Jolie segir Pitt skíthræddan um að almenningur komist að hinu sanna um ástæður skilnaðarins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2017 12:30 Brad Pitt og Angelina Jolie á meðan allt lék í lyndi. vísir/getty Bandaríski leikarinn Brad Pitt er „skíthræddur um að almenningur komist að hinu sanna“ um það hvers vegna hann og leikkonan Angelina Jolie eru að skilja. Þetta kemur fram í gögnum sem lögð voru fram fyrir dómi af Lauru Wasser, lögmanni Jolie, og fjallað er um á slúðursíðunni TMZ. Í skjölunum kemur fram að Jolie þyki það sérstaklega ósvífið af Pitt að saka hana um að leka upplýsingum um skilnaðinn til fjölmiðla en í seinasta mánuði var því haldið fram af lögmönnum Pitt að leikkonan væri að því. Sögðu þeir að Jolie tæki sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni barna hennar og Pitt og skeytti lítið um einkalíf þeirra þegar það kæmi sér vel fyrir hana. Pitt hafði farið fram á að dómskjöl er varða forræði barna þeirra yrðu ekki opinber og kemur fram í frétt TMZ að Jolie hafi nú fallist á það. Hún er hins vegar ekki sátt við Pitt heldur þvert á móti og segir að hann vilji einungis leyna skjölunum því hann sé skíthræddur um að almenningur komist að hinu sanna um ástæður skilnaðarins. Þá segir jafnframt í skjölunum sem lögmaður Jolie lagði fram að Pitt sé að reyna að beina athyglinni frá sér í fjölmiðlafárinu í kringum skilnaðinn sem hefur bitnað á börnunum þeirra. „Það er enginn vafi á því að Pitt vill að öll skjöl í málinu séu leynileg, ekki síst vegna nákvæmra rannsókna alríkislögreglunnar, FBI, og barnaverndar á ásökunum um ofbeldi,“ segir einnig í skjölunum. Bæði FBI og barnavernd felldu málið niður en það snerist um ásakanir á hendur Pitt þess efnis að hann hefði verið með ógnandi hegðun gagnvart börnunum. Pitt og Jolie tóku saman árið 2004 og giftu sig tíu árum síðar. Þau eiga saman sex börn. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Tengdar fréttir Angelina Jolie fær börnin en Pitt fær að heimsækja Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá eiginmanni sínum Brad Pitt í september en þau höfðu verið saman síðan árið 2004. 8. nóvember 2016 11:30 Brad Pitt hreinsaður af ásökunum um ofbeldi Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur tilkynnt að hún muni ekki halda áfram rannsókn sinni á ásökunum um að leikarinn Brad Pitt hafi beitt eitt barna sinna ofbeldi 23. nóvember 2016 07:32 Angelina Jolie skellti sér á skíði með börnin Jolie fjölskyldan ákvað að flýja jólastressið og skella sér á skíði. 3. janúar 2017 15:00 Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fagnaði stórafmælinu með stæl í Kólumbíu Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Fleiri fréttir Fagnaði stórafmælinu með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Sjá meira
Bandaríski leikarinn Brad Pitt er „skíthræddur um að almenningur komist að hinu sanna“ um það hvers vegna hann og leikkonan Angelina Jolie eru að skilja. Þetta kemur fram í gögnum sem lögð voru fram fyrir dómi af Lauru Wasser, lögmanni Jolie, og fjallað er um á slúðursíðunni TMZ. Í skjölunum kemur fram að Jolie þyki það sérstaklega ósvífið af Pitt að saka hana um að leka upplýsingum um skilnaðinn til fjölmiðla en í seinasta mánuði var því haldið fram af lögmönnum Pitt að leikkonan væri að því. Sögðu þeir að Jolie tæki sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni barna hennar og Pitt og skeytti lítið um einkalíf þeirra þegar það kæmi sér vel fyrir hana. Pitt hafði farið fram á að dómskjöl er varða forræði barna þeirra yrðu ekki opinber og kemur fram í frétt TMZ að Jolie hafi nú fallist á það. Hún er hins vegar ekki sátt við Pitt heldur þvert á móti og segir að hann vilji einungis leyna skjölunum því hann sé skíthræddur um að almenningur komist að hinu sanna um ástæður skilnaðarins. Þá segir jafnframt í skjölunum sem lögmaður Jolie lagði fram að Pitt sé að reyna að beina athyglinni frá sér í fjölmiðlafárinu í kringum skilnaðinn sem hefur bitnað á börnunum þeirra. „Það er enginn vafi á því að Pitt vill að öll skjöl í málinu séu leynileg, ekki síst vegna nákvæmra rannsókna alríkislögreglunnar, FBI, og barnaverndar á ásökunum um ofbeldi,“ segir einnig í skjölunum. Bæði FBI og barnavernd felldu málið niður en það snerist um ásakanir á hendur Pitt þess efnis að hann hefði verið með ógnandi hegðun gagnvart börnunum. Pitt og Jolie tóku saman árið 2004 og giftu sig tíu árum síðar. Þau eiga saman sex börn.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Tengdar fréttir Angelina Jolie fær börnin en Pitt fær að heimsækja Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá eiginmanni sínum Brad Pitt í september en þau höfðu verið saman síðan árið 2004. 8. nóvember 2016 11:30 Brad Pitt hreinsaður af ásökunum um ofbeldi Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur tilkynnt að hún muni ekki halda áfram rannsókn sinni á ásökunum um að leikarinn Brad Pitt hafi beitt eitt barna sinna ofbeldi 23. nóvember 2016 07:32 Angelina Jolie skellti sér á skíði með börnin Jolie fjölskyldan ákvað að flýja jólastressið og skella sér á skíði. 3. janúar 2017 15:00 Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fagnaði stórafmælinu með stæl í Kólumbíu Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Fleiri fréttir Fagnaði stórafmælinu með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Sjá meira
Angelina Jolie fær börnin en Pitt fær að heimsækja Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá eiginmanni sínum Brad Pitt í september en þau höfðu verið saman síðan árið 2004. 8. nóvember 2016 11:30
Brad Pitt hreinsaður af ásökunum um ofbeldi Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur tilkynnt að hún muni ekki halda áfram rannsókn sinni á ásökunum um að leikarinn Brad Pitt hafi beitt eitt barna sinna ofbeldi 23. nóvember 2016 07:32
Angelina Jolie skellti sér á skíði með börnin Jolie fjölskyldan ákvað að flýja jólastressið og skella sér á skíði. 3. janúar 2017 15:00