Segir Bowie ekki hafa vitað að hann væri dauðvona fyrir tökur á Lazarus-myndbandinu Birgir Olgeirsson skrifar 8. janúar 2017 09:13 David Bowie í Lazarus-myndbandinu. Vísir/YouTube Ný heimildarmynd er sögð varpa ljósi á síðustu ár breska tónlistarmannsins David Bowie sem lést fyrir tæpu ári síðan eftir baráttu við lifrarkrabbamein. Myndin ber heitið David Bowie: The Last Five Years sem var frumsýnd á BBC Two í gærkvöldi. Myndin fylgir Bowie eftir á Reality-tónleikaferðalaginu hans árið 2003 og einnig er fylgst með þegar hann vann að síðustu hljóðversplötu sinni, Blackstar.Sjáðu stiklu úr heimildarmyndinni hér fyrir neðan:Átján mánuðum fyrir dauða hans hafði Bowie greinst með krabbamein í lifur en í myndinni er meðal annars rætt við Johan Renck, sem leikstýrði tónlistarmyndbandinu við lagið Lazarus, sem segir Bowie ekki vitað af því að meinið myndi draga hann til dauða fyrr en þremur mánuðum fyrir dauðdaga hans. Renck segist ekki hafa verið látinn vita því fyrr en tökum á myndbandinu við Lazarus var lokið, en í myndbandinu er dauði og endurfæðing allt um lykjandi. „Ég komst að því seinna að þessa viku sem við vorum í tökum fékk hann þær fréttir að hann ætti ekki langt eftir,“ er haft eftir Renck. Margir hafa dregið þá ályktun að Bowie hafi séð endalokin fyrir og varpað því fram í gegnum lagið Lazarus. Við upphaf myndbandsins sést hann í sjúkrarúmi með sárabindi fyrir augunum. Renck neitar því hins vegar að tónlistarmyndbandið hafi eitthvað með veikindi hans að gera.Breska dagblaðið The Guardian greinir frá því að Renck fengið hugmyndina að myndbandinu viku áður en hann fékk að heyra af lífshorfum Bowie. „David sagði: „Ég vil bara gera einfalt myndband“. Ég svaraði samstundis: „Lagið heitir Lazarus, þú ættir að vera í rúminu“.“ Bowie hélt veikindum sínum leyndum fyrir nánast öllum til að reyna að vernda fjölskyldu sína og fá að starfa óáreittur við gerð tónlistar. Samkvæmt Guardian hafði hann hafið vinnu við framhald á Lazarus nokkrum vikum fyrir andlátið. „Mér finnst það ekki skrýtið að hann hafi haldið veikindunum leyndum,“ er haft eftir leikstjóra myndarinnar, Francis Whately, á vef Guardian. Hann segir hann hafa verið opinbera persónu í fjörutíu ár. „Honum fannst hann hafa sagt allt sem hann þurfti að segja.“ Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Ný heimildarmynd er sögð varpa ljósi á síðustu ár breska tónlistarmannsins David Bowie sem lést fyrir tæpu ári síðan eftir baráttu við lifrarkrabbamein. Myndin ber heitið David Bowie: The Last Five Years sem var frumsýnd á BBC Two í gærkvöldi. Myndin fylgir Bowie eftir á Reality-tónleikaferðalaginu hans árið 2003 og einnig er fylgst með þegar hann vann að síðustu hljóðversplötu sinni, Blackstar.Sjáðu stiklu úr heimildarmyndinni hér fyrir neðan:Átján mánuðum fyrir dauða hans hafði Bowie greinst með krabbamein í lifur en í myndinni er meðal annars rætt við Johan Renck, sem leikstýrði tónlistarmyndbandinu við lagið Lazarus, sem segir Bowie ekki vitað af því að meinið myndi draga hann til dauða fyrr en þremur mánuðum fyrir dauðdaga hans. Renck segist ekki hafa verið látinn vita því fyrr en tökum á myndbandinu við Lazarus var lokið, en í myndbandinu er dauði og endurfæðing allt um lykjandi. „Ég komst að því seinna að þessa viku sem við vorum í tökum fékk hann þær fréttir að hann ætti ekki langt eftir,“ er haft eftir Renck. Margir hafa dregið þá ályktun að Bowie hafi séð endalokin fyrir og varpað því fram í gegnum lagið Lazarus. Við upphaf myndbandsins sést hann í sjúkrarúmi með sárabindi fyrir augunum. Renck neitar því hins vegar að tónlistarmyndbandið hafi eitthvað með veikindi hans að gera.Breska dagblaðið The Guardian greinir frá því að Renck fengið hugmyndina að myndbandinu viku áður en hann fékk að heyra af lífshorfum Bowie. „David sagði: „Ég vil bara gera einfalt myndband“. Ég svaraði samstundis: „Lagið heitir Lazarus, þú ættir að vera í rúminu“.“ Bowie hélt veikindum sínum leyndum fyrir nánast öllum til að reyna að vernda fjölskyldu sína og fá að starfa óáreittur við gerð tónlistar. Samkvæmt Guardian hafði hann hafið vinnu við framhald á Lazarus nokkrum vikum fyrir andlátið. „Mér finnst það ekki skrýtið að hann hafi haldið veikindunum leyndum,“ er haft eftir leikstjóra myndarinnar, Francis Whately, á vef Guardian. Hann segir hann hafa verið opinbera persónu í fjörutíu ár. „Honum fannst hann hafa sagt allt sem hann þurfti að segja.“
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira