Mikið menntaðir Íslendingar eignast færri börn Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. janúar 2017 18:05 Einstaklingar með mikla menntun eignast færri börn en þeir sem hafa ekki menntað sig samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar. Þeir sem mælast hátt í eiginleikum til að mennta sig mikið en hafa engu að síður litla menntun eiga líka færri börn en þeir sem mælast lágt. Í rannsókninni skoðuðu vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hvernig arfgeng tilhneiging manna til að sækja sér menntun hefur breyst á nokkrum áratugum. Skoðað var erfðamengi 129.808 Íslendinga sem voru á lífi á árunum 1910-1990. „Það sem við sýndum fram í íslensku samfélagi, sem menn hafa vitað lengi, er að fólk sem hefur mikla menntun á að meðaltali færri börn heldur en fólk sem er með litla menntun. Það á rætur sínar að mestu leyti í því að þeir sem eru með mikla menntun fresta því að eignast sitt fyrsta barn,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Íslensk erfðagreining tók alla breytanleika í erfðamengingu sem hefur áhrif á þá menntun sem fólk sækir sér og búið var til mælitæki. Þeir sem mældust hátt í mælingu hafa mikla tilhneigingu til að sækja sér menntun. Þeir sem mældust lágt hafa litla tilhneigingu til þess. „Við sýndum fram á að þessir breytileikar sem tengjast mikilli menntun eru að verða fágætari og fágætari í íslenskum erfðamengjum. Það sem er áhugavert er að ef þú tekur þá sem mælast hátt en hafa engu að síður litla menntun, þeir eiga færri börn en þeir sem mælast lágt,“ segir Kári. Hann segir að þannig sé það ekki menntunin sem slík sem kemur í veg fyrir að menn eignist börn heldur þessi arfgenga tilhneiging. Hafa verði í huga að þegar rætt sé um jákvætt val og neikvætt val á eiginleikum þá þýði það að þeir sem hafi þennan eiginleika hafi fleiri börn sem komist á legg og eignist síðan sjálfir börn. Kári segir að Íslendingar séu prýðilegt dýramódel fyrir manneskjuna og hann segist sannfærður um að niðurstöðurnar gildi um allar þjóðir Evrópu, ef ekki allar þjóðir heims. ÍE hyggst fylgja niðurstöðunum eftir með frekari rannsóknum. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Einstaklingar með mikla menntun eignast færri börn en þeir sem hafa ekki menntað sig samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar. Þeir sem mælast hátt í eiginleikum til að mennta sig mikið en hafa engu að síður litla menntun eiga líka færri börn en þeir sem mælast lágt. Í rannsókninni skoðuðu vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hvernig arfgeng tilhneiging manna til að sækja sér menntun hefur breyst á nokkrum áratugum. Skoðað var erfðamengi 129.808 Íslendinga sem voru á lífi á árunum 1910-1990. „Það sem við sýndum fram í íslensku samfélagi, sem menn hafa vitað lengi, er að fólk sem hefur mikla menntun á að meðaltali færri börn heldur en fólk sem er með litla menntun. Það á rætur sínar að mestu leyti í því að þeir sem eru með mikla menntun fresta því að eignast sitt fyrsta barn,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Íslensk erfðagreining tók alla breytanleika í erfðamengingu sem hefur áhrif á þá menntun sem fólk sækir sér og búið var til mælitæki. Þeir sem mældust hátt í mælingu hafa mikla tilhneigingu til að sækja sér menntun. Þeir sem mældust lágt hafa litla tilhneigingu til þess. „Við sýndum fram á að þessir breytileikar sem tengjast mikilli menntun eru að verða fágætari og fágætari í íslenskum erfðamengjum. Það sem er áhugavert er að ef þú tekur þá sem mælast hátt en hafa engu að síður litla menntun, þeir eiga færri börn en þeir sem mælast lágt,“ segir Kári. Hann segir að þannig sé það ekki menntunin sem slík sem kemur í veg fyrir að menn eignist börn heldur þessi arfgenga tilhneiging. Hafa verði í huga að þegar rætt sé um jákvætt val og neikvætt val á eiginleikum þá þýði það að þeir sem hafi þennan eiginleika hafi fleiri börn sem komist á legg og eignist síðan sjálfir börn. Kári segir að Íslendingar séu prýðilegt dýramódel fyrir manneskjuna og hann segist sannfærður um að niðurstöðurnar gildi um allar þjóðir Evrópu, ef ekki allar þjóðir heims. ÍE hyggst fylgja niðurstöðunum eftir með frekari rannsóknum.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira