„Þetta á að vera mega Írafársupplifun“ Guðný Hrönn skrifar 8. desember 2017 06:30 Miðasala á þessa einu tónleika hefst 12. desember klukkan 12.00 og Birgitta segir mikla spennu í loftinu. MYND/GASSI „Eftir mikla pressu undanfarin ár á að koma aftur saman tókum við þá ákvörðun að nú væri tíminn kominn. Við í Írafári höfum ekki spilað saman í 12 ár og eigum líka 20 ára afmæli sem hljómsveit. Þannig að ef einhvern tímann er tilefni, þá er það núna,“ segir Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir, söngkona Írafárs, um endurkomu hljómsveitarinnar. Birgitta segist hafa orðið vör við að fólk sé spennt fyrir endurkomunni en sveitin ætlar að halda eina tónleika í Hörpu í júní. „Ég finn fyrir mikilli ánægju og ég vona að fólk sé jafn spennt og við erum. Við erum alveg ótrúlega spennt og erum byrjuð að hittast og æfa. Þannig að ef einhver á eftir að skemmta sér þá erum það við,“ segir Birgitta og hlær. Spurð út í hvernig æfingar gangi eftir 12 ára hlé segir Birgitta þær ganga furðuvel.„Við höfum ekki spilað saman í mörg ár þannig að við erum aðeins að rifja upp. En það er ótrúlegt hvað þetta kemur fljótt. Við spiluðum þessi lög náttúrlega svo ótrúlega oft í svo mörg ár.“Er þetta kannski smá eins og að læra að hjóla, eitthvað sem gleymist aldrei? „Þetta er kannski smá eins og að vera búinn að læra á skíði en hafa ekki skíðað í 12 ár. Maður er aðeins ryðgaður í fyrstu þremur ferðunum en svo er þetta bara komið!“Írafár hefur gefið út þrjár plötur.Aðspurð hvort þau hafi ekki saknað þess að spila saman og koma fram í þessu 12 ára hléi segir Birgitta: „Jú, algjörlega. En þetta hlé var alveg kærkomið á sínum tíma því við vorum búin að spila og vinna yfir okkur.“Hvað er svo fram undan hjá Írafári, fyrir utan tónleikana? „Við erum búin að vera að semja og dunda okkur í stúdíói. Og ef allt gengur að óskum þá vonandi getum við komið með einn síngúl fyrir tónleika,“ segir Birgitta sem lofar góðu partíi á tónleikunum sem haldnir verða í Eldborg 2. júní. Við ætlum að tjalda öllu til og gera þetta eins flott og við mögulega getum. Við tökum þetta alla leið og þetta á að vera mega Írafársupplifun.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
„Eftir mikla pressu undanfarin ár á að koma aftur saman tókum við þá ákvörðun að nú væri tíminn kominn. Við í Írafári höfum ekki spilað saman í 12 ár og eigum líka 20 ára afmæli sem hljómsveit. Þannig að ef einhvern tímann er tilefni, þá er það núna,“ segir Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir, söngkona Írafárs, um endurkomu hljómsveitarinnar. Birgitta segist hafa orðið vör við að fólk sé spennt fyrir endurkomunni en sveitin ætlar að halda eina tónleika í Hörpu í júní. „Ég finn fyrir mikilli ánægju og ég vona að fólk sé jafn spennt og við erum. Við erum alveg ótrúlega spennt og erum byrjuð að hittast og æfa. Þannig að ef einhver á eftir að skemmta sér þá erum það við,“ segir Birgitta og hlær. Spurð út í hvernig æfingar gangi eftir 12 ára hlé segir Birgitta þær ganga furðuvel.„Við höfum ekki spilað saman í mörg ár þannig að við erum aðeins að rifja upp. En það er ótrúlegt hvað þetta kemur fljótt. Við spiluðum þessi lög náttúrlega svo ótrúlega oft í svo mörg ár.“Er þetta kannski smá eins og að læra að hjóla, eitthvað sem gleymist aldrei? „Þetta er kannski smá eins og að vera búinn að læra á skíði en hafa ekki skíðað í 12 ár. Maður er aðeins ryðgaður í fyrstu þremur ferðunum en svo er þetta bara komið!“Írafár hefur gefið út þrjár plötur.Aðspurð hvort þau hafi ekki saknað þess að spila saman og koma fram í þessu 12 ára hléi segir Birgitta: „Jú, algjörlega. En þetta hlé var alveg kærkomið á sínum tíma því við vorum búin að spila og vinna yfir okkur.“Hvað er svo fram undan hjá Írafári, fyrir utan tónleikana? „Við erum búin að vera að semja og dunda okkur í stúdíói. Og ef allt gengur að óskum þá vonandi getum við komið með einn síngúl fyrir tónleika,“ segir Birgitta sem lofar góðu partíi á tónleikunum sem haldnir verða í Eldborg 2. júní. Við ætlum að tjalda öllu til og gera þetta eins flott og við mögulega getum. Við tökum þetta alla leið og þetta á að vera mega Írafársupplifun.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira