Lögregla fékk gögn úr eftirlitsmyndavélum Húrra á laugardagskvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2017 14:17 Birna var að skemmta sér á Húrra en yfirgaf staðinn um klukkan fimm aðfaranótt laugardags. Vísir Jón Mýrdal, vert á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu, segir allt gert til að aðstoða lögreglu við leitina að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið í tæplega sextíu klukkustundir eða frá því fimm aðfaranótt laugardags. Lögregla hafi fengið gögn úr eftirlitsmyndakerfi Húrra á laugardagskvöldið. Á tólfta tímanum á laugardagskvöldið lýsti lögregla svo formlega eftir Birnu. „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt,“ segir Jón í samtali við Vísi. Hann er sjálfur staddur erlendis en vel inni í málum. Ekki hafi enn verið teknar skýrslur af starfsfólki sem stóð vaktina á Húrra þetta kvöld. Hann á þó von á því að það verði gert.Útgangspunktur leitarinnar sérhæfðra björgunarsveitarmanna er Laugavegur 31 þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum.vísir/loftmyndirHann hafi strax á laugardagskvöldið, eftir að lögregla lýsti eftir Birnu, útvegað gögn úr eftirlitsmyndavél staðarins. „Það sést betur í myndavélakerfinu við hverja hún var í samskiptum við,“ segir Jón. Birna yfirgaf Húrra um fimmleytið og síðast sást til hennar í kringum Laugaveg 31, þar sem Kirkjuhúsið er til húsa. Aðspurður hvort eitthvað sérstakt hafi verið um að vera á Húrra umrætt kvöld og nótt segir Jón að Grapevine hafi afhent tónlistarverðlaun sín fyrr um kvöldið. Birna hafi þó líklega mætt eftir að því var lokið en plötusnúður hafi spilað tónlist um nóttina, eins og venjulega. Húrra lokar klukkan hálf fimm um helgar en svo tekur tíma fyrir fólk að yfirgefa staðinn að sögn Jóns. Sérhæfðir björgunarsveitarmenn ganga nú um miðbæ Reykjavíkur og leita innan 300 metra radíus. Hvarf hennar er ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24 Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09 Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36 Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Jón Mýrdal, vert á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu, segir allt gert til að aðstoða lögreglu við leitina að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið í tæplega sextíu klukkustundir eða frá því fimm aðfaranótt laugardags. Lögregla hafi fengið gögn úr eftirlitsmyndakerfi Húrra á laugardagskvöldið. Á tólfta tímanum á laugardagskvöldið lýsti lögregla svo formlega eftir Birnu. „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt,“ segir Jón í samtali við Vísi. Hann er sjálfur staddur erlendis en vel inni í málum. Ekki hafi enn verið teknar skýrslur af starfsfólki sem stóð vaktina á Húrra þetta kvöld. Hann á þó von á því að það verði gert.Útgangspunktur leitarinnar sérhæfðra björgunarsveitarmanna er Laugavegur 31 þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum.vísir/loftmyndirHann hafi strax á laugardagskvöldið, eftir að lögregla lýsti eftir Birnu, útvegað gögn úr eftirlitsmyndavél staðarins. „Það sést betur í myndavélakerfinu við hverja hún var í samskiptum við,“ segir Jón. Birna yfirgaf Húrra um fimmleytið og síðast sást til hennar í kringum Laugaveg 31, þar sem Kirkjuhúsið er til húsa. Aðspurður hvort eitthvað sérstakt hafi verið um að vera á Húrra umrætt kvöld og nótt segir Jón að Grapevine hafi afhent tónlistarverðlaun sín fyrr um kvöldið. Birna hafi þó líklega mætt eftir að því var lokið en plötusnúður hafi spilað tónlist um nóttina, eins og venjulega. Húrra lokar klukkan hálf fimm um helgar en svo tekur tíma fyrir fólk að yfirgefa staðinn að sögn Jóns. Sérhæfðir björgunarsveitarmenn ganga nú um miðbæ Reykjavíkur og leita innan 300 metra radíus. Hvarf hennar er ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24 Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09 Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36 Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24
Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09
Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36
Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52