Innlent

Edward Snowden með erindi á aðalfundi Pírata

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Edward Snowden ávarpar gesti í gegnum vefmyndavél.
Edward Snowden ávarpar gesti í gegnum vefmyndavél. Vísir/EPA
Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden er leynigestur á aðalfundi Pírata sem stendur yfir í Valsheimilinu í Reykjavík. Hann er staddur í Moskvu þar sem hann hefur farið huldu höfði undanfarin fjögur ár en hann er eftirlýstur af bandarískum stjórnvöldum vegna leka á upplýsingum sem sýndu fram á umfangsmiklar persónunjósnir Öryggisstofnunar Bandaríkjanna. Ávarpar hann því fundargesti í gegnum vefmyndavél. 

Í fréttatilkynningu frá framkvæmdastóra Pírata kemur fram að hugrekki Snowdens í baráttu hans fyrir upplýsingafrelsi og gegnsæi, ástríða hans og óþrjótandi eldmóður sé ástæða þess að hann hafi verið beðinn um að vera leynigestur á fundinum og flytja þar erindi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×