Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2017 11:45 Á kortinu má sjá ferðir Polar Nanoq frá því það leggur úr höfn á laugardagskvöld og þar til það kemur aftur til Hafnarfjarðar á miðvikudagskvöld. vísir/garðar/loftmyndir Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. Þá komu íslenskir sérsveitarmenn um borð í grænlenska togarann og voru mennirnir þá skildir að. Mennirnir tveir sem eru í haldi lögreglu eru grunaðir um manndráp. Þeir hafa verið í einangrun á lögreglustöðinni á Hverfisgötu síðan á aðfaranótt fimmtudags en Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði seint á miðvikudagskvöld. Skipið fór frá Íslandi á laugardagskvöld en var snúið við síðdegis á þriðjudag. Í gær úrskurðaði héraðsdómur skipverjana tvo í tveggja vikna gæsluvarðhald en lögreglan hafði farið fram á fjögurra vikna varðhald. Úrskurðurinn var því kærður til Hæstaréttar en ekki liggur fyrir hvenær hann mun kveða upp sinn dóm. Það er þó talið líklegt að það verði í dag.Sakborningum tekst aldrei 100 prósent að samræma framburð Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir það liggja fyrir í málinu að skipverjarnir á Polar Nanoq höfðu upplýsingar um það að lögregluyfirvöld á Íslandi kynnu að vilja að ná tali af þeim. „Það er síðan nokkuð langur tími sem líður áður en þeir eru handteknir þannig að það blasir þá við að menn hafa tækifæri til að tala saman,“ segir Grímur. Hann segir að það hefði verið betra ef fjölmiðlar hefðu ekki greint svo fljótt frá hugsanlegum tengslum skipverja á grænlenska togaranum við hvarf Birnu en telur það þó ekki hafa spillt rannsóknarhagsmunum.En hvaða áhrif hefur það á rannsóknina ef hinir grunuðu hafa tækifæri til að bera saman bækur sínar og samræma framburði? „Það er náttúrulega vont ef sakborningar ná að samræma framburð en það er nú þannig að slíkt tekst aldrei 100 prósent þannig að það getur líka ákveðinn vandi fyrir menn að samræma framburð. Það getur verið erfitt fyrir menn að halda utan um hvað maður ætlar að segja.“Maður getur lent í ógöngum? „Maður getur lent í ógöngum þegar maður segir ekki satt, það er vandinn við það að segja ósatt.“Hér að neðan má heyra viðtal við Grím úr Harmageddon frá því í morgun. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. Þá komu íslenskir sérsveitarmenn um borð í grænlenska togarann og voru mennirnir þá skildir að. Mennirnir tveir sem eru í haldi lögreglu eru grunaðir um manndráp. Þeir hafa verið í einangrun á lögreglustöðinni á Hverfisgötu síðan á aðfaranótt fimmtudags en Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði seint á miðvikudagskvöld. Skipið fór frá Íslandi á laugardagskvöld en var snúið við síðdegis á þriðjudag. Í gær úrskurðaði héraðsdómur skipverjana tvo í tveggja vikna gæsluvarðhald en lögreglan hafði farið fram á fjögurra vikna varðhald. Úrskurðurinn var því kærður til Hæstaréttar en ekki liggur fyrir hvenær hann mun kveða upp sinn dóm. Það er þó talið líklegt að það verði í dag.Sakborningum tekst aldrei 100 prósent að samræma framburð Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir það liggja fyrir í málinu að skipverjarnir á Polar Nanoq höfðu upplýsingar um það að lögregluyfirvöld á Íslandi kynnu að vilja að ná tali af þeim. „Það er síðan nokkuð langur tími sem líður áður en þeir eru handteknir þannig að það blasir þá við að menn hafa tækifæri til að tala saman,“ segir Grímur. Hann segir að það hefði verið betra ef fjölmiðlar hefðu ekki greint svo fljótt frá hugsanlegum tengslum skipverja á grænlenska togaranum við hvarf Birnu en telur það þó ekki hafa spillt rannsóknarhagsmunum.En hvaða áhrif hefur það á rannsóknina ef hinir grunuðu hafa tækifæri til að bera saman bækur sínar og samræma framburði? „Það er náttúrulega vont ef sakborningar ná að samræma framburð en það er nú þannig að slíkt tekst aldrei 100 prósent þannig að það getur líka ákveðinn vandi fyrir menn að samræma framburð. Það getur verið erfitt fyrir menn að halda utan um hvað maður ætlar að segja.“Maður getur lent í ógöngum? „Maður getur lent í ógöngum þegar maður segir ekki satt, það er vandinn við það að segja ósatt.“Hér að neðan má heyra viðtal við Grím úr Harmageddon frá því í morgun.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49
Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45