Framtíðin er vonbrigðin ein Stefán Þór Hjartarson skrifar 5. október 2017 11:30 Svona einhvern veginn lítur hún út, framtíðin sem við vildum. Smalt Einmitt það sem við öll höfum beðið eftir – saltstaukur með Bluetooth. Reyndar er SMALT markaðssett sem „centerpiece“ eða stofustáss enda spilar tækið tónlist og kemur fólki í gírinn með stemmingslýsingu. En aðalvirknin er að útdeila salti á „gagnvirkan máta“ – hvað sem það nú þýðir.Þetta fyrirbæri hefur dugað ágætlega hingað til.IoT gangráður Í ágúst innkallaði Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna inn um hálfa milljón hjartagangráða vegna galla í þeim sem gaf tölvuþrjótum greiðan aðgang að þeim. Þetta hefði getað haft í för með sér fjölda dauðsfalla þar sem hakkararnir hefðu getað fiktað við hjartslátt fólks. Hið svo kallaða „Internet of Things“ (IoT) eða sú lenska að troða nettengingu í öll möguleg og ómöguleg tæki hefur sínar dökku hliðar. Í sumar tókst hópi hakkara að brjótast inn í tölvukerfi spilavítis í Bandaríkjunum þar sem þeir notuðu nettengt fiskabúr til að finna glufu inn.Fiskunum gefið með annarri, fiskabúrið hakkað með hinni.Snjallbursti Hair Coach hárburstinn dansar á brúninni – hárbursti með skynjurum og appi sem mælir heilsu hársins og lætur þig vita hvernig skuli sjá um makkann. Kannski er hér um að ræða algjöra snilld – en eins og er oft með svona tækjabúnað kemur ekki fram á vefsíðunni hversu mikið burstinn muni kosta en hann fer í sölu núna í haust. Það er ákveðið varúðarmerki.Regnhlífardróni Einfalt mál – dróni sem er í raun fljúgandi regnhlíf sem fylgir þér eftir hvert sem þú ferð og veitir þér þægilegt skjól fyrir rigningunni. Frábært! Hins vegar er kannski spurning með 1.600 punda verðmiðann, það er ekkert víst að mörgum finnist réttlætanlegt að eyða 230 þúsund krónum í regnhlíf, sama hversu fín hún er. Og það leiðir okkur að næsta hlut.Levi’s Smart-jakki Levi’s hefur loksins markaðssett jakka saumaðan úr svokölluðu snjallefni og með jakkanum er hægt að stjórna símanum sínum með erminni einni saman. Það er óneitanlega mjög svalt – en á sama tíma má alveg spyrja sig hvort 350 dollarar sé ekki dálítið hátt verð fyrir jakka sem þú getur notað til að skipta um lög. Auk þess má aðeins þvo hann tíu sinnum.No phone zero Eins og nafnið bendir til er No Phone Zero ekki sími. Um er að ræða plasthlut sem er í grófum dráttum í laginu eins og snjallsími. Frekar sniðugt bara.Ryksuguskór Á síðustu CES ráðstefnu sýndi fyrirtækið Denso ryksuguskó sem það er að þróa. Þetta er mjög einfalt – á meðan þú gengur um sjúga skórnir upp drulluna og rykið sem þú stígur á. Ekkert flókið við það og við á Lífinu bíðum gríðarlega spennt eftir að geta keypt par enda verður ekki þverfótað fyrir ryki hérna. Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Smalt Einmitt það sem við öll höfum beðið eftir – saltstaukur með Bluetooth. Reyndar er SMALT markaðssett sem „centerpiece“ eða stofustáss enda spilar tækið tónlist og kemur fólki í gírinn með stemmingslýsingu. En aðalvirknin er að útdeila salti á „gagnvirkan máta“ – hvað sem það nú þýðir.Þetta fyrirbæri hefur dugað ágætlega hingað til.IoT gangráður Í ágúst innkallaði Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna inn um hálfa milljón hjartagangráða vegna galla í þeim sem gaf tölvuþrjótum greiðan aðgang að þeim. Þetta hefði getað haft í för með sér fjölda dauðsfalla þar sem hakkararnir hefðu getað fiktað við hjartslátt fólks. Hið svo kallaða „Internet of Things“ (IoT) eða sú lenska að troða nettengingu í öll möguleg og ómöguleg tæki hefur sínar dökku hliðar. Í sumar tókst hópi hakkara að brjótast inn í tölvukerfi spilavítis í Bandaríkjunum þar sem þeir notuðu nettengt fiskabúr til að finna glufu inn.Fiskunum gefið með annarri, fiskabúrið hakkað með hinni.Snjallbursti Hair Coach hárburstinn dansar á brúninni – hárbursti með skynjurum og appi sem mælir heilsu hársins og lætur þig vita hvernig skuli sjá um makkann. Kannski er hér um að ræða algjöra snilld – en eins og er oft með svona tækjabúnað kemur ekki fram á vefsíðunni hversu mikið burstinn muni kosta en hann fer í sölu núna í haust. Það er ákveðið varúðarmerki.Regnhlífardróni Einfalt mál – dróni sem er í raun fljúgandi regnhlíf sem fylgir þér eftir hvert sem þú ferð og veitir þér þægilegt skjól fyrir rigningunni. Frábært! Hins vegar er kannski spurning með 1.600 punda verðmiðann, það er ekkert víst að mörgum finnist réttlætanlegt að eyða 230 þúsund krónum í regnhlíf, sama hversu fín hún er. Og það leiðir okkur að næsta hlut.Levi’s Smart-jakki Levi’s hefur loksins markaðssett jakka saumaðan úr svokölluðu snjallefni og með jakkanum er hægt að stjórna símanum sínum með erminni einni saman. Það er óneitanlega mjög svalt – en á sama tíma má alveg spyrja sig hvort 350 dollarar sé ekki dálítið hátt verð fyrir jakka sem þú getur notað til að skipta um lög. Auk þess má aðeins þvo hann tíu sinnum.No phone zero Eins og nafnið bendir til er No Phone Zero ekki sími. Um er að ræða plasthlut sem er í grófum dráttum í laginu eins og snjallsími. Frekar sniðugt bara.Ryksuguskór Á síðustu CES ráðstefnu sýndi fyrirtækið Denso ryksuguskó sem það er að þróa. Þetta er mjög einfalt – á meðan þú gengur um sjúga skórnir upp drulluna og rykið sem þú stígur á. Ekkert flókið við það og við á Lífinu bíðum gríðarlega spennt eftir að geta keypt par enda verður ekki þverfótað fyrir ryki hérna.
Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira