Mikið menntaðir Íslendingar eignast færri börn Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. janúar 2017 18:05 Einstaklingar með mikla menntun eignast færri börn en þeir sem hafa ekki menntað sig samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar. Þeir sem mælast hátt í eiginleikum til að mennta sig mikið en hafa engu að síður litla menntun eiga líka færri börn en þeir sem mælast lágt. Í rannsókninni skoðuðu vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hvernig arfgeng tilhneiging manna til að sækja sér menntun hefur breyst á nokkrum áratugum. Skoðað var erfðamengi 129.808 Íslendinga sem voru á lífi á árunum 1910-1990. „Það sem við sýndum fram í íslensku samfélagi, sem menn hafa vitað lengi, er að fólk sem hefur mikla menntun á að meðaltali færri börn heldur en fólk sem er með litla menntun. Það á rætur sínar að mestu leyti í því að þeir sem eru með mikla menntun fresta því að eignast sitt fyrsta barn,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Íslensk erfðagreining tók alla breytanleika í erfðamengingu sem hefur áhrif á þá menntun sem fólk sækir sér og búið var til mælitæki. Þeir sem mældust hátt í mælingu hafa mikla tilhneigingu til að sækja sér menntun. Þeir sem mældust lágt hafa litla tilhneigingu til þess. „Við sýndum fram á að þessir breytileikar sem tengjast mikilli menntun eru að verða fágætari og fágætari í íslenskum erfðamengjum. Það sem er áhugavert er að ef þú tekur þá sem mælast hátt en hafa engu að síður litla menntun, þeir eiga færri börn en þeir sem mælast lágt,“ segir Kári. Hann segir að þannig sé það ekki menntunin sem slík sem kemur í veg fyrir að menn eignist börn heldur þessi arfgenga tilhneiging. Hafa verði í huga að þegar rætt sé um jákvætt val og neikvætt val á eiginleikum þá þýði það að þeir sem hafi þennan eiginleika hafi fleiri börn sem komist á legg og eignist síðan sjálfir börn. Kári segir að Íslendingar séu prýðilegt dýramódel fyrir manneskjuna og hann segist sannfærður um að niðurstöðurnar gildi um allar þjóðir Evrópu, ef ekki allar þjóðir heims. ÍE hyggst fylgja niðurstöðunum eftir með frekari rannsóknum. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Einstaklingar með mikla menntun eignast færri börn en þeir sem hafa ekki menntað sig samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar. Þeir sem mælast hátt í eiginleikum til að mennta sig mikið en hafa engu að síður litla menntun eiga líka færri börn en þeir sem mælast lágt. Í rannsókninni skoðuðu vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hvernig arfgeng tilhneiging manna til að sækja sér menntun hefur breyst á nokkrum áratugum. Skoðað var erfðamengi 129.808 Íslendinga sem voru á lífi á árunum 1910-1990. „Það sem við sýndum fram í íslensku samfélagi, sem menn hafa vitað lengi, er að fólk sem hefur mikla menntun á að meðaltali færri börn heldur en fólk sem er með litla menntun. Það á rætur sínar að mestu leyti í því að þeir sem eru með mikla menntun fresta því að eignast sitt fyrsta barn,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Íslensk erfðagreining tók alla breytanleika í erfðamengingu sem hefur áhrif á þá menntun sem fólk sækir sér og búið var til mælitæki. Þeir sem mældust hátt í mælingu hafa mikla tilhneigingu til að sækja sér menntun. Þeir sem mældust lágt hafa litla tilhneigingu til þess. „Við sýndum fram á að þessir breytileikar sem tengjast mikilli menntun eru að verða fágætari og fágætari í íslenskum erfðamengjum. Það sem er áhugavert er að ef þú tekur þá sem mælast hátt en hafa engu að síður litla menntun, þeir eiga færri börn en þeir sem mælast lágt,“ segir Kári. Hann segir að þannig sé það ekki menntunin sem slík sem kemur í veg fyrir að menn eignist börn heldur þessi arfgenga tilhneiging. Hafa verði í huga að þegar rætt sé um jákvætt val og neikvætt val á eiginleikum þá þýði það að þeir sem hafi þennan eiginleika hafi fleiri börn sem komist á legg og eignist síðan sjálfir börn. Kári segir að Íslendingar séu prýðilegt dýramódel fyrir manneskjuna og hann segist sannfærður um að niðurstöðurnar gildi um allar þjóðir Evrópu, ef ekki allar þjóðir heims. ÍE hyggst fylgja niðurstöðunum eftir með frekari rannsóknum.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira