Segir Bowie ekki hafa vitað að hann væri dauðvona fyrir tökur á Lazarus-myndbandinu Birgir Olgeirsson skrifar 8. janúar 2017 09:13 David Bowie í Lazarus-myndbandinu. Vísir/YouTube Ný heimildarmynd er sögð varpa ljósi á síðustu ár breska tónlistarmannsins David Bowie sem lést fyrir tæpu ári síðan eftir baráttu við lifrarkrabbamein. Myndin ber heitið David Bowie: The Last Five Years sem var frumsýnd á BBC Two í gærkvöldi. Myndin fylgir Bowie eftir á Reality-tónleikaferðalaginu hans árið 2003 og einnig er fylgst með þegar hann vann að síðustu hljóðversplötu sinni, Blackstar.Sjáðu stiklu úr heimildarmyndinni hér fyrir neðan:Átján mánuðum fyrir dauða hans hafði Bowie greinst með krabbamein í lifur en í myndinni er meðal annars rætt við Johan Renck, sem leikstýrði tónlistarmyndbandinu við lagið Lazarus, sem segir Bowie ekki vitað af því að meinið myndi draga hann til dauða fyrr en þremur mánuðum fyrir dauðdaga hans. Renck segist ekki hafa verið látinn vita því fyrr en tökum á myndbandinu við Lazarus var lokið, en í myndbandinu er dauði og endurfæðing allt um lykjandi. „Ég komst að því seinna að þessa viku sem við vorum í tökum fékk hann þær fréttir að hann ætti ekki langt eftir,“ er haft eftir Renck. Margir hafa dregið þá ályktun að Bowie hafi séð endalokin fyrir og varpað því fram í gegnum lagið Lazarus. Við upphaf myndbandsins sést hann í sjúkrarúmi með sárabindi fyrir augunum. Renck neitar því hins vegar að tónlistarmyndbandið hafi eitthvað með veikindi hans að gera.Breska dagblaðið The Guardian greinir frá því að Renck fengið hugmyndina að myndbandinu viku áður en hann fékk að heyra af lífshorfum Bowie. „David sagði: „Ég vil bara gera einfalt myndband“. Ég svaraði samstundis: „Lagið heitir Lazarus, þú ættir að vera í rúminu“.“ Bowie hélt veikindum sínum leyndum fyrir nánast öllum til að reyna að vernda fjölskyldu sína og fá að starfa óáreittur við gerð tónlistar. Samkvæmt Guardian hafði hann hafið vinnu við framhald á Lazarus nokkrum vikum fyrir andlátið. „Mér finnst það ekki skrýtið að hann hafi haldið veikindunum leyndum,“ er haft eftir leikstjóra myndarinnar, Francis Whately, á vef Guardian. Hann segir hann hafa verið opinbera persónu í fjörutíu ár. „Honum fannst hann hafa sagt allt sem hann þurfti að segja.“ Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Ný heimildarmynd er sögð varpa ljósi á síðustu ár breska tónlistarmannsins David Bowie sem lést fyrir tæpu ári síðan eftir baráttu við lifrarkrabbamein. Myndin ber heitið David Bowie: The Last Five Years sem var frumsýnd á BBC Two í gærkvöldi. Myndin fylgir Bowie eftir á Reality-tónleikaferðalaginu hans árið 2003 og einnig er fylgst með þegar hann vann að síðustu hljóðversplötu sinni, Blackstar.Sjáðu stiklu úr heimildarmyndinni hér fyrir neðan:Átján mánuðum fyrir dauða hans hafði Bowie greinst með krabbamein í lifur en í myndinni er meðal annars rætt við Johan Renck, sem leikstýrði tónlistarmyndbandinu við lagið Lazarus, sem segir Bowie ekki vitað af því að meinið myndi draga hann til dauða fyrr en þremur mánuðum fyrir dauðdaga hans. Renck segist ekki hafa verið látinn vita því fyrr en tökum á myndbandinu við Lazarus var lokið, en í myndbandinu er dauði og endurfæðing allt um lykjandi. „Ég komst að því seinna að þessa viku sem við vorum í tökum fékk hann þær fréttir að hann ætti ekki langt eftir,“ er haft eftir Renck. Margir hafa dregið þá ályktun að Bowie hafi séð endalokin fyrir og varpað því fram í gegnum lagið Lazarus. Við upphaf myndbandsins sést hann í sjúkrarúmi með sárabindi fyrir augunum. Renck neitar því hins vegar að tónlistarmyndbandið hafi eitthvað með veikindi hans að gera.Breska dagblaðið The Guardian greinir frá því að Renck fengið hugmyndina að myndbandinu viku áður en hann fékk að heyra af lífshorfum Bowie. „David sagði: „Ég vil bara gera einfalt myndband“. Ég svaraði samstundis: „Lagið heitir Lazarus, þú ættir að vera í rúminu“.“ Bowie hélt veikindum sínum leyndum fyrir nánast öllum til að reyna að vernda fjölskyldu sína og fá að starfa óáreittur við gerð tónlistar. Samkvæmt Guardian hafði hann hafið vinnu við framhald á Lazarus nokkrum vikum fyrir andlátið. „Mér finnst það ekki skrýtið að hann hafi haldið veikindunum leyndum,“ er haft eftir leikstjóra myndarinnar, Francis Whately, á vef Guardian. Hann segir hann hafa verið opinbera persónu í fjörutíu ár. „Honum fannst hann hafa sagt allt sem hann þurfti að segja.“
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira