Kyn ekki haft til hliðsjónar við skipan dómara Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2017 13:15 Dómsmálaráðherra segir skipta öllu máli að hæfir einstaklingar ráðist til dómarastarfa á öllum dómstigum. Nú sé skipting karla og kvenna við héraðsdóma nokkurn vegin jöfn og hún trúi því að þannig verði þróunin einnig við skipan hæstaréttardómara. En þingflokksformaður Vinstri grænna gagnrýnir að jafnréttissjónarmið séu ekki höfð til hliðsjónar við skipan hæstaréttardómara. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna spurði Sigríði Andersen dómsmálaráðherra á Alþingi í gær út í viðhorf ráðherrans til jafnrar stöðu karla og kvenna í dómaraembættum við Hæstarétt. Fagnaði Svandís því að í stjórnarsáttmála stæði "að jafnrétti í víðtækri merkingu væri órjúfanlegur þáttur í réttlátu og sanngjörnu samfélagi." Jafnréttissinnar og femínistar í stjórnmálum hefðu talið að með þessari yfirlýsingu væri komin þverpólitísk stemming fyrir því að hafa kynjajafnréttismál á dagskrá. „Allir ráðherra ríkisstjórnarinnar styðja átak til að jafna hlut kynjanna; He For She. En svo bregður svo við að hæstvirtur dómsmálaráðherra segir að aukið vægi kynjasjónarmiða við skipan dómara sé ekki til velfarnaðar fallið. Virðulegur forseti, ég spyr hæstvirtan ráðherra, hefur ráðherrann engar áhyggjur af kynjahlutföllunum í dómskerfinu og ef svo er, hvernig telur ráðherrann að hún geti rökstutt þá afstöðu sína með hliðsjón af samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Svandís. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sagði skipta öllu máli að við skipan dómara á öllum stigum dómskerfisins veldust hæfir einstaklingar til starfa. Sérstakri nefnd væri samkvæmt lögum ætlað að meta hæfni umsækjenda um dómarastöður og þá væri horft til fræðilegs bakgrunns þeirra í víðu tilliti. „Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að víkja þessu sjónarmiði til hliðar fyrir það sjónarmið að fjölga tilteknum einstaklingum í réttinn. Á grundvelli einhverra sjónarmiða eins og t.d. kynjasjónarmiða. Ég spyr þá bara á móti, hvaða sjónarmið vilja menn leggja til grundvallar við skipun dómara, spurði Sigríður. Það væri hennar sannfæring að réttarörygginu væri best borgið með því að líta til hæfni umsækjenda. „Ég hef líka sagt að ég hef engar áhyggjur af því eins og staðan er orðin í dag að meðal hæfustu umsækjenda séu konur jafnt sem karlar,“ sagði dómsmálaráðherra. „Ég ætla mér ekki að snúa út úr hennar orðum en það liggur hér í loftinu, og hún hefur þá tækifæri til að leiðrétta það, að hún telji að réttaröryggi sé stefnt í hættu með því að horfa til kynjasjónarmiða. Ég vona auðvitað að það sé ekki hennar afstaða en ég get ekki betur skilið af hennar orðum en að kyn skipti engu máli,“ sagði Svandís. Dómsmálaráðherra benti á að það væri nokkurn vegin jöfn skipting milli kynjanna við héraðsdóma landsins. Nú sætu níu dómarar við Hæstarétt en þeir yrðu sjö eftir næstu áramót. „Ég hef engar áhyggjur af því en að með tímanum, og það auðvitað hefur verið jafnari skipting þar en er akkúrat núna; að þá muni konum auðvitað fjölga við þennan rétt. Ég hef heldur engar áhyggjur af því að konur muni ekki sækja um stöður sem nú hafa verið auglýstar við hinn nýja Landsrétt. Ég vil líka vekja athygli á því að í valnefndinni sem ég nefndi, valnefnd sem er falið að meta hæfi kvenna og karla, sitja nú fleiri konur en karlar,“ sagði Sigríður Andersen. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir skipta öllu máli að hæfir einstaklingar ráðist til dómarastarfa á öllum dómstigum. Nú sé skipting karla og kvenna við héraðsdóma nokkurn vegin jöfn og hún trúi því að þannig verði þróunin einnig við skipan hæstaréttardómara. En þingflokksformaður Vinstri grænna gagnrýnir að jafnréttissjónarmið séu ekki höfð til hliðsjónar við skipan hæstaréttardómara. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna spurði Sigríði Andersen dómsmálaráðherra á Alþingi í gær út í viðhorf ráðherrans til jafnrar stöðu karla og kvenna í dómaraembættum við Hæstarétt. Fagnaði Svandís því að í stjórnarsáttmála stæði "að jafnrétti í víðtækri merkingu væri órjúfanlegur þáttur í réttlátu og sanngjörnu samfélagi." Jafnréttissinnar og femínistar í stjórnmálum hefðu talið að með þessari yfirlýsingu væri komin þverpólitísk stemming fyrir því að hafa kynjajafnréttismál á dagskrá. „Allir ráðherra ríkisstjórnarinnar styðja átak til að jafna hlut kynjanna; He For She. En svo bregður svo við að hæstvirtur dómsmálaráðherra segir að aukið vægi kynjasjónarmiða við skipan dómara sé ekki til velfarnaðar fallið. Virðulegur forseti, ég spyr hæstvirtan ráðherra, hefur ráðherrann engar áhyggjur af kynjahlutföllunum í dómskerfinu og ef svo er, hvernig telur ráðherrann að hún geti rökstutt þá afstöðu sína með hliðsjón af samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Svandís. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sagði skipta öllu máli að við skipan dómara á öllum stigum dómskerfisins veldust hæfir einstaklingar til starfa. Sérstakri nefnd væri samkvæmt lögum ætlað að meta hæfni umsækjenda um dómarastöður og þá væri horft til fræðilegs bakgrunns þeirra í víðu tilliti. „Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að víkja þessu sjónarmiði til hliðar fyrir það sjónarmið að fjölga tilteknum einstaklingum í réttinn. Á grundvelli einhverra sjónarmiða eins og t.d. kynjasjónarmiða. Ég spyr þá bara á móti, hvaða sjónarmið vilja menn leggja til grundvallar við skipun dómara, spurði Sigríður. Það væri hennar sannfæring að réttarörygginu væri best borgið með því að líta til hæfni umsækjenda. „Ég hef líka sagt að ég hef engar áhyggjur af því eins og staðan er orðin í dag að meðal hæfustu umsækjenda séu konur jafnt sem karlar,“ sagði dómsmálaráðherra. „Ég ætla mér ekki að snúa út úr hennar orðum en það liggur hér í loftinu, og hún hefur þá tækifæri til að leiðrétta það, að hún telji að réttaröryggi sé stefnt í hættu með því að horfa til kynjasjónarmiða. Ég vona auðvitað að það sé ekki hennar afstaða en ég get ekki betur skilið af hennar orðum en að kyn skipti engu máli,“ sagði Svandís. Dómsmálaráðherra benti á að það væri nokkurn vegin jöfn skipting milli kynjanna við héraðsdóma landsins. Nú sætu níu dómarar við Hæstarétt en þeir yrðu sjö eftir næstu áramót. „Ég hef engar áhyggjur af því en að með tímanum, og það auðvitað hefur verið jafnari skipting þar en er akkúrat núna; að þá muni konum auðvitað fjölga við þennan rétt. Ég hef heldur engar áhyggjur af því að konur muni ekki sækja um stöður sem nú hafa verið auglýstar við hinn nýja Landsrétt. Ég vil líka vekja athygli á því að í valnefndinni sem ég nefndi, valnefnd sem er falið að meta hæfi kvenna og karla, sitja nú fleiri konur en karlar,“ sagði Sigríður Andersen.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira