Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2017 16:57 Berglind Häsler ásamt eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni. Mynd/Vísir „Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði, afsakið orðbragðið, en mér er mjög mikið niðri fyrir,“ segir Berglind Häsler, bóndi á Karlsstöðum í Berufirði. Hún og aðrir íbúar ætlar sér að loka þjóðvegi 1 um Berufjörð til þess að mótmæla því að uppbyggingu nýs vegar í Berufirði hefur verið frestað.Austurfrétt greinir frá en í gær var tilkynnt um tíu milljarða króna niðurskurð á samgönguáætlun. Meðal þess sem hætta þarf við er uppbygging nýs vegar yfir fjörðinn. Í samtali við Vísi segir Berglind að ákvörðunin sé reiðarslag fyrir íbúa svæðisins. „Það er búið að skrifa undir þetta, það voru menn að mæla þetta, búið að teikna og þetta var farið í gegnum aðalskipulag. Nú átti bara að byrja þannig að við héldum að þetta væri að koma,“ segir Berglind. Kaflinn sem um ræðir er hluti af eina ómalbikaða hluta hringvegarins og stefndi allt í að vegurinn yrði lagfærður.Sjá einnig: Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks„Þessi vegur er ónýtur og engum boðlegur. Þetta blasir við hverjum sem er, þetta er ekki hugarburður. Eftir áratuga bið er algjörlega nóg komið. Það er ekki hægt að vekja svona falskar vonir og taka allt til baka,“ segir Berglind. Undanfarin ár hafa fréttir reglulega verið sagðar af vandræðum sem skapast hafa vegna vegarins enda segir Berlind að umferð um hann sé mikil og þar séu erlendir ferðamenn áberandi. Á síðasta ári slapp japanskur ferðamaður með skrekkinn þegar bíll hans valt í botni Berufjarðar. Betur fór á en horfðist en bíll ferðamannsins skemmdist töluvert. Berglind segir að fljótlega eftir hádegi á sunnudaginn sé stefnt að því að loka þjóðveginum svo að ná megi athygli ráðamanna. Ekki sé boðlegt að hluti þjóðvegar 1 sé í jafn slæmu ástandi og raun ber vitni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
„Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði, afsakið orðbragðið, en mér er mjög mikið niðri fyrir,“ segir Berglind Häsler, bóndi á Karlsstöðum í Berufirði. Hún og aðrir íbúar ætlar sér að loka þjóðvegi 1 um Berufjörð til þess að mótmæla því að uppbyggingu nýs vegar í Berufirði hefur verið frestað.Austurfrétt greinir frá en í gær var tilkynnt um tíu milljarða króna niðurskurð á samgönguáætlun. Meðal þess sem hætta þarf við er uppbygging nýs vegar yfir fjörðinn. Í samtali við Vísi segir Berglind að ákvörðunin sé reiðarslag fyrir íbúa svæðisins. „Það er búið að skrifa undir þetta, það voru menn að mæla þetta, búið að teikna og þetta var farið í gegnum aðalskipulag. Nú átti bara að byrja þannig að við héldum að þetta væri að koma,“ segir Berglind. Kaflinn sem um ræðir er hluti af eina ómalbikaða hluta hringvegarins og stefndi allt í að vegurinn yrði lagfærður.Sjá einnig: Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks„Þessi vegur er ónýtur og engum boðlegur. Þetta blasir við hverjum sem er, þetta er ekki hugarburður. Eftir áratuga bið er algjörlega nóg komið. Það er ekki hægt að vekja svona falskar vonir og taka allt til baka,“ segir Berglind. Undanfarin ár hafa fréttir reglulega verið sagðar af vandræðum sem skapast hafa vegna vegarins enda segir Berlind að umferð um hann sé mikil og þar séu erlendir ferðamenn áberandi. Á síðasta ári slapp japanskur ferðamaður með skrekkinn þegar bíll hans valt í botni Berufjarðar. Betur fór á en horfðist en bíll ferðamannsins skemmdist töluvert. Berglind segir að fljótlega eftir hádegi á sunnudaginn sé stefnt að því að loka þjóðveginum svo að ná megi athygli ráðamanna. Ekki sé boðlegt að hluti þjóðvegar 1 sé í jafn slæmu ástandi og raun ber vitni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00
Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42
Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27