Obama-hjónin sögð plana stjörnum prýtt kveðjupartí Birgir Olgeirsson skrifar 5. janúar 2017 15:21 Barack og Michelle Obama. Vísir/EPA Barack Obama eru sagður ætla að kveðja embætti forseta Bandaríkjanna með rosalegri veislu annað kvöld þar sem hver stjarnan á fætur annarri er sögð ætla að heiðra hann með nærveru sinni.Greint er frá því á vef Telegraph að tónlistarmennirnir Beyonce, Jay Z, Paul McCartney, Bruce Springsteen og Chance the Rapper séu á meðal þeirra sem munu mæta í þessa veislu sem er ætluð nánum vinum forsetans fráfarandi og stærstu styrktaraðilum hans.Barack hafði sagt við People Magazine fyrir skemmstu að hann og Michelle Obama væru að plana kveðjupartíið í Hvíta húsinu sem færi í sögubækurnar. Talsmenn Hvíta hússins hafa neitað að tjá sig um veisluna en Washington Post hefur greint frá því að innanbúðarmenn þar á bæ hafi nú þegar lekið boðslistanum og að á honum sé að finna tónlistarmanninn Usher, leikarann Samuel L. Jackson og spjallþáttadrottninguna Oprah Winfrey. Því er einnig haldið fram að tónlistarmaðurinn Stevie Wonder, leikstjórinn JJ Abrams og leikstjórinn George Lucas verði á meðal boðsgesta. Eftir kveðjupartíið mun Barack Obama ferðast til Chicago-borgar þar sem hann mun flytja kveðjuávarp sitt 10. janúar næstkomandi. Þessar fregnir um þetta stjörnum prýdda kveðjupartí Obama koma á sama tíma og fjöldi tónlistarmanna hafa neitað að koma fram innsetningarathöfn Donalds Trump. Tónlistarmaðurinn John Legend sagði við breska ríkisútvarpið BBC í desember síðastliðnum að hann væri ekki hissa á því. „Skapandi fólk á það til að hafna fordómum og hatri. Við erum frjálslyndari í hugsun. Þegar við sjáum einhvern tala fyrir aðskilnaði, hatri og fordómum, þá er ólíklegt að skapandi fólk vilji tengjast honum.“ Aretha Franklin söng þegar Barack Obama var settur inn í embætti í fyrsta skiptið en Beyonce gerði það í seinna skiptið. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Hafmeyjustytta í Kaupmannahöfn fjarlægð vegna klúrra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Barack Obama eru sagður ætla að kveðja embætti forseta Bandaríkjanna með rosalegri veislu annað kvöld þar sem hver stjarnan á fætur annarri er sögð ætla að heiðra hann með nærveru sinni.Greint er frá því á vef Telegraph að tónlistarmennirnir Beyonce, Jay Z, Paul McCartney, Bruce Springsteen og Chance the Rapper séu á meðal þeirra sem munu mæta í þessa veislu sem er ætluð nánum vinum forsetans fráfarandi og stærstu styrktaraðilum hans.Barack hafði sagt við People Magazine fyrir skemmstu að hann og Michelle Obama væru að plana kveðjupartíið í Hvíta húsinu sem færi í sögubækurnar. Talsmenn Hvíta hússins hafa neitað að tjá sig um veisluna en Washington Post hefur greint frá því að innanbúðarmenn þar á bæ hafi nú þegar lekið boðslistanum og að á honum sé að finna tónlistarmanninn Usher, leikarann Samuel L. Jackson og spjallþáttadrottninguna Oprah Winfrey. Því er einnig haldið fram að tónlistarmaðurinn Stevie Wonder, leikstjórinn JJ Abrams og leikstjórinn George Lucas verði á meðal boðsgesta. Eftir kveðjupartíið mun Barack Obama ferðast til Chicago-borgar þar sem hann mun flytja kveðjuávarp sitt 10. janúar næstkomandi. Þessar fregnir um þetta stjörnum prýdda kveðjupartí Obama koma á sama tíma og fjöldi tónlistarmanna hafa neitað að koma fram innsetningarathöfn Donalds Trump. Tónlistarmaðurinn John Legend sagði við breska ríkisútvarpið BBC í desember síðastliðnum að hann væri ekki hissa á því. „Skapandi fólk á það til að hafna fordómum og hatri. Við erum frjálslyndari í hugsun. Þegar við sjáum einhvern tala fyrir aðskilnaði, hatri og fordómum, þá er ólíklegt að skapandi fólk vilji tengjast honum.“ Aretha Franklin söng þegar Barack Obama var settur inn í embætti í fyrsta skiptið en Beyonce gerði það í seinna skiptið.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Hafmeyjustytta í Kaupmannahöfn fjarlægð vegna klúrra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira