Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. október 2017 06:00 SS Porta var systurskip flutningaskipsins SS Minden sem liggur á hafsbotni undan Íslandsströndum. Mynd/Wikipedia „Hér með áskiljum við okkur allan rétt með tilliti til SS Minden og allra hluta eignarinnar sem þegar eru fundnir eða kunna að finnast,“ segir í bréfi skipafélagsins Hapag-Lloyd til Umhverfisstofnunar. Hapag-Lloyd er alþjóðlegt skipafélag með höfuðstöðvar í Hamborg í Þýskalandi. Í bréfi félagsins til Umhverfisstofnunar segir að það hafi orðið þess áskynja í gegn um fjölmiðla að breska fyrirtækið Advanced Marine Services óski leyfis til að rjúfa gat á skrokk SS Minden til að geta náð út boxi með verðmætum málmi í póstherbergi flutningaskipsins. AMS hefur ekki sagt hver hinn verðmæti málmur er talinn vera. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að miðað við rúmmál kistunnar og miðað við að innihaldið sé gull gæti verðmætið numið yfir 12 milljörðum króna.Hapag-Lloyd yfirtók á árinu 1970 þýska skipafélagið Norddeutscher Lloyd sem gerði út SS?Minden. Áhöfn SS?Minden sökkti skipinu í september 1939 til að forða því frá að falla í hendur breskra herskipa sem sóttu að því á fyrstu dögum heimsstyrjaldarinnar síðari. Fulltrúar AMS sendu kafbát niður að flaki SS Minden í apríl í vor en voru stöðvaðir af Landhelgisgæslu Íslands. Bíður fyrirtækið enn ákvörðunar um starfsleyfi frá Umhverfisstofnun til að ljúka leiðangrinum. Flakið er á yfir 2,2 kílómetra dýpi um 120 sjómílur suðaustur af Íslandi. Bragi Dór Hafþórsson, lögmaður AMS hér á Íslandi, segir í bréfi til Umhverfisstofnunar að hvorki AMS né Umhverfisstofnun sé í stöðu til að meta hver sé eigandi SS Minden og farms þess. Verðmætin verði flutt til Bretlands. „Líkt og áður hefur komið fram í samskiptum okkar þá er það ætlun umbjóðanda míns, komi í ljós að verðmæti sé að finna í flakinu, að skila þeim til breskra yfirvalda, nánar tiltekið „UK Reciever of Wreck“. Er þar um að ræða stjórnvald innan landhelgisgæslunnar þar í landi sem hefur það hlutverk að rannsaka og skera úr um hver sé eigandi flaks eða þeirra verðmæta sem finnast í flaki,“ rekur Bragi. „Ef hið bæra stjórnvald kemst að þeirri niðurstöðu að flakið eða farmur þess tilheyri tilteknum eiganda þá er verðmætunum skilað til þess aðila gegn því að finnandi eigi rétt á björgunarlaunum sem ákveðin eru af stjórnvaldinu í samræmi við almennar reglur.“ Þá leggur Bragi á það áherslu að Umhverfisstofnun gefi ekki upp staðsetningu SS Minden. „Þá er það ítrekað að trúnaður ríki um nákvæma staðsetningu flaksins, líkt og áður hefur margoft komið fram og samþykkt hefur verið með bréfi Umhverfisstofnunar,“ undirstrikar hann. Almennur frestur til athugasemda við útgáfu starfsleyfis til handa AMS vegna SS Minden rann út 15. september. Engar athugasemdir bárust fyrir utan bréf Hapag-Lloyd. „Þetta bréf er ætlað til þess að upplýsa ykkur um, að sem eigendur SS Minden höfum við áhuga á framvindu aðgerðaráætlunar AMS varðandi SS Minden og að fá vitneskju um fyrirætlun þeirra varðandi sérhver verðmæti sem AMS kanna að finna eða fjarlægja úr skipinu,“ segir Hapag-Lloyd. Kassinn í póstherberginu „AMS hefur fundið kassa sem er í svokölluðu póstherbergi (e. mailroom) undir efsta þilfari skipsins í skut þess. Kassinn er 100x45x45 cm að stærð og því aðeins stærri heldur en ferðataska. Hefur AMS þegar komist inn í herbergið og er kassinn, sem AMS telur að geti geymt verðmæti, upp við styrktan vegg sem snýr að stafni skipsins.“Úr starfsleyfisumsókn lögmanns AMS til Umhverfisstofnunar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tillaga að leitarleyfi í Minden Þess var farið á leit að leyfisveitingin yrði afgreidd með hraði, helst á tímabilinu 1. til 7. maí, vegna þess kostnaðar sem felst í því að hafa skipið Seabed Constructor á leigu. 16. ágúst 2017 06:00 Fjársjóðskistan í Minden gæti geymt jafnvirði 12 milljarða króna í gulli 15. júlí 2017 15:00 Stofnanir hafa ekkert að athuga við fjársjóðsleit í Minden Enginn fjögurra opinberra aðila sem sent hafa Umhverfisstofnun umsögn gerir athugasemd við útgáfu leyfis til bresks félags sem leitar verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Minjastofnun segir að lögin nái ekki yfir skipsflakið. 28. júlí 2017 06:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
„Hér með áskiljum við okkur allan rétt með tilliti til SS Minden og allra hluta eignarinnar sem þegar eru fundnir eða kunna að finnast,“ segir í bréfi skipafélagsins Hapag-Lloyd til Umhverfisstofnunar. Hapag-Lloyd er alþjóðlegt skipafélag með höfuðstöðvar í Hamborg í Þýskalandi. Í bréfi félagsins til Umhverfisstofnunar segir að það hafi orðið þess áskynja í gegn um fjölmiðla að breska fyrirtækið Advanced Marine Services óski leyfis til að rjúfa gat á skrokk SS Minden til að geta náð út boxi með verðmætum málmi í póstherbergi flutningaskipsins. AMS hefur ekki sagt hver hinn verðmæti málmur er talinn vera. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að miðað við rúmmál kistunnar og miðað við að innihaldið sé gull gæti verðmætið numið yfir 12 milljörðum króna.Hapag-Lloyd yfirtók á árinu 1970 þýska skipafélagið Norddeutscher Lloyd sem gerði út SS?Minden. Áhöfn SS?Minden sökkti skipinu í september 1939 til að forða því frá að falla í hendur breskra herskipa sem sóttu að því á fyrstu dögum heimsstyrjaldarinnar síðari. Fulltrúar AMS sendu kafbát niður að flaki SS Minden í apríl í vor en voru stöðvaðir af Landhelgisgæslu Íslands. Bíður fyrirtækið enn ákvörðunar um starfsleyfi frá Umhverfisstofnun til að ljúka leiðangrinum. Flakið er á yfir 2,2 kílómetra dýpi um 120 sjómílur suðaustur af Íslandi. Bragi Dór Hafþórsson, lögmaður AMS hér á Íslandi, segir í bréfi til Umhverfisstofnunar að hvorki AMS né Umhverfisstofnun sé í stöðu til að meta hver sé eigandi SS Minden og farms þess. Verðmætin verði flutt til Bretlands. „Líkt og áður hefur komið fram í samskiptum okkar þá er það ætlun umbjóðanda míns, komi í ljós að verðmæti sé að finna í flakinu, að skila þeim til breskra yfirvalda, nánar tiltekið „UK Reciever of Wreck“. Er þar um að ræða stjórnvald innan landhelgisgæslunnar þar í landi sem hefur það hlutverk að rannsaka og skera úr um hver sé eigandi flaks eða þeirra verðmæta sem finnast í flaki,“ rekur Bragi. „Ef hið bæra stjórnvald kemst að þeirri niðurstöðu að flakið eða farmur þess tilheyri tilteknum eiganda þá er verðmætunum skilað til þess aðila gegn því að finnandi eigi rétt á björgunarlaunum sem ákveðin eru af stjórnvaldinu í samræmi við almennar reglur.“ Þá leggur Bragi á það áherslu að Umhverfisstofnun gefi ekki upp staðsetningu SS Minden. „Þá er það ítrekað að trúnaður ríki um nákvæma staðsetningu flaksins, líkt og áður hefur margoft komið fram og samþykkt hefur verið með bréfi Umhverfisstofnunar,“ undirstrikar hann. Almennur frestur til athugasemda við útgáfu starfsleyfis til handa AMS vegna SS Minden rann út 15. september. Engar athugasemdir bárust fyrir utan bréf Hapag-Lloyd. „Þetta bréf er ætlað til þess að upplýsa ykkur um, að sem eigendur SS Minden höfum við áhuga á framvindu aðgerðaráætlunar AMS varðandi SS Minden og að fá vitneskju um fyrirætlun þeirra varðandi sérhver verðmæti sem AMS kanna að finna eða fjarlægja úr skipinu,“ segir Hapag-Lloyd. Kassinn í póstherberginu „AMS hefur fundið kassa sem er í svokölluðu póstherbergi (e. mailroom) undir efsta þilfari skipsins í skut þess. Kassinn er 100x45x45 cm að stærð og því aðeins stærri heldur en ferðataska. Hefur AMS þegar komist inn í herbergið og er kassinn, sem AMS telur að geti geymt verðmæti, upp við styrktan vegg sem snýr að stafni skipsins.“Úr starfsleyfisumsókn lögmanns AMS til Umhverfisstofnunar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tillaga að leitarleyfi í Minden Þess var farið á leit að leyfisveitingin yrði afgreidd með hraði, helst á tímabilinu 1. til 7. maí, vegna þess kostnaðar sem felst í því að hafa skipið Seabed Constructor á leigu. 16. ágúst 2017 06:00 Fjársjóðskistan í Minden gæti geymt jafnvirði 12 milljarða króna í gulli 15. júlí 2017 15:00 Stofnanir hafa ekkert að athuga við fjársjóðsleit í Minden Enginn fjögurra opinberra aðila sem sent hafa Umhverfisstofnun umsögn gerir athugasemd við útgáfu leyfis til bresks félags sem leitar verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Minjastofnun segir að lögin nái ekki yfir skipsflakið. 28. júlí 2017 06:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Tillaga að leitarleyfi í Minden Þess var farið á leit að leyfisveitingin yrði afgreidd með hraði, helst á tímabilinu 1. til 7. maí, vegna þess kostnaðar sem felst í því að hafa skipið Seabed Constructor á leigu. 16. ágúst 2017 06:00
Stofnanir hafa ekkert að athuga við fjársjóðsleit í Minden Enginn fjögurra opinberra aðila sem sent hafa Umhverfisstofnun umsögn gerir athugasemd við útgáfu leyfis til bresks félags sem leitar verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Minjastofnun segir að lögin nái ekki yfir skipsflakið. 28. júlí 2017 06:00