HBStatz: Arnór klikkar ekki í hraðaupphlaupum og frákastar vel Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 11:30 Arnór Þór Gunnarsson er eini hægri hornamaðurinn í landsliðshópnum sem fer á HM í Frakklandi. vísir/ernir Arnór Þór Gunnarsson, hægri hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, skoraði 3,7 mörk að meðaltali í sjö mótsleikjum strákanna okkar á síðasta ári, en hann nýtti 62 prósent skota sinna, þar af 67 prósent úr horninu. Þetta kemur fram í tölfræðigreiningu handboltatölfræðisíðunnar HBStatz sem telur niður í heimsmeistaramótið í Frakklandi með því að fara yfir tölur strákannar okkar í mótsleikjum síðasta árs.Aron Pálmarsson var fyrst tekinn fyrir þar sem mikilvægi hans fyrir liðið kom bersýnilega í ljós og í gær var tölfræði Rúnars Kárasonar, hægri skyttu Íslands, birt.Sjá einnig:Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Arnór Þór skoraði 26 mörk í sjö mótsleikjum síðasta árs eða 3,7 mörk að meðaltali í leik. Hann þurfti 42 skot til að skora þessi 26 mörk sem gerir skotnýtingu upp á 62 prósent. Hann hitti 88 prósent skota sinna á markið en 26 prósent þeirra voru varin og aðeins tólf prósent fóru framhjá eða í varnarvegginn. Skotnýting Arnórs Þórs úr hægra horninu var 67 prósent á síðasta ári þar sem hann skoraði 16 mörk úr 24 skotum. Aðeins 57 prósent skota hans á markið komu úr horninu. Arnór Þór er góður í hraðaupphlaupum en hann skoraði úr öllum þremur skotum sínum úr hraðaupphlaupum á síðasta ári. Það vekur þó athygli að hraðaupphlaupin voru svona fá en þau voru aðalsmerki Íslands um árabil. Hornamaðurinn knái, sem spilar með Bergischer í þýsku 1. deildinni, skoraði þrjú mörk að meðaltali í þremur sigurleikjum Íslands á síðasta ári en 4,25 mörk í tapleikjunum fjórum (3 á EM 2016, 1 í undankeppni EM 2018). Skotnýting Arnórs Þór var aðeins betri í tapleikjunum en sigurleikjunum (63 prósent á móti 60 prósentum) þannig ekki verður sagt að Akureyringurinn bogni við mótlæti. Fram kemur í tölfræðigreiningu HBStatz að Arnór Þór er öflugur frákastari sem er vannýtt og vanmetin tölfræði í handbolta enda skila fráköst mjög oft marki eða vítakasti. Arnór tók 1,4 fráköst að meðaltali í mótsleikjunum sjö á síðasta ári. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu á tölfræði Arnórs Þórs Gunnarssonar á árinu 2016 frá HBStatz sem allir ættu að fylgja á Facebook og Twitter nú þegar HM gengur í garð. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00 Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira
Arnór Þór Gunnarsson, hægri hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, skoraði 3,7 mörk að meðaltali í sjö mótsleikjum strákanna okkar á síðasta ári, en hann nýtti 62 prósent skota sinna, þar af 67 prósent úr horninu. Þetta kemur fram í tölfræðigreiningu handboltatölfræðisíðunnar HBStatz sem telur niður í heimsmeistaramótið í Frakklandi með því að fara yfir tölur strákannar okkar í mótsleikjum síðasta árs.Aron Pálmarsson var fyrst tekinn fyrir þar sem mikilvægi hans fyrir liðið kom bersýnilega í ljós og í gær var tölfræði Rúnars Kárasonar, hægri skyttu Íslands, birt.Sjá einnig:Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Arnór Þór skoraði 26 mörk í sjö mótsleikjum síðasta árs eða 3,7 mörk að meðaltali í leik. Hann þurfti 42 skot til að skora þessi 26 mörk sem gerir skotnýtingu upp á 62 prósent. Hann hitti 88 prósent skota sinna á markið en 26 prósent þeirra voru varin og aðeins tólf prósent fóru framhjá eða í varnarvegginn. Skotnýting Arnórs Þórs úr hægra horninu var 67 prósent á síðasta ári þar sem hann skoraði 16 mörk úr 24 skotum. Aðeins 57 prósent skota hans á markið komu úr horninu. Arnór Þór er góður í hraðaupphlaupum en hann skoraði úr öllum þremur skotum sínum úr hraðaupphlaupum á síðasta ári. Það vekur þó athygli að hraðaupphlaupin voru svona fá en þau voru aðalsmerki Íslands um árabil. Hornamaðurinn knái, sem spilar með Bergischer í þýsku 1. deildinni, skoraði þrjú mörk að meðaltali í þremur sigurleikjum Íslands á síðasta ári en 4,25 mörk í tapleikjunum fjórum (3 á EM 2016, 1 í undankeppni EM 2018). Skotnýting Arnórs Þór var aðeins betri í tapleikjunum en sigurleikjunum (63 prósent á móti 60 prósentum) þannig ekki verður sagt að Akureyringurinn bogni við mótlæti. Fram kemur í tölfræðigreiningu HBStatz að Arnór Þór er öflugur frákastari sem er vannýtt og vanmetin tölfræði í handbolta enda skila fráköst mjög oft marki eða vítakasti. Arnór tók 1,4 fráköst að meðaltali í mótsleikjunum sjö á síðasta ári. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu á tölfræði Arnórs Þórs Gunnarssonar á árinu 2016 frá HBStatz sem allir ættu að fylgja á Facebook og Twitter nú þegar HM gengur í garð.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00 Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira
HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00
Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15