Edward Snowden rangtúlkar atburði á Íslandi í röð tísta Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 22:29 Edward Snowden ljóstraði upp um framferði bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA. Vísir/EPA Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden virðist fylgjast grannt með tíðindum af stjórnarslitum á Íslandi. Á Twitter-síðu sinni hefur hann tíst um atburði á Íslandi en virðist misskilja atburðina sem leiddu til falls ríkisstjórnarinnar. Snowden, sem er með 3,4 milljónir fylgjenda á Twitter, birti röð tísta nú í kvöld um stjórnarslitin á Íslandi og atburðina sem tengdust uppreist æru fyrir dæmda barnaníðinga sem leiddu til þeirra. „Spillingarsaga: Dómsmálaráðherra, forsætisráðherra og faðir forsætisráðherra náðuðu á laun vin sem nauðgaði stjúpdóttur „nærri því daglega í tólf ár“,“ tísti Snowden fyrst.Skjáskot/TwitterÍ öðru tísti segir hann að dómsmálráðherra Íslands hafi „þurrkað út“ dóm yfir vini að „beiðni föður forsætisráðherra“. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Bendiktssonar forsætisráðherra, skrifaði undir meðmælabréf fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan barnaníðing. Slíkra meðmæla er krafist til að dæmdir menn geti hlotið uppreist æru. Þá deilir Snowden frétt Reykjavík Grapevine um að Benedikt hafi mælt með uppreist æru fyrir Hjalta Sigurjón með þeim orðum að Bjarni hafi haldið því fram að hann hafi ekki vitað af því fyrr en í júlí og svo hylmt yfir það þar til blaðamenn afhjúpuðu það.Skjáskot/TwitterSnowden komst í heimsfréttirnar þegar hann lak gögnum um njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinar NSA árið 2013. Hann fékk í kjölfarið hæli í Rússlandi og hefur hafst þar við síðan.Hann ávarpaði meðal annars aðalfund Pírata í síðasta mánuði í gegnum fjarfundarbúnað. Tengdar fréttir Snowden myndi tafarlaust þiggja íslenskan ríkisborgararétt Uppljóstrarinn tekur við spurningum að loknu erindi sínu á aðalfundi Pírata. 27. ágúst 2017 15:43 Edward Snowden með erindi á aðalfundi Pírata Uppljóstrarinn Edward Snowden var fyrir stundu kynntur inn sem leynigestur á aðalfundi Pírata. 27. ágúst 2017 15:26 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden virðist fylgjast grannt með tíðindum af stjórnarslitum á Íslandi. Á Twitter-síðu sinni hefur hann tíst um atburði á Íslandi en virðist misskilja atburðina sem leiddu til falls ríkisstjórnarinnar. Snowden, sem er með 3,4 milljónir fylgjenda á Twitter, birti röð tísta nú í kvöld um stjórnarslitin á Íslandi og atburðina sem tengdust uppreist æru fyrir dæmda barnaníðinga sem leiddu til þeirra. „Spillingarsaga: Dómsmálaráðherra, forsætisráðherra og faðir forsætisráðherra náðuðu á laun vin sem nauðgaði stjúpdóttur „nærri því daglega í tólf ár“,“ tísti Snowden fyrst.Skjáskot/TwitterÍ öðru tísti segir hann að dómsmálráðherra Íslands hafi „þurrkað út“ dóm yfir vini að „beiðni föður forsætisráðherra“. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Bendiktssonar forsætisráðherra, skrifaði undir meðmælabréf fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan barnaníðing. Slíkra meðmæla er krafist til að dæmdir menn geti hlotið uppreist æru. Þá deilir Snowden frétt Reykjavík Grapevine um að Benedikt hafi mælt með uppreist æru fyrir Hjalta Sigurjón með þeim orðum að Bjarni hafi haldið því fram að hann hafi ekki vitað af því fyrr en í júlí og svo hylmt yfir það þar til blaðamenn afhjúpuðu það.Skjáskot/TwitterSnowden komst í heimsfréttirnar þegar hann lak gögnum um njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinar NSA árið 2013. Hann fékk í kjölfarið hæli í Rússlandi og hefur hafst þar við síðan.Hann ávarpaði meðal annars aðalfund Pírata í síðasta mánuði í gegnum fjarfundarbúnað.
Tengdar fréttir Snowden myndi tafarlaust þiggja íslenskan ríkisborgararétt Uppljóstrarinn tekur við spurningum að loknu erindi sínu á aðalfundi Pírata. 27. ágúst 2017 15:43 Edward Snowden með erindi á aðalfundi Pírata Uppljóstrarinn Edward Snowden var fyrir stundu kynntur inn sem leynigestur á aðalfundi Pírata. 27. ágúst 2017 15:26 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Snowden myndi tafarlaust þiggja íslenskan ríkisborgararétt Uppljóstrarinn tekur við spurningum að loknu erindi sínu á aðalfundi Pírata. 27. ágúst 2017 15:43
Edward Snowden með erindi á aðalfundi Pírata Uppljóstrarinn Edward Snowden var fyrir stundu kynntur inn sem leynigestur á aðalfundi Pírata. 27. ágúst 2017 15:26