Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. janúar 2017 20:01 Gaila og David Wilson Vísir/Skjáskot Áströlsk hjón sem leitað var í gær eftir að þau urðu viðskila við vélsleðahóp óttuðust að þau yrðu úti. Um 160 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að hjónunum í gær. Þau vanda ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland ekki kveðjuna, en lagt var upp í vélsleðaferðina þrátt fyrir stormviðvörun. David og Gaila Wilson voru í skipulagðri vélslseðaferð á vegum Mountaineers of Iceland þegar slokknaði á vélsleða þeirra hjóna. Þau biðu eftir því að leiðsögumaðurinn uppgötvaði að þau hefðu orðið eftir en án árangurs. Wilson hjónin voru í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Samkvæmt David hafði þeim verið sagt að ef einhver yrði viðskila við hópinn ætti viðkomandi að bíða og að leiðsögumaður myndi koma eftir fimm til tíu mínútur. Eftir að leiðsögumaður hafi gengið á röðina segist David hafa rekið sig í takka og drepið á vélsleðanum. Hann hafi reynt að gera leiðsögumanninum viðvart en án árangurs. Hjónin biðu eftir leiðsögumanninum í tvo og hálfan klukkutíma en án arangurs.Grófu sig í fönn Að endingu tókst David að koma vélsleðanuma ftur í gang. Þau hafi séð vélsleðaslóðina og ákveðið að reyna að fylgja henni. Þegar þau komu að klakabunka hvarf slóðin. Þau hafi þá ákveðið að grafa sig í fönn. „Konan mín var skelfingu lostin, hún hélt að við myndum deyja þarna,“ sagði David í samtali við RÚV. Hvarf hjónanna uppgötvaðist um þrjúleytið og voru björgunarsveitir kallaðar út rúmlega hálf fjögur. Þau segjast bæði hafa verið mjög óttasleginn og segjast ekki skilja hvers vegna ákveðið var að leggja upp í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. „Það ætti að loka fyrirtækinu. Það sendir okkur af stað þegar það er stormviðvörun. Við töluðum við annan leiðsögumann. Hann fór af stað með hóp en sneri til baka eftir 15 mínútur af því að þetta var ekki öruggt,“ sagði David, sem finnst einnig undarlegt að þeim hafi ekki verið kennt að gangsetja sleðann.Eins og slæmur draumur Þau segja að ástandið hafi verið bærilegt á meðan þau grófu sig í fönn en þegar þau sátu og biðu eftir að vera bjargað hafi þeim ekki litist á blikuna. „Við höfðum ekki hugmynd um hvað væri að gerast. Síðan fór hugurinn að spila með mann: Eru þeir búnir að gleyma okkur? Eru þeir farnir? Áttuðu þeir sig ekki á því að við urðum eftir?,“ sagði David. „Þetta er bara eins og slæmur draumur, ég óttast að vakna þarna í fönninni aftur,“ segir Gaila. David segist einnig furða sig á því hvers vegna fyrirtækið hafi ekki farið með þau hjónin á sjúkrahús. Þau hafi sjálf farið í dag og borgað töluverða upphæð. Hjónin segjast þó þakklát björgunarsveitarfólkinu sem kom þeim til bjargar. Tengdar fréttir Björgunarsveitir fundu parið heilt á húfi Parið sem björgunarveitir Landsbjargar hafa leitað síðan klukkan fimm í dag er fundið. 5. janúar 2017 21:01 Vélsleðamanna leitað á Langjökli Tveir urðu viðskila við vélsleðahóp. 5. janúar 2017 16:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Sjá meira
Áströlsk hjón sem leitað var í gær eftir að þau urðu viðskila við vélsleðahóp óttuðust að þau yrðu úti. Um 160 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að hjónunum í gær. Þau vanda ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland ekki kveðjuna, en lagt var upp í vélsleðaferðina þrátt fyrir stormviðvörun. David og Gaila Wilson voru í skipulagðri vélslseðaferð á vegum Mountaineers of Iceland þegar slokknaði á vélsleða þeirra hjóna. Þau biðu eftir því að leiðsögumaðurinn uppgötvaði að þau hefðu orðið eftir en án árangurs. Wilson hjónin voru í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Samkvæmt David hafði þeim verið sagt að ef einhver yrði viðskila við hópinn ætti viðkomandi að bíða og að leiðsögumaður myndi koma eftir fimm til tíu mínútur. Eftir að leiðsögumaður hafi gengið á röðina segist David hafa rekið sig í takka og drepið á vélsleðanum. Hann hafi reynt að gera leiðsögumanninum viðvart en án árangurs. Hjónin biðu eftir leiðsögumanninum í tvo og hálfan klukkutíma en án arangurs.Grófu sig í fönn Að endingu tókst David að koma vélsleðanuma ftur í gang. Þau hafi séð vélsleðaslóðina og ákveðið að reyna að fylgja henni. Þegar þau komu að klakabunka hvarf slóðin. Þau hafi þá ákveðið að grafa sig í fönn. „Konan mín var skelfingu lostin, hún hélt að við myndum deyja þarna,“ sagði David í samtali við RÚV. Hvarf hjónanna uppgötvaðist um þrjúleytið og voru björgunarsveitir kallaðar út rúmlega hálf fjögur. Þau segjast bæði hafa verið mjög óttasleginn og segjast ekki skilja hvers vegna ákveðið var að leggja upp í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. „Það ætti að loka fyrirtækinu. Það sendir okkur af stað þegar það er stormviðvörun. Við töluðum við annan leiðsögumann. Hann fór af stað með hóp en sneri til baka eftir 15 mínútur af því að þetta var ekki öruggt,“ sagði David, sem finnst einnig undarlegt að þeim hafi ekki verið kennt að gangsetja sleðann.Eins og slæmur draumur Þau segja að ástandið hafi verið bærilegt á meðan þau grófu sig í fönn en þegar þau sátu og biðu eftir að vera bjargað hafi þeim ekki litist á blikuna. „Við höfðum ekki hugmynd um hvað væri að gerast. Síðan fór hugurinn að spila með mann: Eru þeir búnir að gleyma okkur? Eru þeir farnir? Áttuðu þeir sig ekki á því að við urðum eftir?,“ sagði David. „Þetta er bara eins og slæmur draumur, ég óttast að vakna þarna í fönninni aftur,“ segir Gaila. David segist einnig furða sig á því hvers vegna fyrirtækið hafi ekki farið með þau hjónin á sjúkrahús. Þau hafi sjálf farið í dag og borgað töluverða upphæð. Hjónin segjast þó þakklát björgunarsveitarfólkinu sem kom þeim til bjargar.
Tengdar fréttir Björgunarsveitir fundu parið heilt á húfi Parið sem björgunarveitir Landsbjargar hafa leitað síðan klukkan fimm í dag er fundið. 5. janúar 2017 21:01 Vélsleðamanna leitað á Langjökli Tveir urðu viðskila við vélsleðahóp. 5. janúar 2017 16:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Sjá meira
Björgunarsveitir fundu parið heilt á húfi Parið sem björgunarveitir Landsbjargar hafa leitað síðan klukkan fimm í dag er fundið. 5. janúar 2017 21:01