Hamill minnist Fisher: „Hún var ekkert lamb að leika sér við“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. janúar 2017 21:00 Hamill og Fisher voru góðir vinir. Vísir/Getty „Hún var ekkert lamb að leika sér við, en líf mitt hefði verið mun litlausara ef hún hefði ekki verið vinur minn.“ Svona minnist Mark Hamill vinkonu sinnar Carrie Fisher. Hamill er einn þeirra sem minnist Fisher í The Hollywood Reporter, en Fisher lést þann 27. desember síðastliðinn. Hamill fór með hlutverk Loga Geimgengils í Star Wars þar sem Fisher lék systur hans, Lilju prinsessu. Hamill segir þau hafa átt í einstöku sambandi og líkir því við að þau hafi verið saman í bílskúrshljómsveit sem hafi óvænt slegið í gegn og minnist þess þegar þau hittust fyrst, áður en tökur hófust af myndinni New Hope árið 1975. „Hún var 19 ára á þeim tíma. Ég var veraldarvanur, 24 ára. Ég hugsaði „guð minn góður, þetta verður eins og að vinna með menntaskólakrakka.“ En ég féll um koll. Hún var smjaðursöm og fyndin og opinská. Hún hafði einstakt lag á því að vera rosalega einlæg. Ég var nýbúin að kynnast henni en leið eins og við hefðum þekkst í tíu ár,“ skrifar Hamill.Gerði allt til að fá hana til að hlæja Hann segir að Fisher hafi verið glaðvær og lífsglöð og að hlátur hennar hafi verið eins konar heiðursmerki. „Það voru engin takmörk fyrir því hvað ég gerði til að fá hana til að hlæja. Ég elskaði hana og elskaði að koma henni til að hlæja. Hún gerði klikkaða hluti og fékk mig til að gera alls konar klikkaða hluti. Eftir á að hyggja voru þeir ekki svo klikkaðir. Á ákveðinn hátt voru þeir varnarhættir fyrir hana.“ Hamill segir Fisher hafa oft verið fyrirhafnarsama og að vináttan hafi oft á tíðum verið stormasöm, en að hún hafi gefið lífi hans lit. „Ég er þakklátur fyrir að við viðhéldum vinskap okkar og að við fengum annað tækifæri með nýju myndunum. Ég held það hafi verið hughreystandi fyrir hana að ég var þar, sama manneskjan, að hún gæti treyst mér, eins gagnrýnin og við vorum stundum á hvort annað. Í gegnum árin tókum við allan skalann, við elskuðum hvort annað og hötuðum við hvort annað. Við vorum eins og fjölskylda,“ skrifar Hamill. „Hún var ekkert lamb að leika sér við. Hún var fyrirhafnarsöm. En líf mitt hefði verið mun litlausara og óáhugaverðara ef hún hefði ekki verið sá vinur sem hún var.“ Tengdar fréttir Carrie Fisher er dáin Leikkonan fékk hjartaáfall á föstudaginn. 27. desember 2016 17:59 Carrie Fisher minnst um allan heim Margir minntust Carrie Fisher í kvöld en ljóst er að litríkur persónuleiki er fallinn frá. 27. desember 2016 21:00 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
„Hún var ekkert lamb að leika sér við, en líf mitt hefði verið mun litlausara ef hún hefði ekki verið vinur minn.“ Svona minnist Mark Hamill vinkonu sinnar Carrie Fisher. Hamill er einn þeirra sem minnist Fisher í The Hollywood Reporter, en Fisher lést þann 27. desember síðastliðinn. Hamill fór með hlutverk Loga Geimgengils í Star Wars þar sem Fisher lék systur hans, Lilju prinsessu. Hamill segir þau hafa átt í einstöku sambandi og líkir því við að þau hafi verið saman í bílskúrshljómsveit sem hafi óvænt slegið í gegn og minnist þess þegar þau hittust fyrst, áður en tökur hófust af myndinni New Hope árið 1975. „Hún var 19 ára á þeim tíma. Ég var veraldarvanur, 24 ára. Ég hugsaði „guð minn góður, þetta verður eins og að vinna með menntaskólakrakka.“ En ég féll um koll. Hún var smjaðursöm og fyndin og opinská. Hún hafði einstakt lag á því að vera rosalega einlæg. Ég var nýbúin að kynnast henni en leið eins og við hefðum þekkst í tíu ár,“ skrifar Hamill.Gerði allt til að fá hana til að hlæja Hann segir að Fisher hafi verið glaðvær og lífsglöð og að hlátur hennar hafi verið eins konar heiðursmerki. „Það voru engin takmörk fyrir því hvað ég gerði til að fá hana til að hlæja. Ég elskaði hana og elskaði að koma henni til að hlæja. Hún gerði klikkaða hluti og fékk mig til að gera alls konar klikkaða hluti. Eftir á að hyggja voru þeir ekki svo klikkaðir. Á ákveðinn hátt voru þeir varnarhættir fyrir hana.“ Hamill segir Fisher hafa oft verið fyrirhafnarsama og að vináttan hafi oft á tíðum verið stormasöm, en að hún hafi gefið lífi hans lit. „Ég er þakklátur fyrir að við viðhéldum vinskap okkar og að við fengum annað tækifæri með nýju myndunum. Ég held það hafi verið hughreystandi fyrir hana að ég var þar, sama manneskjan, að hún gæti treyst mér, eins gagnrýnin og við vorum stundum á hvort annað. Í gegnum árin tókum við allan skalann, við elskuðum hvort annað og hötuðum við hvort annað. Við vorum eins og fjölskylda,“ skrifar Hamill. „Hún var ekkert lamb að leika sér við. Hún var fyrirhafnarsöm. En líf mitt hefði verið mun litlausara og óáhugaverðara ef hún hefði ekki verið sá vinur sem hún var.“
Tengdar fréttir Carrie Fisher er dáin Leikkonan fékk hjartaáfall á föstudaginn. 27. desember 2016 17:59 Carrie Fisher minnst um allan heim Margir minntust Carrie Fisher í kvöld en ljóst er að litríkur persónuleiki er fallinn frá. 27. desember 2016 21:00 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Carrie Fisher minnst um allan heim Margir minntust Carrie Fisher í kvöld en ljóst er að litríkur persónuleiki er fallinn frá. 27. desember 2016 21:00