Hamill minnist Fisher: „Hún var ekkert lamb að leika sér við“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. janúar 2017 21:00 Hamill og Fisher voru góðir vinir. Vísir/Getty „Hún var ekkert lamb að leika sér við, en líf mitt hefði verið mun litlausara ef hún hefði ekki verið vinur minn.“ Svona minnist Mark Hamill vinkonu sinnar Carrie Fisher. Hamill er einn þeirra sem minnist Fisher í The Hollywood Reporter, en Fisher lést þann 27. desember síðastliðinn. Hamill fór með hlutverk Loga Geimgengils í Star Wars þar sem Fisher lék systur hans, Lilju prinsessu. Hamill segir þau hafa átt í einstöku sambandi og líkir því við að þau hafi verið saman í bílskúrshljómsveit sem hafi óvænt slegið í gegn og minnist þess þegar þau hittust fyrst, áður en tökur hófust af myndinni New Hope árið 1975. „Hún var 19 ára á þeim tíma. Ég var veraldarvanur, 24 ára. Ég hugsaði „guð minn góður, þetta verður eins og að vinna með menntaskólakrakka.“ En ég féll um koll. Hún var smjaðursöm og fyndin og opinská. Hún hafði einstakt lag á því að vera rosalega einlæg. Ég var nýbúin að kynnast henni en leið eins og við hefðum þekkst í tíu ár,“ skrifar Hamill.Gerði allt til að fá hana til að hlæja Hann segir að Fisher hafi verið glaðvær og lífsglöð og að hlátur hennar hafi verið eins konar heiðursmerki. „Það voru engin takmörk fyrir því hvað ég gerði til að fá hana til að hlæja. Ég elskaði hana og elskaði að koma henni til að hlæja. Hún gerði klikkaða hluti og fékk mig til að gera alls konar klikkaða hluti. Eftir á að hyggja voru þeir ekki svo klikkaðir. Á ákveðinn hátt voru þeir varnarhættir fyrir hana.“ Hamill segir Fisher hafa oft verið fyrirhafnarsama og að vináttan hafi oft á tíðum verið stormasöm, en að hún hafi gefið lífi hans lit. „Ég er þakklátur fyrir að við viðhéldum vinskap okkar og að við fengum annað tækifæri með nýju myndunum. Ég held það hafi verið hughreystandi fyrir hana að ég var þar, sama manneskjan, að hún gæti treyst mér, eins gagnrýnin og við vorum stundum á hvort annað. Í gegnum árin tókum við allan skalann, við elskuðum hvort annað og hötuðum við hvort annað. Við vorum eins og fjölskylda,“ skrifar Hamill. „Hún var ekkert lamb að leika sér við. Hún var fyrirhafnarsöm. En líf mitt hefði verið mun litlausara og óáhugaverðara ef hún hefði ekki verið sá vinur sem hún var.“ Tengdar fréttir Carrie Fisher er dáin Leikkonan fékk hjartaáfall á föstudaginn. 27. desember 2016 17:59 Carrie Fisher minnst um allan heim Margir minntust Carrie Fisher í kvöld en ljóst er að litríkur persónuleiki er fallinn frá. 27. desember 2016 21:00 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
„Hún var ekkert lamb að leika sér við, en líf mitt hefði verið mun litlausara ef hún hefði ekki verið vinur minn.“ Svona minnist Mark Hamill vinkonu sinnar Carrie Fisher. Hamill er einn þeirra sem minnist Fisher í The Hollywood Reporter, en Fisher lést þann 27. desember síðastliðinn. Hamill fór með hlutverk Loga Geimgengils í Star Wars þar sem Fisher lék systur hans, Lilju prinsessu. Hamill segir þau hafa átt í einstöku sambandi og líkir því við að þau hafi verið saman í bílskúrshljómsveit sem hafi óvænt slegið í gegn og minnist þess þegar þau hittust fyrst, áður en tökur hófust af myndinni New Hope árið 1975. „Hún var 19 ára á þeim tíma. Ég var veraldarvanur, 24 ára. Ég hugsaði „guð minn góður, þetta verður eins og að vinna með menntaskólakrakka.“ En ég féll um koll. Hún var smjaðursöm og fyndin og opinská. Hún hafði einstakt lag á því að vera rosalega einlæg. Ég var nýbúin að kynnast henni en leið eins og við hefðum þekkst í tíu ár,“ skrifar Hamill.Gerði allt til að fá hana til að hlæja Hann segir að Fisher hafi verið glaðvær og lífsglöð og að hlátur hennar hafi verið eins konar heiðursmerki. „Það voru engin takmörk fyrir því hvað ég gerði til að fá hana til að hlæja. Ég elskaði hana og elskaði að koma henni til að hlæja. Hún gerði klikkaða hluti og fékk mig til að gera alls konar klikkaða hluti. Eftir á að hyggja voru þeir ekki svo klikkaðir. Á ákveðinn hátt voru þeir varnarhættir fyrir hana.“ Hamill segir Fisher hafa oft verið fyrirhafnarsama og að vináttan hafi oft á tíðum verið stormasöm, en að hún hafi gefið lífi hans lit. „Ég er þakklátur fyrir að við viðhéldum vinskap okkar og að við fengum annað tækifæri með nýju myndunum. Ég held það hafi verið hughreystandi fyrir hana að ég var þar, sama manneskjan, að hún gæti treyst mér, eins gagnrýnin og við vorum stundum á hvort annað. Í gegnum árin tókum við allan skalann, við elskuðum hvort annað og hötuðum við hvort annað. Við vorum eins og fjölskylda,“ skrifar Hamill. „Hún var ekkert lamb að leika sér við. Hún var fyrirhafnarsöm. En líf mitt hefði verið mun litlausara og óáhugaverðara ef hún hefði ekki verið sá vinur sem hún var.“
Tengdar fréttir Carrie Fisher er dáin Leikkonan fékk hjartaáfall á föstudaginn. 27. desember 2016 17:59 Carrie Fisher minnst um allan heim Margir minntust Carrie Fisher í kvöld en ljóst er að litríkur persónuleiki er fallinn frá. 27. desember 2016 21:00 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
Carrie Fisher minnst um allan heim Margir minntust Carrie Fisher í kvöld en ljóst er að litríkur persónuleiki er fallinn frá. 27. desember 2016 21:00