Innlent

Gunnar Hrafn: „Ég er allur að koma til“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, tjáði sig um þunglyndi sitt fyrir jól.
Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, tjáði sig um þunglyndi sitt fyrir jól. mynd/vísir
Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segist vilja gera gott úr veikindum sínum með því að innleiða úrbætur í geðheilbrigðiskerfinu. Gunnar Hrafn greindi frá þunglyndi sínu í lok síðasta árs og vakti viðtal við hann töluverða athygli eftir að hann ákvað að taka sér tímabundið leyfi frá þingstörfum vegna veikinda sinna.

Gunnar skrifaði færslu á Facebook síðu sína í dag þar sem hann segist allur vera að koma til og skilar þökkum til vina, kunningja, fjölskyludu og ókunnugra sem hafa hjálpað honum.

Sjá einnig: Gunnar Hrafn tjáir sig um veikindin: „Þessi sjúkdómur er tabú“

„Ég hef meðal annars heyrt frá kollegum þvert á flokka og hlakka til að snúa aftur á þing. Hvenær það verður er ekki fastákveðið en ég ætla að ræða það við þingflokkinn á næstunni og vonandi kem ég sterkur til baka fljótlega eftir að nýtt þing hefst,“ skrifar Gunnar.

Þá segir hann áramótaheiti sitt vera að reyna að svara þeim 300 skilaboðum og póstum sem honum hafa borist eftir að hann greindi frá veikindum sínum.

Færslu Gunnars má lesa hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×