Hamill minnist Fisher: „Hún var ekkert lamb að leika sér við“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. janúar 2017 21:00 Hamill og Fisher voru góðir vinir. Vísir/Getty „Hún var ekkert lamb að leika sér við, en líf mitt hefði verið mun litlausara ef hún hefði ekki verið vinur minn.“ Svona minnist Mark Hamill vinkonu sinnar Carrie Fisher. Hamill er einn þeirra sem minnist Fisher í The Hollywood Reporter, en Fisher lést þann 27. desember síðastliðinn. Hamill fór með hlutverk Loga Geimgengils í Star Wars þar sem Fisher lék systur hans, Lilju prinsessu. Hamill segir þau hafa átt í einstöku sambandi og líkir því við að þau hafi verið saman í bílskúrshljómsveit sem hafi óvænt slegið í gegn og minnist þess þegar þau hittust fyrst, áður en tökur hófust af myndinni New Hope árið 1975. „Hún var 19 ára á þeim tíma. Ég var veraldarvanur, 24 ára. Ég hugsaði „guð minn góður, þetta verður eins og að vinna með menntaskólakrakka.“ En ég féll um koll. Hún var smjaðursöm og fyndin og opinská. Hún hafði einstakt lag á því að vera rosalega einlæg. Ég var nýbúin að kynnast henni en leið eins og við hefðum þekkst í tíu ár,“ skrifar Hamill.Gerði allt til að fá hana til að hlæja Hann segir að Fisher hafi verið glaðvær og lífsglöð og að hlátur hennar hafi verið eins konar heiðursmerki. „Það voru engin takmörk fyrir því hvað ég gerði til að fá hana til að hlæja. Ég elskaði hana og elskaði að koma henni til að hlæja. Hún gerði klikkaða hluti og fékk mig til að gera alls konar klikkaða hluti. Eftir á að hyggja voru þeir ekki svo klikkaðir. Á ákveðinn hátt voru þeir varnarhættir fyrir hana.“ Hamill segir Fisher hafa oft verið fyrirhafnarsama og að vináttan hafi oft á tíðum verið stormasöm, en að hún hafi gefið lífi hans lit. „Ég er þakklátur fyrir að við viðhéldum vinskap okkar og að við fengum annað tækifæri með nýju myndunum. Ég held það hafi verið hughreystandi fyrir hana að ég var þar, sama manneskjan, að hún gæti treyst mér, eins gagnrýnin og við vorum stundum á hvort annað. Í gegnum árin tókum við allan skalann, við elskuðum hvort annað og hötuðum við hvort annað. Við vorum eins og fjölskylda,“ skrifar Hamill. „Hún var ekkert lamb að leika sér við. Hún var fyrirhafnarsöm. En líf mitt hefði verið mun litlausara og óáhugaverðara ef hún hefði ekki verið sá vinur sem hún var.“ Tengdar fréttir Carrie Fisher er dáin Leikkonan fékk hjartaáfall á föstudaginn. 27. desember 2016 17:59 Carrie Fisher minnst um allan heim Margir minntust Carrie Fisher í kvöld en ljóst er að litríkur persónuleiki er fallinn frá. 27. desember 2016 21:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Hún var ekkert lamb að leika sér við, en líf mitt hefði verið mun litlausara ef hún hefði ekki verið vinur minn.“ Svona minnist Mark Hamill vinkonu sinnar Carrie Fisher. Hamill er einn þeirra sem minnist Fisher í The Hollywood Reporter, en Fisher lést þann 27. desember síðastliðinn. Hamill fór með hlutverk Loga Geimgengils í Star Wars þar sem Fisher lék systur hans, Lilju prinsessu. Hamill segir þau hafa átt í einstöku sambandi og líkir því við að þau hafi verið saman í bílskúrshljómsveit sem hafi óvænt slegið í gegn og minnist þess þegar þau hittust fyrst, áður en tökur hófust af myndinni New Hope árið 1975. „Hún var 19 ára á þeim tíma. Ég var veraldarvanur, 24 ára. Ég hugsaði „guð minn góður, þetta verður eins og að vinna með menntaskólakrakka.“ En ég féll um koll. Hún var smjaðursöm og fyndin og opinská. Hún hafði einstakt lag á því að vera rosalega einlæg. Ég var nýbúin að kynnast henni en leið eins og við hefðum þekkst í tíu ár,“ skrifar Hamill.Gerði allt til að fá hana til að hlæja Hann segir að Fisher hafi verið glaðvær og lífsglöð og að hlátur hennar hafi verið eins konar heiðursmerki. „Það voru engin takmörk fyrir því hvað ég gerði til að fá hana til að hlæja. Ég elskaði hana og elskaði að koma henni til að hlæja. Hún gerði klikkaða hluti og fékk mig til að gera alls konar klikkaða hluti. Eftir á að hyggja voru þeir ekki svo klikkaðir. Á ákveðinn hátt voru þeir varnarhættir fyrir hana.“ Hamill segir Fisher hafa oft verið fyrirhafnarsama og að vináttan hafi oft á tíðum verið stormasöm, en að hún hafi gefið lífi hans lit. „Ég er þakklátur fyrir að við viðhéldum vinskap okkar og að við fengum annað tækifæri með nýju myndunum. Ég held það hafi verið hughreystandi fyrir hana að ég var þar, sama manneskjan, að hún gæti treyst mér, eins gagnrýnin og við vorum stundum á hvort annað. Í gegnum árin tókum við allan skalann, við elskuðum hvort annað og hötuðum við hvort annað. Við vorum eins og fjölskylda,“ skrifar Hamill. „Hún var ekkert lamb að leika sér við. Hún var fyrirhafnarsöm. En líf mitt hefði verið mun litlausara og óáhugaverðara ef hún hefði ekki verið sá vinur sem hún var.“
Tengdar fréttir Carrie Fisher er dáin Leikkonan fékk hjartaáfall á föstudaginn. 27. desember 2016 17:59 Carrie Fisher minnst um allan heim Margir minntust Carrie Fisher í kvöld en ljóst er að litríkur persónuleiki er fallinn frá. 27. desember 2016 21:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Carrie Fisher minnst um allan heim Margir minntust Carrie Fisher í kvöld en ljóst er að litríkur persónuleiki er fallinn frá. 27. desember 2016 21:00