Mun leggja mikla áherslu á jafnrétti Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2017 12:03 "Það er mikill heiður að fá að taka þau að mér. Mér þykir vænt um það, sem karlmanni að vera treyst fyrir þessum málaflokki.“ Vísir/ERNIR Þorsteinn Víglundsson mun taka við embætti félags- og jafnréttisráðherra í dag þegar ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tekur við völdum. Í samtali við Vísi segir hann mörg mikilvæg og spennandi verkefni liggja fyrir en að mikil áhersla verði lögð á jafnrétti, eins og nafnabreyting ráðuneytisins gefi til kynna. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er viðamikið og spennandi ráðuneyti,“ segir Þorsteinn. Hann segir að heiti ráðuneytisins hafi verið breytt í félags- og jafnréttisráðuneyti til marks um þær áherslur sem verði lagðar á jafnréttismálin. „Það er mikill heiður að fá að taka þau að mér. Mér þykir vænt um það, sem karlmanni að vera treyst fyrir þessum málaflokki. Því við þurfum nú líka að láta okkur jafnréttismálin varða. Það er alveg ljóst að við munum leggja mjög mikla áherslu á þau mál í ráðuneytinu.“ Eitt af fyrstu málunum sem mun koma frá ráðuneytinu mun varða innleiðingu jafnlaunavottunar. Þorsteinn segir þó mörg mikilvæg verkefni fram undan. Þar á meðal séu verkefni sem tengist Salek samkomulaginu svokallaða og þær áherslur sem hafi verið lagðar á breytt vinnubrögð á vinnumarkaði. „Það er líka ljóst að nú verður að ganga í það að ljúka samkomulagi við öryrkja varðandi breytingar á almannatryggingalögum, sem er óklárað enn,“ segir Þorsteinn. „Að sama skapi má finna í stjórnarsáttmálanum áherslur á að draga úr tekjuskerðingum lífeyrisgreiðslna vegna atvinnutekna aldraðra.“ Þorsteinn nefndi einnig húsnæðismálin og að áfram yrði lögð áhersla á þau. Meðal annars væri horft til þess hvernig hægt væri að hjálpa ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. „Þetta er mikið af virkilega spennandi verkefnum. Ég hlakka mikið til og það verður af nógu að taka.“ Þorsteinn segist hafa sóst eftir ráðuneytinu þegar fyrir lág að það myndi falla Viðreisn í skaut. „Mér fannst þetta mjög spennandi ráðuneyti að taka við. Þarna eru gríðarlega mikilvægir málaflokkar sem skiptir miklu máli hvernig unnið er með.“ Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson mun taka við embætti félags- og jafnréttisráðherra í dag þegar ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tekur við völdum. Í samtali við Vísi segir hann mörg mikilvæg og spennandi verkefni liggja fyrir en að mikil áhersla verði lögð á jafnrétti, eins og nafnabreyting ráðuneytisins gefi til kynna. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er viðamikið og spennandi ráðuneyti,“ segir Þorsteinn. Hann segir að heiti ráðuneytisins hafi verið breytt í félags- og jafnréttisráðuneyti til marks um þær áherslur sem verði lagðar á jafnréttismálin. „Það er mikill heiður að fá að taka þau að mér. Mér þykir vænt um það, sem karlmanni að vera treyst fyrir þessum málaflokki. Því við þurfum nú líka að láta okkur jafnréttismálin varða. Það er alveg ljóst að við munum leggja mjög mikla áherslu á þau mál í ráðuneytinu.“ Eitt af fyrstu málunum sem mun koma frá ráðuneytinu mun varða innleiðingu jafnlaunavottunar. Þorsteinn segir þó mörg mikilvæg verkefni fram undan. Þar á meðal séu verkefni sem tengist Salek samkomulaginu svokallaða og þær áherslur sem hafi verið lagðar á breytt vinnubrögð á vinnumarkaði. „Það er líka ljóst að nú verður að ganga í það að ljúka samkomulagi við öryrkja varðandi breytingar á almannatryggingalögum, sem er óklárað enn,“ segir Þorsteinn. „Að sama skapi má finna í stjórnarsáttmálanum áherslur á að draga úr tekjuskerðingum lífeyrisgreiðslna vegna atvinnutekna aldraðra.“ Þorsteinn nefndi einnig húsnæðismálin og að áfram yrði lögð áhersla á þau. Meðal annars væri horft til þess hvernig hægt væri að hjálpa ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. „Þetta er mikið af virkilega spennandi verkefnum. Ég hlakka mikið til og það verður af nógu að taka.“ Þorsteinn segist hafa sóst eftir ráðuneytinu þegar fyrir lág að það myndi falla Viðreisn í skaut. „Mér fannst þetta mjög spennandi ráðuneyti að taka við. Þarna eru gríðarlega mikilvægir málaflokkar sem skiptir miklu máli hvernig unnið er með.“
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira