Varnarleysið gegn ebólu er úr sögunni með nýju bóluefni Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. janúar 2017 06:00 Tilraun með bóluefni gegn ebólu hefur borið góðan árangur. Ebóluveiran er ein sú skæðasta sem herjað hefur á mannkynið, en engar alvörutilraunir hafa verið gerðar til að vinna bug á henni fyrr en faraldur braust út í vestanverðri Afríku árið 2015 og kostaði meira en 11 þúsund manns lífið. „Þótt þessar afgerandi niðurstöður komi of seint fyrir þá sem létu lífið í ebólufaraldrinum í vestanverðri Afríku, þá sýna þær að þegar næsti ebólufaraldur brýst út þá verðum við ekki varnarlaus,“ segir Marie-Paule Kieny, yfirmaður hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO, en hún stjórnaði rannsókninni. Tilraunin var gerð á 11.841 einstaklingi í Gíneu á árinu 2015. Af þeim fengu 5.837 manns nýja bóluefnið, en hinir fengu lyfleysu til samanburðar. Enginn þeirra sem fengu bóluefnið smitaðist af ebóluveirunni, en úr samanburðarhópnum smituðust 23. Rannsóknin var samvinnuverkefni WHO með heilbrigðisyfirvöldum í Gíneu, læknasamtökunum Læknar án landamæra og norsku lýðheilsustofnuninni. Niðurstöðurnar voru birtar í læknatímaritinu The Lancet og kynntar í tilkynningu frá WHO á Þorláksmessu.Marie-Paule Kieny, doktor og yfirmaður hjá WHO. Fréttablaðið/EPAEbóluveiran uppgötvaðist fyrst árið 1976. Síðan þá hefur ebólufaraldur af og til brotist út í nokkrum Afríkuríkjum, en aldrei náð mikilli útbreiðslu fyrr en árið 2015. Þá gerðist það líka í fyrsta sinn að smitið barst til Vesturlanda. Og þá fyrst hófust fyrir alvöru tilraunir með bóluefni. Þær tilraunir hafa nú borið árangur, aðeins hálfu öðru ári eftir að þær hófust. Tilraunin var gerð í Vestur-Afríkuríkinu Gíneu, á svæði þar sem ný smit voru enn að greinast þegar hún hófst. Þess var gætt að þegar einhver greindist með smit þá fengu allir sem hinn smitaði hafði umgengist næstu þrjár vikurnar á undan þetta bóluefni. „Ebólan skildi eftir sig gríðarmikla eyðileggingu í landi okkar,“ segir Keita Sakoba, yfirmaður ebóluviðbragða við heilbrigðisstofnun Gíneu. „Við erum stolt af því að hafa getað komið með framlag til þess að þróa bóluefni sem kemur í veg fyrir að aðrar þjóðir þurfi að ganga í gegnum það sama og við höfum gert.“ Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Tilraun með bóluefni gegn ebólu hefur borið góðan árangur. Ebóluveiran er ein sú skæðasta sem herjað hefur á mannkynið, en engar alvörutilraunir hafa verið gerðar til að vinna bug á henni fyrr en faraldur braust út í vestanverðri Afríku árið 2015 og kostaði meira en 11 þúsund manns lífið. „Þótt þessar afgerandi niðurstöður komi of seint fyrir þá sem létu lífið í ebólufaraldrinum í vestanverðri Afríku, þá sýna þær að þegar næsti ebólufaraldur brýst út þá verðum við ekki varnarlaus,“ segir Marie-Paule Kieny, yfirmaður hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO, en hún stjórnaði rannsókninni. Tilraunin var gerð á 11.841 einstaklingi í Gíneu á árinu 2015. Af þeim fengu 5.837 manns nýja bóluefnið, en hinir fengu lyfleysu til samanburðar. Enginn þeirra sem fengu bóluefnið smitaðist af ebóluveirunni, en úr samanburðarhópnum smituðust 23. Rannsóknin var samvinnuverkefni WHO með heilbrigðisyfirvöldum í Gíneu, læknasamtökunum Læknar án landamæra og norsku lýðheilsustofnuninni. Niðurstöðurnar voru birtar í læknatímaritinu The Lancet og kynntar í tilkynningu frá WHO á Þorláksmessu.Marie-Paule Kieny, doktor og yfirmaður hjá WHO. Fréttablaðið/EPAEbóluveiran uppgötvaðist fyrst árið 1976. Síðan þá hefur ebólufaraldur af og til brotist út í nokkrum Afríkuríkjum, en aldrei náð mikilli útbreiðslu fyrr en árið 2015. Þá gerðist það líka í fyrsta sinn að smitið barst til Vesturlanda. Og þá fyrst hófust fyrir alvöru tilraunir með bóluefni. Þær tilraunir hafa nú borið árangur, aðeins hálfu öðru ári eftir að þær hófust. Tilraunin var gerð í Vestur-Afríkuríkinu Gíneu, á svæði þar sem ný smit voru enn að greinast þegar hún hófst. Þess var gætt að þegar einhver greindist með smit þá fengu allir sem hinn smitaði hafði umgengist næstu þrjár vikurnar á undan þetta bóluefni. „Ebólan skildi eftir sig gríðarmikla eyðileggingu í landi okkar,“ segir Keita Sakoba, yfirmaður ebóluviðbragða við heilbrigðisstofnun Gíneu. „Við erum stolt af því að hafa getað komið með framlag til þess að þróa bóluefni sem kemur í veg fyrir að aðrar þjóðir þurfi að ganga í gegnum það sama og við höfum gert.“
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira