Innlent

Guðlaugur Þór fékk Icesave-bolla frá Lilju: „Það er ekki hægt að fá betri gjöf“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðlaugur Þór með bollann góða.
Guðlaugur Þór með bollann góða. vísir/eyþór
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra lykla að utanríkisráðuneytinu rétt í þessu. Þá gaf hún Guðlaugi líka Icesave-bolla sem hann var alsæll með.

„Það stendur hérna „Megi þér farnast vel í starfi til hagsbóta fyrir land og þjóð.“ Nú ert þú orðinn einn af landvættum þjóðarinnar, og þess vegna ætla ég að gefa þér svolítið praktíska gjöf sem miðar að því að þú munt þurfa að vinna mikið og drekka sjálfsagt mikið af kaffi en þetta er líka svona ákveðin áminning um það að við þurfum alltaf að standa vaktina,“ sagði Lilja við Guðlaug þegar hún afhenti honum gjöfina við mikla kátínu viðstaddra en í kassanum með bollanum var einnig aðgangskortið að ráðuneytinu.

Nýr utanríkisráðherra við skrifborðið í ráðuneytinu og Icesave-bollinn.vísir/þórhildur
„Það er nú ekki hægt að fá betri gjöf,“ sagði Guðlaugur Þór þegar hann tók bollann upp úr kassanum og sýndi viðstöddum. Bætti hann því við að hans fyrsta verk yrði að leita ráða hjá fráfarandi ráðherra en sjá má myndband sem Utanríkisráðuneytið birti af lyklaskiptunum á Facebook-síðu sinni hér a neðan.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðlaugur Þór gegnir ráðherraembætti en hann var heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 2007-2008 og heilbrigðisráðherra 2008-2009.

Lilja hefur gegnt embætti utanríkisráðherra frá apríl á síðasta ári og situr nú á þingi fyrir Framsóknarflokkinn.


Tengdar fréttir

Í beinni: Ráðherrar skiptast á lyklum

Ný ríkisstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, með Viðreisn og Bjartri framtíð tók formlega við störfum á Bessastöðum í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.