Birgitta: Væri gaman að heyra hvaða málefni VG og Framsókn eru að ræða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. janúar 2017 20:54 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri-grænna og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata voru í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar voru formlegar stjórnarmyndunarviðræður Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins ræddar en einnig óformlegar þreifingar Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins. Spurður um þær formlegu viðræður sem hófust í dag á milli Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins í dag segir Kolbeinn að sér hefði fundist sú ríkisstjórn hafa legið í loftinu frá kosningum. Sér hefði þótt það hafa áhrif á ansi margt sem gerst hefði síðan þá í viðræðum á milli flokka. Birgitta segir að sér þyki athyglisvert að sjá hvernig flokkarnir þrír muni leysa úr stórum málum sem enn virðast ekki hafa borið á góma í viðræðum þeirra á milli.Píratar ekki tekið þátt í neinum viðræðumSpurður um þreifingar á milli Framsóknarflokksins og Vinstri-grænna segist Kolbeinn hafa verið í sveitinni og því standa utan mála. Hann segir hinsvegar að um málefnaviðræður sé að ræða, verið sé að reyna að finna hvort að samstaða sé um málefni. Hann telur óvíst að þær muni skila einhverju. Hann lagði áherslu á að flokkar þurfi að vinna saman hvort sem þeir séu í ríkisstjórn eða ekki. Að sögn Birgittu hafa Píratar ekki tekið þátt í neinum viðræðum og ekki verið boðið til þeirra. „Það hefur komið fram að Píratar hafa ekki áhuga á að fara í stjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn“ segir Birgitta sem segir það merkilegt að svo virðist vera sem viðræður Vinstri-grænna og Framsóknar séu samræður um að vera saman í stjórnarandstöðu. Henni þætti gaman að heyra um hvaða málefni flokkarnir eru að ræða.Flokkarnir verða að vinna samanKolbeinn segir að kallað sé eftir því að stjórnmálaflokkar tali saman. Mikilvægt sé að málefni séu rædd óháð því hvaðan þau koma og þess vegna séu Vinstri-græn í viðræðum við Framsókn. „Þessir flokkar þurfa sjö saman inn á þingi að vinna einhvernveginn saman, sama hverjir þeirra verða í ríkisstjórn og hverjir þeirra verða í stjórnarandstöðu.“ Birgitta bendir á að Píratar hafi ekki séð tilefni til að ræða við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokkinn vegna þess að málefnagrundvöll hafi vantað. Bæði Kolbeinn og Birgitta eru þó sammála um mikilvægi þess að flokkar vinni saman og telja bæði að sú staðreynd að ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins muni einungis hafa eins manns meirihluta geti stuðlað að bættari vinnubrögðum á þinginu. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri-grænna og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata voru í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar voru formlegar stjórnarmyndunarviðræður Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins ræddar en einnig óformlegar þreifingar Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins. Spurður um þær formlegu viðræður sem hófust í dag á milli Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins í dag segir Kolbeinn að sér hefði fundist sú ríkisstjórn hafa legið í loftinu frá kosningum. Sér hefði þótt það hafa áhrif á ansi margt sem gerst hefði síðan þá í viðræðum á milli flokka. Birgitta segir að sér þyki athyglisvert að sjá hvernig flokkarnir þrír muni leysa úr stórum málum sem enn virðast ekki hafa borið á góma í viðræðum þeirra á milli.Píratar ekki tekið þátt í neinum viðræðumSpurður um þreifingar á milli Framsóknarflokksins og Vinstri-grænna segist Kolbeinn hafa verið í sveitinni og því standa utan mála. Hann segir hinsvegar að um málefnaviðræður sé að ræða, verið sé að reyna að finna hvort að samstaða sé um málefni. Hann telur óvíst að þær muni skila einhverju. Hann lagði áherslu á að flokkar þurfi að vinna saman hvort sem þeir séu í ríkisstjórn eða ekki. Að sögn Birgittu hafa Píratar ekki tekið þátt í neinum viðræðum og ekki verið boðið til þeirra. „Það hefur komið fram að Píratar hafa ekki áhuga á að fara í stjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn“ segir Birgitta sem segir það merkilegt að svo virðist vera sem viðræður Vinstri-grænna og Framsóknar séu samræður um að vera saman í stjórnarandstöðu. Henni þætti gaman að heyra um hvaða málefni flokkarnir eru að ræða.Flokkarnir verða að vinna samanKolbeinn segir að kallað sé eftir því að stjórnmálaflokkar tali saman. Mikilvægt sé að málefni séu rædd óháð því hvaðan þau koma og þess vegna séu Vinstri-græn í viðræðum við Framsókn. „Þessir flokkar þurfa sjö saman inn á þingi að vinna einhvernveginn saman, sama hverjir þeirra verða í ríkisstjórn og hverjir þeirra verða í stjórnarandstöðu.“ Birgitta bendir á að Píratar hafi ekki séð tilefni til að ræða við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokkinn vegna þess að málefnagrundvöll hafi vantað. Bæði Kolbeinn og Birgitta eru þó sammála um mikilvægi þess að flokkar vinni saman og telja bæði að sú staðreynd að ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins muni einungis hafa eins manns meirihluta geti stuðlað að bættari vinnubrögðum á þinginu.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira