„Það stendur hérna „Megi þér farnast vel í starfi til hagsbóta fyrir land og þjóð.“ Nú ert þú orðinn einn af landvættum þjóðarinnar, og þess vegna ætla ég að gefa þér svolítið praktíska gjöf sem miðar að því að þú munt þurfa að vinna mikið og drekka sjálfsagt mikið af kaffi en þetta er líka svona ákveðin áminning um það að við þurfum alltaf að standa vaktina,“ sagði Lilja við Guðlaug þegar hún afhenti honum gjöfina við mikla kátínu viðstaddra en í kassanum með bollanum var einnig aðgangskortið að ráðuneytinu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðlaugur Þór gegnir ráðherraembætti en hann var heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 2007-2008 og heilbrigðisráðherra 2008-2009.
Lilja hefur gegnt embætti utanríkisráðherra frá apríl á síðasta ári og situr nú á þingi fyrir Framsóknarflokkinn.