Engin skömm að Skam-áhuganum Stefán Þór Hjartarson skrifar 19. júní 2017 10:30 Ása Baldursdóttir formaður og Dagbjört Hákonardóttir varaformaður eru forfallnir aðdáendur Skam. Vísir/Anton Brink Norsku unglingaþættirnir Skam eru ekki bara fyrir unglinga og það sannar félagsskapurinn Fullorðnir aðdáendur Skam þar sem aldurslágmarkið er 25 ár. Ása Baldursdóttir formaður og Dagbjört Hákonardóttir varaformaður ráða þar ríkjum.Hvers vegna Skam-hópur fyrir fullorðna? „Hugmyndin kom upp þegar ég fór í Skam-partí í Norræna húsinu sem var sérstaklega ætlað fullorðnum. Þar var alveg geggjuð stemning og okkur fannst alveg fáránlega fyndið að vera fullorðin í partíi og hafa brennandi áhuga á norskum unglingaþáttum. Svo fannst okkur vera mjög mikill húmor í því að búa til aðdáendahóp með aldurslágmarki sem við ákváðum að væri hæfilegt 25 ár. Við gerum okkur ekki grein fyrir því hvað við erum gömul þegar við erum ein en þegar alvöru unglingar eru með þá erum við stöðugt minnt á það! Skam-þættirnir fjalla um unglingamenningu, en samfélagsmiðlar eru afar áberandi í þáttunum. En málið er að það eru ekki bara unglingar sem eru alveg á kafi í samfélagsmiðlum, heldur finnst mér allt lífið okkar sem erum miðaldra?… ehemm, ég er 35 ára?… fara fram á samfélagsmiðlum í dag. En unglingar og ungt fólk í dag eiga þá svolítið, sérstaklega á félagslegum forsendum, og því fannst okkur flott að eiga vettvang fyrir okkur sem eldri erum, án þess að deila honum með unglingum eða ungu fólki. Paródían er því: við elskum unglinga en þeir eru bannaðir í aðdáendahópnum!“ segir Ása Baldursdóttir, formaður og stofnandi Skam-hópsins.En hvað er svona frábært við Skam? „Þarna eru á ferðinni sæmilega hversdagslegir krakkar sem kljást við hversdagsleg vandamál sem við fáum þó að upplifa á öllum aldursskeiðum. Hér er tekið á útskúfun, ástarsorg, einelti og ofbeldi. Við hættum ekki að standa frammi fyrir þess háttar vandamálum þegar fáum stúdentspróf. Þau ganga þvert á kyn og aldur, og eru líka til í háskólum, á vinnustöðum og elliheimilinu Grund. En þótt yfirbragð þáttarins sé kannski í grunninn hversdagslegt er hann „effortless cool“. Sérhver ullarhúfa er úthugsuð, sem og varalitir og maskaralaus augu. Umfram allt er þátturinn vel skrifaður, frábærlega leikinn og nýstárlegur í þeim skilningi að það er hægt að fylgjast með á mörgum vígstöðvum, svo sem á heimasíðu þáttarins þar sem allt gerist í rauntíma,“ svarar Dagbjört Hákonardóttir, varaformaður félagsskaparins.Hvernig byrjaði áhugi ykkar á Skam? „Ég heyrði af þessum þáttum út undan mér og hafði sko engan áhuga á þessu í fyrstu! En svo horfði ég á fyrsta þáttinn og varð gjörsamlega heilluð. Þeir eru líka frábærlega vel skrifaðir. Og það er líka svo sjúklega hressandi að hafa stelpur í forgrunni. Það er alltof lítið af sögum stelpna eða kvenna í sjónvarpi eða kvikmyndum. Allir leikararnir túlka sínar persónur af svo mikilli innlifun og maður upplifir alls konar tilfinningar þegar maður „innsaumar sig“ inn í aðstæður unglinganna. Svo er tónlistin geggjuð!“ segir Ása. Dagbjört svarar því að hún eigi kúltíveraðar vinkonur sem hafi bent henni á þættina og hún og maður hennar dottið inn í þá í kjölfarið – hún þó með meira offorsi.Hópurinn heldur heljarinnar veislu í kringum lokaþátt fjórðu seríu þann 24. júní. Hvernig ætlið þið að halda upp á þetta? „Norska Sendiráðið á Íslandi er alltaf til í að kynna norska menningu og stóð m.a. fyrir Skam-helgi í samstarfi við Norræna húsið. Þau eru svo yndisleg að þau ætla að gefa ýmsa vinninga í pöbb kvissið sem haldið verður af þessu tilefni. Aðalvinningurinn er tveir miðar í Skam-safari í Osló, þar sem farið er með leiðsögumanni á alla helstu tökustaði Skam. Ég er einna spenntust fyrir sérstökum varalit sem er hluti af vinningunum sem verða í boði, svokölluðum „Nooru varalit“ sem er alveg eins og hún Noora, sem er ein af aðalstelpunum í Skam, notar. Partíið sjálft er skipulagt af sendiráðinu, Bíó Paradís og aðdáendahópnum en svo erum við í samstarfi við RÚV um að sýna lokaþáttinn í seríu 4 með enskum texta, en frítt er á sýninguna. Það kostar svo 1.000 krónur í partíið en þar kennir ýmissa grasa og við hvetjum fólk til þess að kynna sér dagskrána! Það er 25 ára aldurstakmark í partíið en það er svo fyndið að vera með sérstakan viðburð sem er bara ætlaður fullorðnum – það eru svo fá partí sem eru með aldurs-lágmark! Guð, hvað við hlökkum til!“ Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Norsku unglingaþættirnir Skam eru ekki bara fyrir unglinga og það sannar félagsskapurinn Fullorðnir aðdáendur Skam þar sem aldurslágmarkið er 25 ár. Ása Baldursdóttir formaður og Dagbjört Hákonardóttir varaformaður ráða þar ríkjum.Hvers vegna Skam-hópur fyrir fullorðna? „Hugmyndin kom upp þegar ég fór í Skam-partí í Norræna húsinu sem var sérstaklega ætlað fullorðnum. Þar var alveg geggjuð stemning og okkur fannst alveg fáránlega fyndið að vera fullorðin í partíi og hafa brennandi áhuga á norskum unglingaþáttum. Svo fannst okkur vera mjög mikill húmor í því að búa til aðdáendahóp með aldurslágmarki sem við ákváðum að væri hæfilegt 25 ár. Við gerum okkur ekki grein fyrir því hvað við erum gömul þegar við erum ein en þegar alvöru unglingar eru með þá erum við stöðugt minnt á það! Skam-þættirnir fjalla um unglingamenningu, en samfélagsmiðlar eru afar áberandi í þáttunum. En málið er að það eru ekki bara unglingar sem eru alveg á kafi í samfélagsmiðlum, heldur finnst mér allt lífið okkar sem erum miðaldra?… ehemm, ég er 35 ára?… fara fram á samfélagsmiðlum í dag. En unglingar og ungt fólk í dag eiga þá svolítið, sérstaklega á félagslegum forsendum, og því fannst okkur flott að eiga vettvang fyrir okkur sem eldri erum, án þess að deila honum með unglingum eða ungu fólki. Paródían er því: við elskum unglinga en þeir eru bannaðir í aðdáendahópnum!“ segir Ása Baldursdóttir, formaður og stofnandi Skam-hópsins.En hvað er svona frábært við Skam? „Þarna eru á ferðinni sæmilega hversdagslegir krakkar sem kljást við hversdagsleg vandamál sem við fáum þó að upplifa á öllum aldursskeiðum. Hér er tekið á útskúfun, ástarsorg, einelti og ofbeldi. Við hættum ekki að standa frammi fyrir þess háttar vandamálum þegar fáum stúdentspróf. Þau ganga þvert á kyn og aldur, og eru líka til í háskólum, á vinnustöðum og elliheimilinu Grund. En þótt yfirbragð þáttarins sé kannski í grunninn hversdagslegt er hann „effortless cool“. Sérhver ullarhúfa er úthugsuð, sem og varalitir og maskaralaus augu. Umfram allt er þátturinn vel skrifaður, frábærlega leikinn og nýstárlegur í þeim skilningi að það er hægt að fylgjast með á mörgum vígstöðvum, svo sem á heimasíðu þáttarins þar sem allt gerist í rauntíma,“ svarar Dagbjört Hákonardóttir, varaformaður félagsskaparins.Hvernig byrjaði áhugi ykkar á Skam? „Ég heyrði af þessum þáttum út undan mér og hafði sko engan áhuga á þessu í fyrstu! En svo horfði ég á fyrsta þáttinn og varð gjörsamlega heilluð. Þeir eru líka frábærlega vel skrifaðir. Og það er líka svo sjúklega hressandi að hafa stelpur í forgrunni. Það er alltof lítið af sögum stelpna eða kvenna í sjónvarpi eða kvikmyndum. Allir leikararnir túlka sínar persónur af svo mikilli innlifun og maður upplifir alls konar tilfinningar þegar maður „innsaumar sig“ inn í aðstæður unglinganna. Svo er tónlistin geggjuð!“ segir Ása. Dagbjört svarar því að hún eigi kúltíveraðar vinkonur sem hafi bent henni á þættina og hún og maður hennar dottið inn í þá í kjölfarið – hún þó með meira offorsi.Hópurinn heldur heljarinnar veislu í kringum lokaþátt fjórðu seríu þann 24. júní. Hvernig ætlið þið að halda upp á þetta? „Norska Sendiráðið á Íslandi er alltaf til í að kynna norska menningu og stóð m.a. fyrir Skam-helgi í samstarfi við Norræna húsið. Þau eru svo yndisleg að þau ætla að gefa ýmsa vinninga í pöbb kvissið sem haldið verður af þessu tilefni. Aðalvinningurinn er tveir miðar í Skam-safari í Osló, þar sem farið er með leiðsögumanni á alla helstu tökustaði Skam. Ég er einna spenntust fyrir sérstökum varalit sem er hluti af vinningunum sem verða í boði, svokölluðum „Nooru varalit“ sem er alveg eins og hún Noora, sem er ein af aðalstelpunum í Skam, notar. Partíið sjálft er skipulagt af sendiráðinu, Bíó Paradís og aðdáendahópnum en svo erum við í samstarfi við RÚV um að sýna lokaþáttinn í seríu 4 með enskum texta, en frítt er á sýninguna. Það kostar svo 1.000 krónur í partíið en þar kennir ýmissa grasa og við hvetjum fólk til þess að kynna sér dagskrána! Það er 25 ára aldurstakmark í partíið en það er svo fyndið að vera með sérstakan viðburð sem er bara ætlaður fullorðnum – það eru svo fá partí sem eru með aldurs-lágmark! Guð, hvað við hlökkum til!“
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning