það skýrt út að hún vilji að Bretar verði leiðtogar í fríverslun í heimiunum. Það að fimmta stærsta efnahagskerfi heimsins sé að fara í þá áttina að fullum krafti getur skapað tækifæri sem er mikilvægt fyrir okkur og EFTA-ríkin að nýta sér,“ segir Guðlaugur Þór. Í tengslum við þetta segir Guðlaugur Þór að sem utanríkisráðherrra vilji hann leggja áherslu á fríverslun. „Fríverslun er eitthvað sem við byggjum afkomu okkar á og við værum á slæmum stað ef við hefðum ekki aðgang að erlendum mörkuðum,“ segir Guðlaugur Þór sem tekur við embætti á sama tíma og blikur eru á lofti í alþjóðamálum.Bretar stefna að því að yfirgefa Evrópusambandið.Vísir/EPAHætturnar ekki horfnar úr heiminum Aukin spenna hefur færst í samskipti Bandaríkjanna og Rússa og væntanleg útganga Bretlands úr Evrópusambandinu skapar óvissu sem ekki hefur verið fyrir hendi frá lokum kalda stríðsins. „Við verðum að vera meðvituð hvað varðar ógnir í öryggis- og varnarmálum. Þrátt fyrir að kalda stríðið sé sem betur búið hverfa ekki hætturnar úr heiminum,“ segir Guðlaugur Þór. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðlaugur Þór gegnir embætti ráðherra en hann var heilbrigðisráðherra á árunum 2007-2009. Hann segir að sú reynsla muni nýtast honum vel í nýju embætti. „Það er enginn vafi á því að sú reynsla mun nýtast mér í þessu. Það er margt sem kemur manni á óvart þegar maður stígur sín fyrstu skref sem ráðherra og það er gott að vera kominn með það í reynslubankann að hafa verið ráðherra áður.“ Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: „Sé ekki fyrir mér að við setjum lög á sjómenn“ Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það útilokað að sínu mati. 11. janúar 2017 10:51 Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55 Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01 Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02 Kristján Þór: „Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður“ Kristján Þór Júlíusson tekur í dag við embætti mennta- og menningarmálaráðherra. 11. janúar 2017 11:05 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson mun taka við embætti utanríkisráðherra í dag þegar ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tekur við völdum. Nýr utanríkisráðherra leggur áherslu á fríverslun og sér tækifæri í væntanlegri útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Ég er spenntur að takast á við þetta verkefni. Ég er þakklátur fyrir það verkefni sem formaðurinn og þingflokkurinn hefur sýnt mér,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. Hann segir að eitt af stóru málunum verði að gæta hagsmuna Íslands í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en ekki liggur fyrir með hvaða hætti það verður gert. Guðlaugur Þór segir þó að þar geti leynst ákveðin tækifæri fyrir Ísland. „Bretland er eitt stærsta viðskiptaland okkkar innan ESB og þar af leiðandi eitt af okkar allra stærstu viðskiptalöndum. Forsætisráðherra Bretlands hefur gefið það skýrt út að hún vilji að Bretar verði leiðtogar í fríverslun í heimiunum. Það að fimmta stærsta efnahagskerfi heimsins sé að fara í þá áttina að fullum krafti getur skapað tækifæri sem er mikilvægt fyrir okkur og EFTA-ríkin að nýta sér,“ segir Guðlaugur Þór. Í tengslum við þetta segir Guðlaugur Þór að sem utanríkisráðherrra vilji hann leggja áherslu á fríverslun. „Fríverslun er eitthvað sem við byggjum afkomu okkar á og við værum á slæmum stað ef við hefðum ekki aðgang að erlendum mörkuðum,“ segir Guðlaugur Þór sem tekur við embætti á sama tíma og blikur eru á lofti í alþjóðamálum.Bretar stefna að því að yfirgefa Evrópusambandið.Vísir/EPAHætturnar ekki horfnar úr heiminum Aukin spenna hefur færst í samskipti Bandaríkjanna og Rússa og væntanleg útganga Bretlands úr Evrópusambandinu skapar óvissu sem ekki hefur verið fyrir hendi frá lokum kalda stríðsins. „Við verðum að vera meðvituð hvað varðar ógnir í öryggis- og varnarmálum. Þrátt fyrir að kalda stríðið sé sem betur búið hverfa ekki hætturnar úr heiminum,“ segir Guðlaugur Þór. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðlaugur Þór gegnir embætti ráðherra en hann var heilbrigðisráðherra á árunum 2007-2009. Hann segir að sú reynsla muni nýtast honum vel í nýju embætti. „Það er enginn vafi á því að sú reynsla mun nýtast mér í þessu. Það er margt sem kemur manni á óvart þegar maður stígur sín fyrstu skref sem ráðherra og það er gott að vera kominn með það í reynslubankann að hafa verið ráðherra áður.“
Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: „Sé ekki fyrir mér að við setjum lög á sjómenn“ Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það útilokað að sínu mati. 11. janúar 2017 10:51 Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55 Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01 Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02 Kristján Þór: „Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður“ Kristján Þór Júlíusson tekur í dag við embætti mennta- og menningarmálaráðherra. 11. janúar 2017 11:05 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Þorgerður Katrín: „Sé ekki fyrir mér að við setjum lög á sjómenn“ Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það útilokað að sínu mati. 11. janúar 2017 10:51
Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55
Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54
Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01
Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02
Kristján Þór: „Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður“ Kristján Þór Júlíusson tekur í dag við embætti mennta- og menningarmálaráðherra. 11. janúar 2017 11:05